Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 6
6 27. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Spár um hagnað Íslandsbanka: Búist við milljarði á mánuði VIÐSKIPTI Íslandsbanki birtir upp- gjör sitt í dag fyrir fyrri helming ársins. Íslandsbanki er fyrstur bankanna til að birta uppgjör. Hinir tveir birta uppgjör sín á fimmtudag. Búist er við góðum uppgjörum fjármálafyrirtækja, enda umhverfið verið þeim hag- stætt að undanförnu. Landsbanki og KB banki hafa birt spár um hagnað Íslandsbanka. Þar er gert ráð fyrir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi verði 1,7 til 1,8 milljarðar króna. Afkoma Íslandsbanka fyrstu þrjá mánuði ársins var afar góð eða 4,5 milljarðar króna. Greiningardeild- ir bankanna gera því ráð fyrir að afkoma bankans fyrstu sex mánuði ársins verði 6,3 til 6,4 milljarðar króna. Gengishagnaður af verðbréfa- eign átti stóran þátt í miklum hagn- aði á fyrsta ársfjórðungi. Áfram er búist við góðum gengishagnaði síð- ustu þrjá mánuði, en búist er við að hlutfall gengishagnaðar af heildar- hagnaði verði mun lægri en á fyrsta ársfjórðungi. ■ Þúsund látnir í flóðum Nær þúsund manns hafa látið lífið í miklum flóðum í Suður-Asíu síðasta mánuðinn. Um tveir þriðju hlutar Bangladess eru undir vatni og eru flóðin þar þau verstu í tæpan áratug. ASÍA, AP Nærri þúsund manns hafa látið lífið í monsúnflóðum í Suður- Asíu sem staðið hafa yfir síðan í lok síðasta mánaðar. Verst er ástandið í Bangladess þar sem nær þrjú hundruð hafa látið lífið og á Indlandi þar sem tala látinna er á milli fimm og sex hundruð. Einnig hafa rúmlega hundrað Nepalir og nokkrir Pakistanar lát- ist. Flóðin eru árlegur viðburður og urðu 1.500 manns að bana frá júní og fram í október á síðasta ári. Margir telja þó flóðin í ár óvenju slæm. Flóðin virðast þó sumstaðar í rénun og reynt verð- ur að koma í veg fyrir sjúkdóma- faraldra af völdum flóðanna á næstu vikum. Tveir þriðju hlutar Bangladess eru undir vatni en þar létust 58 í gær þegar ár í nágrenni höfuð- borgarinnar Dakka flæddu yfir bakka sína. Flóðin eru þau verstu í Bangladess í tæplega áratug og hafa áhrif á líf um tuttugu millj- óna. Vatn þekur nær helming höf- uðborgarinnar en þar búa um tíu milljónir. Meðal hverfa sem rýmd hafa verið er helsta verslunar- hverfi bogarinnar. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir að ár flæði yfir bakka sína og vinna verkamenn og sjálf- boðaliðar hörðum höndum að því að stafla upp sandpokum til þess að mynda flóðgarða. Einnig hefur verið reynt að koma matvælum, lyfjum og fatnaði bæði til stranda- glópa og þeirra sem neyðst hafa til þess að yfirgefa heimili sín og leita skjóls í opinberum bygging- um. Helstu dánarorsakir af völdum flóðanna eru drukknun, raflost af völdum eldinga eða ónýtra raf- magnstækja auk þess sem fjöldi smitsjúkdóma hafa skotið upp koll- inum og kostað fjölda mannslífa. helgat@frettabladid.is RÚMUM HUNDRAÐ ÞÚSUNDUM BOÐIÐ Meira en hundrað þúsund manns verður boðið til opnunar bókasafns og safns Bills Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, í Little Rock í Arkansas þann 18. nóvem- ber. Ekki er búist við að allir sem boðið er mæti til opnunarinnar en þrátt fyrir það er búist við því að þröng verði á þingi. HUNSAR HÓTANIR UM HRYÐJUVERK Forsætisráðherra Ástralíu lýsti því yfir í gær að hótanir um hryðju- verkaárásir frá meintum armi al- Kaída hryðjuverkasamtakanna verði hunsaðar. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld Spánar og Filippseyja fyrir að draga til baka herlið sín frá Írak, Spánverjar eftir hryðjuverka- árásir í Madrid og Filippseyingar til að frelsa gísl íraskra vígamanna. ■ ERLENT GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,43 0,24% Sterlingspund 131,57 0,70% Dönsk króna 11,68 0,10% Evra 86,87 0,10% Gengisvísitala krónu 121,47 0,21%. KAUPHÖLL ÍSLANDS HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 152 Velta 1.211 milljónir ICEX-15 3.039 -1,45% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 586.857 Straumur fjárfestingarbanki 491.477 Össur hf. 50.507 Mesta lækkun Kaupþing Búnaðarbanki hf. -2,44% Íslandsbanki hf. -2,20% Kaldbakur hf. -1,43% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.945,1 -0,17% Nasdaq * 1.834,8 -0,77% FTSE 4.287,0 -0,91% DAX 3.752,6 -1,18% NIKKEI 11.159,6 -0,25% S&P * 1.082,0 -0,39% *Bandarískar vísitölur kl. 18.30 VEISTU SVARIÐ? 1Hverjir sigruðu á Íslandsmótinu íhöggleik sem fór fram á Garðavelli á Akranesi? 2Hvað heitir fyrirtækið sem á Austur-bæjarbíó? 3Hverju mótmæltu þeir sem mynduðukeðju frá Gaza til Jerúsalem? Svörin eru á bls. 22 ENGAR HÆKKANIR Ekkert félag hækkaði í verði í Kauphöll Ís- lands í gær. Viðskipti voru ekki mikil en mest með bréf í KB banka og Straum. ÓVISSIR UM STRAUM Þótt Straumur fjárfestingarbanki hafi skilað ríflega ellefu hundruð milljóna hagnaði á fyrsta ársfjórð- ungi telur greiningardeild KB banka að verð félagsins sé hærra en bankinn getur staðið undir. SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ ÍSLANDSBANKA Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: KB banki 1.840 milljónir Landsbankinn 1.730 milljónir BÚIST VIÐ GÓÐU UPPGJÖRI Greiningardeildir bankanna búast við að Bjarni Ármannsson og hans lið í Íslands- banka skili góðu búi fyrstu sex mánuði ársins. Gert er ráð fyrir að hálfsárshagnað- ur bankans verði yfir sex milljarðar króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ VIÐSKIPTI ■ NORÐURLÖND M YN D /A P EIGURNAR FLUTTAR Íbúar flytja eigur sínar frá heimili sínu í höfuðborg Bangladess, Dakka, sem er undir vatni. Tala látinna í flóðunum í Suður-Asíu er farin að nálgast þúsundið. STRÆTIN VAÐIN Kona veður stræti Dakka, til þess að komast leiðar sinnar um helgina. Nær helmingur borgarinnar er undir vatni. Á KAFI Ungur drengur reynir að bjarga eigum sín- um úr klóm flóðanna sem valda því að tveir þriðju hlutar Bangladess eru undir vatni. GLÆPAHRINGUR HANDTEKINN Danska lögreglan hefur handtek- ið sjö menn sem eru taldir hafa framið sextán rán frá í júlí 2002 til ársloka 2003. Ræningjarnir höfðu andvirði um 30 milljóna ís- lenskra króna upp úr krafsinu og eru sagðir hafa eytt því í spilavít- um, í kaup á dýrum bílum og her- bergi á dýrum hótelum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.