Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 18
Óþægilegt er að vera tilbúinn með hráefni og hafa gleymt að kveikja á ofninum. Kveiktu alltaf á ofninum áður en þú byrjar að elda og passaðu að stilla hann á réttan hita. Kokkurinn knái og bumbulausi sem er stúdentum góðkunnur úr veitingasal Þjóðarbókhlöðunnar, hefur þanið vængi sína og blásið lífi í gamla Top Shop húsið með opnun á nýjum sushi og smárétta- bar. Undir sama þaki er að finna bókabúð, kaffihús, listagallerí og sælkeraverslun en Axel Ó telur Iðuhúsið, eins og það nú nefnist, sannkallað afþreyingahús. „Einmitt það sem vantaði í mið- bæinn. Hér getur fólk notið þess að ná sér í góða bók, gæða sér á sushi eða smáréttum og versla sælkeramat.“ Sowieso, nefnist staður kokksins og merkir „að sjálfsögðu“ á austurrískri þýsku, en þar eru sushi, sticks, tapas og evrópskir smáréttir á boðstólum. „Við erum að vekja splunkunýja stemningu í Reykjavík með stóru langborði þar sem tækifæri gefst til að spjalla við aðra gesti. Þetta er ferlega nýmóðins staður sem fólk getur heimsótt án þess að fara í sparifötin.“ Axel lærði á Hótel Loftleiðum en kynntist sushi þegar hann starfaði á veitingahúsinu Tveir fiskar. „Mig langaði að halda minni eigin stefnu og bjóða uppá sushi í bland við það sem ég hef verið að prófa í veislum.“ Útkom- an varð Sowieso sem hann opnaði ásamt eiginkonu sinni og þjónin- um Jóhönnu Heiðdal. „Hún er líka snilldarkokkur og ef mig langar í rosalega góðan mat bið ég hana um að elda fyrir mig,“ segir Axel stoltur. Í haust hyggjast hjónin opna enn einn reksturinn því á þriðju og fjórðu hæð sama húss verður tekinn í notkun glæsilegur veislu- salur fyrir brúðkaup, ráðstefnur, árshátíðir og aðrar uppákomur. Axel mun einnig annast matar- gerð veisluþjónustunnar en hann kvenkar sér ekki yfir önnum. „Það er mjög krefjandi að reka þrjá staði í einu en ég nýt aðstoð- ar afbragðs matreiðslumanna svo ég þurfi ekki að vera alls staðar á sama tíma.“ Leifur Welding á heiðurinn af hönnun Sowieso sem er opið alla daga frá tíu til tíu. Fyrir forvitna er tilvalið að gera sér ferð þangað í hádeginu og smakka á glæsilegu smáréttahlaðborði. thorat@frettabladid.is Hollt og fljótlegt Sími 481 2665 Kokkur án bumbu, Axel Ó, hreiðrar um sig í Iðuhúsinu: „Ferlega nýmóðins staður!“ Á aðeins einu ári hefur markaðshlutdeild Faxe hér á landi aukist frá því að vera um 1% upp í heil 10%. Salan hefur sumsé tífaldast. Bjórinn hefur verið á hagstæðu verði og einnig verið í hentugum umbúðum. Ferðatösku-pakkningin hefur slegið í gegn frá því að hún kom í sölu í fyrrasumar en þetta er mikil sumarvara enda hentug til ferðalaga innanlands. Taskan inniheld- ur 12 stykki af 33 cl dósum eða sem samsvarar tveimur kippum. Hún er með handfangi og henni fylgir lok fyrir dósirnar. Hún hentar því vel þeim sem vilja skella sér í útilegu um helgar og vilja ekki verða uppiskroppa með bjórinn. Faxe brugghúsið í Danmörku á sér sögu frá árinu 1901 þegar Conrad og Nikoline Nielsen stofnuðu ásamt fjölskyldu sinni brugghúsið Faxe í sam- nefndum bæ á Sjálandi sem átti að sjá heima- mönnum fyrir góðum bjór. Í dag er Faxe eitt stærsta brugghús Norðurlanda og Faxe mest út- flutti bjór á Norðurlöndum. Faxe ferðataska: Kippa með sér tösku! Bjór í útileguna Axel vekur splunkunýja stemningu í Reykjavík með stóru langborði. Verð á einni dós af Faxe í Vínbúðum er kr. 119 og Faxe ferðataskan með 12 dósum kostar því kr. 1.428. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL D I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.