Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 6
6 9. júlí 2004 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Greiningardeild Lands- bankans telur „að miðað við núver- andi stöðu efnhagsmála sé hættan á að verðbólgan fari úr böndum óveru- leg“. Þetta kemur fram í sérriti Landsbankans um efnahagsmál. Greiningardeildin áréttar hins veg- ar hlutverk ríkisins við að halda stöð- ugleika og segir mikilvægt að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skatta- og húsnæð- ismálum kyndi ekki undir verðbólgu. „Við erum að mæla gegn því að ríkið stundi eftirspurnarhvetjandi stefnu við núverandi aðstæður. Skattalækkanir flokkast undir það ef þær skapa aukna eftirspurn. Við höf- um ekkert á móti skattalækkunum al- mennt svo fremi sem þær hafi ekki neikvæð áhrif á verðstöðugleika,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Við mælum mjög sterklega gegn eftirspurnarhvetjandi aðgerðum á þessum tíma í hagsveiflunni. Það ógn- ar verðstöðugleikanum með að skapa of mikinn þrýsting. Stjórnvöld hafa þetta í hendi sér,“ segir hann. Landsbankinn telur að meiri slaki sé í efnahagslífinu heldur en virðist við fyrstu sýn þar sem staðan á vinnumarkaði sé gjörbreytt frá því sem var síðast þegar íslenska hag- kerfið ofþandist með tilheyrandi hækkun á verðbólgu. ■ Stefnuleysi í málefnum háskóla gagnrýnd Ríkisendurskoðun gagnrýnir stefnuleysi yfirvalda í málefnum háskóla hérlendis. Mælt er með því að mörkuð verði stefna til framtíðar og skoðað verði hvort vænlegt sé að árangurstengja fjárveitingar í framtíðinni. SKÓLAMÁL Gerðar eru ýmsar at- hugasemdir við stefnuleysi í mál- efnum háskóla hérlendis í nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur látið frá sér fara um náms- framboð og nemendafjölda við ís- lenska háskóla. Skýrsluhöfundar undrast að í jafn mikilvægum og fjárfrekum málaflokki sé engin áþreifanleg heildarstefna en út- gjöld ríkisins vegna háskóla nem- ur um ellefu milljörðum á ári. Slík stefnumörkun væri eðlileg og hef- ur fyrir löngu verið hrundið í framkvæmd í helstu nágranna- ríkjum. Í skýrslunni er farið ítarlega í saumana á há- skólakerfinu og það borið saman við svipuð kerfi í löndum á borð við Bretland, Holland og Noreg. Bent er á að hluti vandans hér á landi sé sá að þróun háskóla- stigsins og sú mikla fjölgun um- sækjenda í ís- lenska háskóla hafi komið yfirvöldum í opna skjöldu og verið mun hraðari en ráð var fyrir gert. Það hafi leitt af sér ýmis álitamál er varða fjár- mögnun, rekstrarform og þær kröfur sem gerðar eru til háskóla og einstakra námsbrauta innan þeirra. Sá rammi sem stjórnvöld settu háskólum árið 1999 um þann fjölda nemenda sem greitt yrði fyrir reyndist ekki það stjórntæki sem vonast var eftir þar sem eft- irspurn eftir námi fór langt um- fram áætlanir. Í skýrslu sinni kemur Ríkis- endurskoðun með nokkrar tillög- ur um leiðir til úrbóta á núverandi kerfi. Fyrst og fremst sé nauðsyn að móta skýra stefnu til framtíðar og skilgreina öll markmið. Þannig yrði auðveldara að auka eftirlit með gæðum alls náms til lang- frama. Einnig er talið vænlegt að sameina allt nám á háskólastigi undir eitt ráðuneyti. Þannig yrði tryggt að sömu reglur og kröfur giltu um alla háskóla og ennfrem- ur að öll sérfræðiþekking yrði á einum og sama staðnum. Talið er rétt að skoða hvort gera skuli formlegan greinarmun á háskólum hérlendis eins og tíðkast víða erlendis. Kröfur til skólanna og fjárveiting tæki þá mið af þeirri flokkun. Ríkisendur- skoðun vill jafnframt láta kanna hvort vænlegt sé að árang- urstengja fjárveitingar þannig að bæði væri tekið mið af árangri nemenda og skólans sjálfs. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra vegna málsins. albert@frettabladid.is Hjálmar Árnason um há- skólastigið: Þarf að forgangsraða SKÓLAMÁL Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokksins, seg- ir að pólitísk markmið um hlut- verk háskólastigsins verði að vera skýr sem og hversu háu hlutfalli af þjóðarframleiðslu skuli verja til þess. „Það þarf líka að gera greinarmun á rannsóknarháskól- um og öðrum skólum því þar er mikill munur á.“ Hjálmar segir samkeppni á há- skólastigi vera jákvæða en það þurfi að forgangsraða. „Það stefn- ir í að fjórir skólar kenni lögfræði hér á landi en í Danmörku eru þeir tveir. Tveir skólar kenna verkfræði en fleiri hafa sýnt áhuga á því og við verðum að spyrja: höfum við efni á því?“ Hjálmar telur að það geti verið „stórvarasamt“ að árang- urstengja fjárveitingar til skóla.■ ■ EFNAHAGSMÁL ■ BANDARÍKIN ,, Skýrslu- höfundar undrast að í jafn mikil- vægum og fjárfrekum málaflokki sé engin áþreifanleg heildar- stefna... GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,52 -0,10% Sterlingspund 132,27 -0,21% Dönsk króna 11,89 -0,11% Evra 88,40 -0,14% Gengisvístala krónu 123,02 -0,15% KAUPHÖLL ÍSLANDS -HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 258 Velta 2.900 milljónir ICEX-15 2.978 1,69% MESTU VIÐSKIPTIN Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1.318.900 Actavis Group hf. 677.793 Íslandsbanki hf. 267.311 MESTA HÆKKUN Vátryggingafélag Íslands hf. 10,43% SÍF hf. 4,53% Burðarás 4,08% MESTA LÆKKUN Medcare Flaga -1,54% Afl fjárfestingarfélag hf. -0,86% Kaldbakur hf. -0,71% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.234,3 -0,1% Nasdaq* 1.954,1 -0,6% FTSE 4.381,1 0,5% DAX 3.934,5 0,1% Nikkei 1 1.322,5 -0,6% S&P* 1.115,9 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Á götum hvaða borgar á Spáni fórfram nautahlaup í fyrradag? 2Hvað heitir ráðuneytisstjóri utanrík-isráðuneytisins? 3Í hvaða sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins er íslenska landsliðið í fótbolta? Svörin eru á bls. 22 Sýningartilboð á kanóum sími: 893-5777 Komið og prufið ál-kanóana hjá okkur upp við Hafravatn um helgina laugardag 11–14 og sunnudag 12–16 SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Blómaskór m/glimmer Verð: 1 par 1.290 2 pör 2.000 Sendum í póstkröfu Fiðrildaskór m/glimmer NÝJIR SUMARSKÓR Margir litir. Stærðir 34–41. TOLLAR LÆKKA Góður árangur hefur orðið í samningaviðræðum Íslands og Rússlands varðandi tollaívilnanir landanna á milli. Tekist hefur að ná fram tolla- lækkun á íslenskum sjávarafurð- um og hátæknibúnaði úr tíu pró- sentum niður í þrjú prósent. Gert er ráð fyrir að lækkanirnar komi til framkvæmda á næstu fjórum árum. ■ HÁSKÓLI ÍSLANDS Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort ekki eigi að árangurstengja fjárveitingar við kennslu á háskólastigi. Björgvin G. Sigurðsson: Afdráttarlaus áfellisdómur SKÓLAMÁL „Þetta er nokkuð afdrátt- arlaus áfellisdómur yfir stefnu- og metnaðarleysi stjórnvalda í mál- efnum háskólastigsins,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar um skýrslu ríkisendurskoðunar. Hann segir það undirstöðuatriði að til séu skýr grundvallarviðmið um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að stofnanir geti fengið starfs- leyfi háskóla, annars er hættan sú að háskólahugtakið gengisfalli. Björgvin telur ekki tímabært að líta til árangurstengdra fjárveit- inga. „Til að við stöndum til jafns við önnur Norðurlönd þurfum við að verja um fjórum til átta millj- örðum til viðbótar til háskólastigs- ins. Úr því þarf að bæta áður en lengra er haldið.“ ■ BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Greiningardeild Landsbankans telur verð- stöðugleika vera undir aðgerðum ríkis- stjórnarinar kominn. Greiningardeild Landsbankans: Ríkið fari varlega í skattamálum HVERT ATKVÆÐI SKAL TALIÐ For- setaframbjóðendur demókrata, John Kerry og John Edwards, eru lagðir af stað í fyrsta sameigin- lega kosningaferðalag sitt. Þeir ræddu við stuðningsmenn sína í demókrataflokknum og hétu því að hvert atkvæði skyldi talið. Þeir vísuðu þar til umdeildrar talningar atkvæða í ríkinu í síð- ustu forsetakosningum.■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.