Fréttablaðið - 13.07.2004, Síða 9

Fréttablaðið - 13.07.2004, Síða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 13. júlí 2004 útsala debenhams afsláttur af völdum vörum S M Á R A L I N D komdu og ger›u gó› kaup ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 52 05 7/ 20 03 Afgreiðslutími mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 50% Samtök verslunar og þjónustu: Lítil áhersla á þjónustu ATVINNULÍF Á undanförnum árum hefur fjölda fólks sem starfar í verslun og þjónustu fjölgað hratt samkvæmt fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu . Samtímis hefur hlutfall þeirra sem vinna í frumframleiðslugreinum og iðn- aði lækkað. Í fréttabréfinu segir að þrátt fyrir að nú starfi 71% þjóðarinnar við verslun og þjónustu sé áhersla yfirvalda, til dæmis í menntamál- um, ónóg um þennan þátt. Á það er bent að um þrisvar sinnum fleiri Íslendingar starfi í smásölu- verslun heldur en í landbúnaði en þó sé starfrækt sérstakt ráðu- neyti um landbúnað og þrír skólar á háskólastigi en enginn fyrir verslun. ■ Ferðamanna leitað í Ás- byrgi: Fundust heilir á húfi BJÖRGUNARLEIT Tveir erlendir ferðamenn sem villtust í Ás- byrgi við Jökulsárgljúfur á sunnudag komu í leitirnar seinna um kvöldið. Mennirnir voru voru hluti af sextán manna hóp sem var á ferð um Ásbyrgi um daginn en urðu viðskila frá félögum sínum. Klukkan átta um kvöldið hafði hópurinn samband við landverði í Ásbyrgi sem tilkynnti málið til lögreglunnar á Húsavík. Klukkan níu ræsti lögreglan út björgunar- sveitir frá Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og leituði um 25 manna lið að ferðamönnunum. Skömmu eftir klukkan tíu komu ferðamennirnir sjálfir fram heil- ir á húfi. Veður var ágætt, tíu stiga hiti, hæg norðvestan átt og súld. ■ Írak: Þrír dæmdir til dauða KARBALA, AP Í Karbala hafa þrír menn verið dæmdir til dauða. Þetta eru fyrstu dauðarefsing- arnar sem írösk stjórnvöld hafa fellt yfir þegnum sínum frá því Bandaríkin og bandamenn þeir- ra létu af stjórninni í Írak í lok júní. Tveir mannanna voru dæmd- ir fyrir morð á sex fjölskyldu- meðlimum. Hinn þriðji var dæmdur fyrir að nauðga og myrða dóttur sína. Hernámslið Bandaríkjanna felldi dauðarefsingar úr gildi á meðan hún fór með stjórn í land- inu en yfirvöld í Írak hafa gefið sterklega í skyn að harðari refs- ingar verði teknar upp að nýju nú þegar sjálfsstjórn hefur ver- ið komið á. ■ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Margt gagnlegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra seg- ir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið, þar sem stjórn- völd eru hvött til skýrari stefnumót- unar, muni gagnast vel í stefnumót- unarvinnu innan menntamálaráðun- eytisins. „Það er margt mjög gott í þess- ari skýrslu og ég vil undirstrika það. Það er alls ekki þannig að ég sé ósátt við allt í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Það sem ég er einfaldlega ekki sammála er að það vanti stefnu í málefnum háskólanna,“ segir Þor- gerður Katrín. Hún segir að undanfarin ár hafi stefnan í málefnum háskólanna ver- ið mjög skýr. „Hún hefur haft það markmið að auka samkeppni, auka valfrelsi og auka fjölbreytni í há- skólamálum. Og við erum búin að ná þeim árangri að það er komin fín samkeppni, fjölbreytni og val- frelsi,“ segir hún. Hún segir að frá árinu 2000 hafi fjöldi háskólanema tvöfaldast og því sé líklegt að slíkri sprengingu hafi fylgt ákveðnir vaxtarverkir. „Ég hef fagnað því sem segir í skýrslunni að það eigi að leggja aukna áherslu á gæðaeftirlit. Ég held að það sé rétta skrefið sem við erum að taka, að leggja aukna á- herslu á gæðamálin í skólunum,“ segir Þorgerður Katrín. ■ Skonnortan Martha ferst: Tveir drukkna í ká- etum sínum SJÓSLYS Tveir drukknuðu eftir að danska skonnortan Martha sökk á Kattegat aðfaranótt sunnudags. Björgunarsveitir náðu sautján manns í land, en kafarar fundu þau sem drukknuðu í káetum sínum. Þau látnu voru skipstjórinn og ung kona. Það var seint á laugardagskvöld að hjálparbeiðni barst frá skonnort- unni vegna sprungu í skipsskrokkn- um og var sjór farinn að vætla inn. Björgunarsveitir héldu strax af stað til skipsins en um hálfeitt fór skipið að sökkva hratt og björgun tókst naumlega. Hvassviðri og mikill öldugangur gerðu köfurum ómögu- legt að komast niður í skipið til að leita þeirra tveggja sem var saknað. Það var svo seint í gær að líkin tvö fundust. Martha var seglskip, sjósett árið 1900 en fékk mótor árið 1923. Frá 1997 var Martha leigð út fyrir sam- kvæmi. ■ SEGLSKIPIÐ MARTHA LIGGUR NÚ Á HAFSBOTNI Martha vó 51 tonn og var 32 metra langt og 5,5 metra breitt seglskip. Mesta hæð masturs var 23 metrar. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARS- DÓTTIR Er ósammála skýrslu Ríkisendurskoðunar um að stefnuleysi hafi ríkt en telur skýrsl- una muni gagnast vel til stefnumótunar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.