Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 22
Þegar sápustykkin eru alveg að verða búin og of lítil til að nota ein og sér þá er tilvalið að ýta þeim á hliðar nýju sápustykkjanna. Þannig er allt nýtt og peningur sparaður. Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Sumartilboð Amerískar lúxux heilsudýnur – Betra verð, betri gæði – sími 568 6440 Allt í eldhúsið Keramikgallery ehf, Dalvegi 16b, 200 Kópavogi, s: 544-5504 Málið sjáf fallega innflutningsgjöf Opið alla virka daga frá kl. 10.00-18.00 Uppáhaldshornið: Gægist oft út um gluggann „Við eldhúsgluggann er tví- mælalaust uppáhaldsstaðurinn minn á heimilinu,“ segir Ingi- björg Þórisdóttir, fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðar- leikhússins og horfir dreymin út um gluggann. „Hér er stutt í kaffikönnurnar mínar, bollana og allt mitt kaffidót enda er ég mikil kaffikona. Þegar ég er svo komin með kaffið horfi ég beint út í garðinn og get fylgst með dóttur minni að leik, fólki að koma og fara og bara sumri- nu. Það er allskonar dót í glugg- anum sem mér er kært, til dæmis 150 ára gömul hitaflaska sem mér áskotnaðist eftir gamla breska konu, krukka sem ég keypti á Prince Edward Island í leikferð með Brynju Ben., teketill sem mér var gef- inn af góðum hug, marmara- mortélið mitt sem ég hef aldrei notað en er alltaf á leiðinni að nota. Svo gaf amma mín mér einu sinni lítinn kaktus sem er alltaf þarna í gluggakistunni og hlýtur að vera löngu dáinn en dóttir mín er búin að skreyta undirskálina með kuðungum og steinum sem hún hefur fundið og það gefur bæði kaktusinum og gluggakistunni enn meira gildi.“ Saumað út í sumarfríinu: Krosssaumur og afturstingur Margar hagar konur nota sumar- fríið til hannyrða. Njóta þess að sitja úti á góðviðrisdögum og inni á rigningardögum, annað hvort á heimilinu eða í sumarbústaðnum, og prjóna, hekla eða sauma út. Eitthvað sem þær hefur dreymt um allt árið að fá tíma til að ljúka við eða fitja upp á nýju. Meðal þ e s s sem létt er á h ö n d - um og a u ð - v e l t er að eiga við er útsaumur í viskastykki og dúka sem síðan lífga upp á heimilið. Efnið fæst tilsniðið í hannyrðabúðinni Erlu við Snorra- braut. Það er úr 50% bómull og 50% hör og heldur sér því vel. Hægt er að velja úr þremur mis- munandi litum og mörgum mynstrum. Aðferðin er kross- saumur og afturstingur. Ingibjörg geymir alls konar dót í glugganum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Dúkarnir eru 90X90 sm að stærð og kosta 2.975 en viskastykkin eru 50X90 sm og kosta 1.775. Fást í Erlu við Snorrabraut.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.