Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 9. júlí 2004 Classic Rock – Ármúla 5 Á Classic Rock færðu frítt inn Pool borð og risaskjáir á staðnum og ódýrar veitingar Alvöru rokk um helgina Fjandakornið spilar föstudags- og laugardagskvöld Splunkunýr staður Aðeins þremur dögum eftir hina mögnuðu tónleika Metallica í Egils- höll steig breska rokksveitin Placebo á svið í Laugardalshöll. Sannarlega erfitt hlutskipti að feta fótspor slíkra meistara og þeir tónleikagestir sem sáu Metallica eflaust enn í gleðivímu og pakksaddir eftir þann skammt. Kannski sýndi það sig í fyrrakvöld því stemningin í salnum var stund- um í daufari kantinum og meira var um að menn kinkuðu kolli í róleg- heitum, stöppuðu niður öðrum fæti og slógu hendi í utanvert lærið. Ef- laust hafði það líka eitthvað að segja að margir höfðu þurft að kaupa miða á Placebo til að tryggja sér miða á Metallica og voru því kannski ekki á meðal hörðustu aðdáenda sveitarinn- ar. Um klukkan hálftíu hóf Placebo leikinn og það af miklum krafti. Upphafsstef Taste In Men fór af stað og trommuleikarinn Steve Hewitt settist á sinn stað og hóf að berja húðirnar. Forsprakkinn Brian Molko gekk næstur á svið og loks gaf Stef- an Olsdal djúpan bassatóninn. The Bitter End af nýjustu plötu sveitar- innar, Sleeping With Ghosts, var næst á dagskrá og Every You Every Me, af bestu plötu Placebo til þessa, Without You I’m Nothing, tók við. Fjögur lög fylgdu í kjölfarið og eftir það talaði Molko loks við áhorf- endur eftir heldur langt þagnarbind- indi. „Thank you. we are Placebo,“ sagði hann og bætti við: „It’s fucking amazing to be here.“ Til að undir- strika þakklæti sitt fylgdi á eftir hver slagarinn á fætur öðrum; nýju smáskífulögin Special Needs, Eng- lish Summer Rain og This Picture ásamt Without You I’m Nothing og Special K. Á þessum tímapunkti hafði Place- bo spilað í klukkutíma og þakkaði sveitin þá fyrir sig. Eftir uppklapp steig hún aftur á svið og við tók Sla- ve to the Wage, besta lagið af Black Market Music. Næst var komið að öðru frábæru lagi, Pure Morning og eftir það var sveitin klöppuð aftur upp. Lauk Placebo síðan dagskránni með laginu sem hún sló í gegn með, Nancy Boy, af sinni fyrstu plötu. Alls spilaði Placebo átján lög og sló vart feilnótu. Spilamennskan var þétt og söngvarinn Molko sýndi hvers hann er megnugur. Tær og kvenlegur hljómur raddarinnar er engum líkur og skapar sveitinni mikla sérstöðu. Þetta voru fínir tónleikar. Auðvit- að er freistandi að bera þá saman við atburðinn í Egilshöll og reyna að gera lítið úr þeim en það er ekki sanngjarnt. Molko og félagar stóðu sig með mikilli prýði og ef eitthvað er að marka aðdáun þeirra á landi og þjóð eiga þeir vafalaust eftir að koma hingað fljótt aftur. freyr@frettabladid.is Molko í fótspor Metallica [ TÓNLEIKAR ] UMFJÖLLUN Placebo spilaði í Laugardalshöll, miðvikudaginn 7. júlí BRIAN MOLKO Söngvarinn Brian Molko var í miklu stuði í Laugardalshöll og söng hvern slagarann á fætur öðrum. MAUS Hljómsveitin Maus hitaði upp fyrir Placebo og náði upp mikilli stemningu. Daníel trommari var í essinu sínu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.