Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 12
12 9. júlí 2004 FÖSTUDAGUR KVÖLDKLÆÐNAÐURINN KYNNTUR Kvöldkjóllinn sem módelið klæðist er hluti af haustlínu franska hönnuðarins Francks Sorbier sem var kynnt í París í gær. Spænska lögreglan um hryðjuverk: Gagnrýna viðbrögð stjórnvalda MADRÍD, AP Þrír spænskir lögreglu- menn sem unnu að rannsókn sprengjuárásanna í Madríd í mars síðastliðnum, gagnrýndu spænsk stjórnvöld fyrir að fullyrða að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, bæri ábyrgð á þeim í vitnisburði fyrir spænska þinginu í gær. Yfirmaður sprengjudeildar lögreglunnar segir að fullyrðing- ar stjórnarinnar hafi komið fram áður en það lá fyrir hvernig sprengjuefni var notað. Yfirmaður deildar sem sér- hæfir sig í íslömskum hryðju- verkahópum sagði að eftir að deild hans tók við rannsókn máls- ins hafi stjórnvöld áfram haldið því fram að ETA bæri ábyrgð. Þriðji lögreglumaðurinn sagði stjórnvöld hafa hunsað ábending- ar hans um hugsanlega ábyrgð annarra en ETA. ■ Samráðshópur um Elliðaár: Vill minnka veiðiálag UMHVERFISMÁL Samráðshópur um málefni Elliðaánna á vegum borgarráðs leggur til að þeim tilmælum verði beint til veiði- manna í sumar að þeir hlífi laxi sem mest með því að sleppa veiddum laxi. Hópurinn leggst ekki gegn því að áhugasamir taki sér fisk í soðið en vill stefna að því að veiðiálag verði minnkað. Hópur- inn hefur leitað til Stangveiði- félags Reykjavíkur um að til- mælum þessa efnis verði beint til veiðimanna og þeim gefnar leiðbeiningar um hvernig skuli sleppa laxi ósködduðum. Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segist fagna öllum tillögum sem lúta að vernd og viðhaldi vistkerfisins við Elliða- ár og tilmælum þessa efnis verði komið til veiðimanna. „Það verður svo að koma í ljós hvern- ig menn bregðast við þessu.“ Samráðshópurinn leggur einnig til að rennsli úr Elliðaár- virkjun verði stýrt, að úttekt á notagildi settjarna verði hraðað, að styrkveitingu úr fiskræktar- sjóði verði fylgt eftir og að hundrað metra árhelgi verði virt. ■ Austurríki: Forsetinn fallinn frá VÍN, AP Austurrísk stjórnvöld lýstu yfir fjögurra daga þjóðarsorg til minningar um Thomas Klestil, for- seta landsins, sem lést á þriðjudag, tveimur dögum eftir að hann fékk hjartaslag. Þegar Klestil lést voru tveir dagar eftir af seinna sex ára kjörtímabili hans og stutt í að hann hætti störfum á opinberum vett- vangi. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í forsetaskrifstofurnar í Vín þar sem kista Klestils lá frammi. Minn- ingarathöfn um forsetann verður haldin í kapellunni í Hofburg, keis- arahöllinni í miðborg Vínar. Útför hans fer fram á laugardag. ■ ■ MIÐAUSTURLÖND VÍGAMAÐUR SKOTINN Ísraelskir hermenn skutu vopnaðan Palest- ínumann til bana í Balata-flótta- mannabúðunum við Nablus á Vesturbakkanum. Borin hafa ver- ið kennsl á manninn sem er með- limur í Píslarvættissveitum al- Aksa, palestínskra vígasveita. VEGFARENDUR SLÖSUÐUST Þrír vegfarendur særðust þegar ísra- elsk herþyrla skaut flugskeytum að bíl í Gazaborg á Gazasvæðinu. Bíllinn skemmdist nokkuð en mennirnir sem voru um borð sluppu ómeiddir. Trjákurlari fyrir stærri greinar og tré Hentar fyrir allt að 30 cm þykka stofna. Tengjanlegur við dráttarkrók. Opið virka daga frá 8-18. Lokað um helgar. Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelaleigan.is Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardag 10-14.30 Opið laugardag 10-14.30 Glænýr villtur lax Stór humar og mikið úrval af fiski tilbúnum á grillið FRÁ ELLIÐAÁM Markmið samráðshópsins er að stuðla að sjálfbæru vistkerfi í ánum. MADRÍD HINN 11. MARS Sprengingarnar í lestum borgarinnar urðu um 190 manns að bana. WASHINGTON, AP Bandaríska rann- sóknarnefndin sem hefur rann- sakað aðdraganda hryðjuverka- árásanna 11. september segist standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að al-Kaída hafi haft mjög tak- mörkuð samskipti við Írak fyrir árásirnar. Forsvarsmenn hennar segja ennfremur að ekki verði annað séð en að nefndin hafi haft aðgang að sömu skjölum og Dick Cheney varaforseti. Cheney, sem hefur gert mikið úr samskiptum al-Kaída og Íraka, hafði sagt að líklega hefði hann haft aðgang að meiri gögnum en nefndin. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að Írakar og al-Kaída hefðu ekkert samstarf haft. Stuðningur Íraksstjórnar við al- Kaída var þó ein af réttlætingum Bandaríkjastjórnar fyrir því að gera innrás í Írak. Niðurstöður nefndarinnar komu sér því illa fyrir stjórnvöld. Cheney gagn- rýndi fjölmiðla fyrir að snúa út úr niðurstöðunum og gera meira úr muni á niðurstöðum nefndar- innar og yfirlýsingum stjórn- valda en ástæða væri til. ■ Nefndin sem rannsakaði 11. september: Stendur við yfirlýsingarnar VARAFORSETI BREGÐUR Á LEIK Cheney kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik barna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.