Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 9. júlí 2004 Bikini Celluli-Diet er nýtt sprey frá Dior. Með notkun spreysins verður húðin mýkri, út- línur fágaðri og yfirborð húðar- innar verður sléttara. Árang- urinn stendur ekki á sér og strax eftir fjórar vikur er líkam- inn orðinn mýkri og sléttari. Nýja spreyið frá Dior er tilvalið fyrir þær sem vilja líta betur út í sumarfríinu. ■                   !"" #$% &'()*$+ ! ,-'. "/$ 0  1  2 1 4      5 06 80 " 9 5 :3 ;6       " 2   < 6 0   = 4      0 > 7 7    = ? 6 0   " 2   < 6 0  1  *?@>; 3*A   @1  9@/00 00  0 B 4 0 CCC7 6   7/60             Stórútsala Opið laugardag frá 10–14 „Ég á eina alveg uppáhaldsskó sem ég keypti í Svíþjóð fyrir tveimur árum,“ segir Klara Ósk Elíasdóttir, einn af liðsmönnum stúlknahljómsveitarinnar Nylon. „Uppáhaldsskórnir mínir eru sandalar og ég keypti þá eiginlega bara af því þeir voru svo ódýrir. Ég bjóst ekkert við því að nota þá neitt mikið þegar ég keypti þá. Núna hins vegar nota ég þá rosa- lega mikið. Mér finnst þeir alveg afskaplega flottir því þeir eru all- ir skreyttir pallíettum og lokaðir að framan,“ segir Klara en hún notar sandalana jafnt á sumrin sem veturna. „Stundum þegar var snjór í vetur þá fór ég í öðrum skóm í skólann en tók þessa með mér og skipti svo. Mér finnst mjög þægilegt að vera ekki í nein- um sokkum og í sandölunum þarf ég ekkert að vera í sokkum því sandalarnir hylja alveg tærnar,“ segir Klara. „Síðan á ég rosaflottan uppá- haldsleðurjakka sem ég er nýlega búin að eignast. Ég keypti hann í Sautján og ég er alltaf í honum. Hann er ekta leður og ég fékk hann líka á mjög sanngjörnu verði,“ segir Klara sem hyggst nota leðurjakkann mjög mikið á næstunni. Það er nóg um að vera hjá Nylon-stúlkunum þessa dagana. Þær eru bæði með sjónvarpsþátt á Skjá einum og að skemmta út um allan bæ. Þannig að það er eins gott að Klara sé vel skóuð og í góð- um jakka í öllum ærslaganginum. lilja@frettabladid.is Flestir sækjast eftir unglegu og fersku útliti fram eftir öllum aldri og snyrti- vörubransinn hefur af því miklar tekj- ur að ljá okkur hjálparhönd í þessum efnum. Þegar kaupa þarf vörur sem koma að umhirðu húðarinnar, jafnt á andlit og líkama, skal velja vel og lesa sér til um innihald kremanna. Augun eru oft talin vera speglar sálar- innar og öllum er annt um augun sín. Húðin í kringum augun er viðkvæm og ber að annast hana á annan hátt en andlitið yfir höfuð. Þetta á bæði við um karlmenn og konur. Sérstök krem eru búin til fyrir augn- svæðið með mismunandi áherslur, fyrir þrútin augu, baugaeyðandi, kælandi og mýkjandi, hrukkubana, rakagjafa og svo framvegis. Öll snyrtivörufyrirtæki bjóða upp á augnkrem í húðlínu sinni, flest fleiri en eina tegund svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Húðin kringum augun er viðkvæm ESTÉE LAUDER, Re-Nutriv, virkt augnkrem fyrir eldri konur, lyfting. 4.390 kr. SHISEIDO, Benefi- ance, virkt hrukku- krem fyrir konur komnar yfir miðjan aldur. 4.390 kr. SHISEIDO, Eye soother, mild næring, eyðir baugum og bólgum – fyrir alla. 2.820 kr. AVEDA, augnkrem sem dregur úr þreytumerkjum – fyrir allan aldur. 3.490 kr. CLINIQUE, Daily eye benefits, nærandi fyrir alla. 3.350 kr. DIOR, Iod, mýkjandi fyrir ungt fólk. 2.560 kr. KANEBO, Eye contour balm, virk augnnæring fyrir eldra fólk. 5.890 kr. Á flotta pallíettusandala: Best að sleppa sokkunum Klara keypti uppáhaldssandalana sína því þeir voru svo ódýrir og hefur notað þá mjög mikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Margir eru í sífelldri baráttu við aukakíló- in en augað er þó ekki það þróað að alltaf er hægt að plata það. Klæddu þig í sama litnum frá toppi til táar og þá lítur þú umsvifalaust út fyrir að vera miklu grennri en þú í raun og veru ert. Skærir litir eru mikið í tísku en þó er ekki vænlegt að klæða sig bara í skærgrænt eða appelsínugult. Veldu einhvern góðan lit sem hentar þér en ekki falla samt í það far að vera bara í svörtu allan liðlangan daginn. ■ Jónsi er svo sniðugur að vera í sama litnum frá toppi til táar og lítur út fyrir að vera grennri fyrir vikið. GrenningarbrellaFlott á strönd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.