Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.07.2004, Qupperneq 8
13. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Háskólinn ber ekki skaðann af göllum náttúrufræðihúss: Óljóst hver ber ábyrgð á skemmdunum NÝBYGGING Byggingarnefnd Háskóla Íslands hefur ráðið verkfræðistof- una Línuhönnun til að rannsaka skemmdir á klæðingu náttúrufræði- hússins Öskju í Vatnsmýrinni. Óljóst er hver ber ábyrgðina. Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Línuhönnunar, segir rannsóknina rétt að hefjast. Haft hafi verið sam- band við tæringasérfræðinga hjá Iðntæknistofnun sem ætli að skoða málið í ágúst, eftir sumarfrí. Eins og Fréttablaðið greindi frá 7. júlí er klæðning hússins að gefa sig. Bygg- ing hússins hófst árið 1997 og kennsla í húsinu þann 7. janúar síð- astliðnum. „Það eru greinilega skemmdir í klæðningunni og það þarf að finna leiðir til þess að stöðva þær og laga,“ segir Ríkharður. Ríkharður segir að rannsóknin beinist að öllum þeim þáttum sem geti valdið skemmdunum, þá helst að festingum klæðningarinnar svoköll- uðum hnoðum sem og hvort málning- in hafi sprungið á þeim og hleypt að raka og salti. „Í fyrsta lagi þurfum við að finna út hvað þarf að gera og hvernig hægt er að laga þetta. Í framhaldinu verð- ur til einhver viðgerðarkostnaður og skoða þarf hver beri ábyrgð á hon- um. Hvort sem það eru hönnuðir, verktakar eða aðrir þá eru þeir tryggðir fyrir svona skakkaföllum. Það er ekki þannig að húsbyggjandi sitji uppi með svona skaða.“ ■ Framúrkeyrslur óásættanlegar Ríkisendurskoðun segir framúrkeyrslu í fjárlögum mun algengari á Ís- landi en í nágrannalöndunum. Samneysla hækkaði um 7,1 prósent árið 2003 en fjárlög gerðu ráð fyrir um eins prósents hækkun. EFNAHAGSMÁL Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjár- lagaliða hjá ríkinu vera óásættan- lega. Þar segir að í nágrannalönd- unum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prós- entum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurs- koðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óásættan- lega enda „gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallal- ausan rekstur.“ Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjár- heimildum undanfarin ár. „Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnun- um ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda,“ segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög árs- ins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 millj- arða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um eins prós- ents hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósents hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljörðum króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuld- bindinga 32 milljarða af því. thkjart@frettabladid.is Tollverðir umkringdu tengdason Jóns Baldvins Marco var vaktaður í Íslandsför – hefur þú séð DV í dag? Eigum laust fyrir hópa í júlí og ágúst Nánari upplýsingar og tilboð í síma 897-1189 og imi@khi.is. NÁTTÚRUFRÆÐIHÚSIÐ ASKJA Samkvæmt heimildum blaðsins veldur hönnunargalli því að alusink klæðning, sem er stálklæðning húðuð með áli og sinki, er að tærast upp. Háskólinn lætur rannsaka málið. FJÁRMÁLARÁÐHERRA KYNNIR FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ FYRIR 2004 Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að fjárlög fyrir árið 2003 hafi gert ráð fyrir 3,8 milljarða króna afgangi en reyndin var 9,1 milljarðs króna halli. Margir fjárlagaliðir fara langt fram úr heimildum. Einar Oddur Kristjánsson: Launamál helsti veikleiki ríkisfjármála EFNAHAGSMÁL Einar Oddur Kristjánsson, varaformað- ur fjárlaganefndar Alþing- is, segir að niðurstöður Rík- isendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga árið 2003 komi sér ekki á óvart. Hann segir stærsta veikleikann í ríkisfjármálum vera fólg- inn í launakerfinu. „Það er mjög margt rétt í þessu og komur okkur ekki á óvart. Stærsti veik- leikinn í þessu, og hefur legið fyrir árum saman, er hvernig staðið er að launamálum. Fyrirkomulag launamála er stóri veikleikinn í ríkisfjármálum Íslands,“ segir Einar Oddur. Hann segir að núverandi kerfi sé ómögulegt í fram- kvæmd og að ríkisforstjórar hafi ekki nægilega sterka stöðu til þess að hafa stjórn á launamálum. „Þetta er stóra málið og þetta er aðalorsök hækkunar samneyslunnar,“ segir Einar Oddur. Hann segir að þrátt fyrir að ýmsir sigrar hafi verið unnir í stjórn ríkisfjármála á undanförnum árum þá sé sums staðar enn agaleysi „sem ekki eigi að líða“. ■ EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.