Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 7
Frábær tilboð fyrir verslunarmannahelgina Kauptu gæðavörur hjá fagmönnum á frábæru verði Öll tjöld fyrir ferðalagið fást í Tjaldalandi við Umferðamiðstöðina. T J Ö L D : S V E F N P O K A R : D Ý N U R : Kúlutjöld Kúlutjöld í útileguna á frábæru tilboði. Dæmi: High Peak Bonito Pro 2 Verð áður: 9.990 kr. Tilboð: 5.990 kr. Mountain Eagle 4 season Góður svefnpoki í sumarútileguna. Mesta kuldaþol: -12°C. Verð áður: 5.990 kr. Tilboð: 2.990 kr. Vindsæng Tvíbreið með velúráferð. Verð áður: 4.990 kr. Tilboð: 2.990 kr. Buffalo Viper 1400 Dúnpoki á fiberpokaverði. Fyrirferðarlítill og léttur dúnpoki í gönguferðina. Þyngd: 1,4 kg. Mesta kuldaþol: -23°C. Verð áður: 16.990 kr. Tilboð: 10.990 kr. High Peak Dakota 5 Frábært fjölskyldutjald með stóru fortjaldi sem opnast á tvo vegu. Mesta hæð: 200 sm. Verð áður: 34.990 kr. Tilboð: 19.990 kr. Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 53 75 07 /2 00 4 ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 2004 Stoðtækjafyrirtækið Össur: Uppgjör birt í dag Sýknaður af fjárdrætti Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans íhugar að áfrýja dómi um skjalafals. Hann var sýknaður af tæplega 30 milljóna fjárdrætti. Í RÉTTARSAL Jón Árni Rúnarsson var sýknaður af ákæru um tæplega 29 milljóna króna fjárdrátt af end- urmenntunargjaldi þegar hann starfaði sem skólastjóri Rafiðnaðarskólans. DÓMSMÁL Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnað- arskólans, var sýknaður af annarri ákæru af tveimur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón Árni var sýknaður af 28.784.170 króna fjárdætti af end- urmenntunargjaldi skólans frá febrúar 1994 til nóvember 2001. Hann var sakfelldur af ákæru um skjalafals og fjársvik; að hafa breytt greiðslukvittun fyrir mál- verk úr 150 þúsundum í 450 þús- und og látið færa andvirðið til tekna í bókhaldi Viðskipta- og tölvuskólans, þar sem hann var einnig skólastjóri. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Jón Árni er ánægður með sýknudóminn enda hafi hann ver- ið með samninga sem lögregla staðfesti að sanni sakleysi hans. Hann er hissa á sakfellingunni. „Þarna er verið að tala um fjár- muni sem aldrei fóru inn á ávís- anareikning minn. Aldrei inn á launareikning minn. Aldrei inn á bankabók mína og ég hef aldrei fengið greitt. Þetta er fært inn á viðskiptareikning minn hjá Við- skipta- og tölvuskólanum í lok árs þegar launin mín eru gerð upp sem 769 þúsund til mín. Eiginlega í dóminum er sagt að ég hefði átt að vita að bak við þessi 769 þús- und stæðu 450 þúsund sem ég vissi aldrei af,“ segir Jón Árni. „Umsvifin hjá mér eru svo mikil á þessum tíma. Ég er skóla- stjóri í þremur skólum, ég sit í samninganefnd við yfirtöku á Tækniháskóla Íslands, ég er for- maður Námsgagnastofnunar. Ég er með 50 manns í fastri vinnu þar af fimm í bókhaldi og ég er dæmdur fyrir það að hafa ekki fylgst með bókhaldinu. Það segir sig sjálft að hvorki framkvæmda- stjóri, forstjóri eða skólastjórar liggja yfir hverri einustu nótu,“ segir Jón Árni. Hann hugsi nú um hvort rétt sé að áfrýja dómnum. „Auðvitað vil ég hreinsa mitt mannorð. Þessir menn eiga ekki krónu inni hjá mér en ég á tölu- vert inni hjá þeim sem ég mun sækja. Ég er einmitt að hugsa um að áfrýja þessum hluta sem snýst um þessi 450 þúsund, aðeins til að hreinsa mitt mannorð.“ Jón Árni segir heiður sinn mjög hafa skaðast frá því að mál- ið kom upp. „Ég er búinn að sækja um störf nú í tvö og hálft ár og það hefur verið sagt við mig: Það þýð- ir ekki að ræða við þig. Þú ert sak- aður um fjárdrátt og við verðum að fá niðurstöðu í það.“ gag@frettabladid.is UPPGJÖR Stoðtækjafyrirtækið Öss- ur birtir uppgjör sitt í dag. Af- koman á fyrsta ársfjórðungi var betri en greiningardeildir bank- anna höfðu spáð. Össuri er spáð hagnaði á bilinu 2,2 til 3,3 milljónir dollara eða 157 til 236 milljónir króna. Uppgjörs- mynt Össurar er Bandaríkjadoll- ar. Erfiðleikar einkenndu síðasta rekstrarár Össurar, en afkoma fyrsta ársfjórðungs gaf fyrirheit um að þeir væru að baki. Markað- urinn bíður þess að uppgjörið í dag staðfesti þá þróun. ■ SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ ÖSSURAR Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: KB banki 226 milljónir Landsbankinn 157 milljónir Íslandsbanki 236 milljónir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA JÓN ÁRNI RÚNARSSON Þegar hann starfaði sem skólastjóri þriggja skóla, Rafiðnaðarskólans, Viðskipta- og tölvuskólans og Margmiðlunarskólans, ásamt því að vera formaður Námsgagna- stofnunar. Hann hefur leitað atvinnu í rúm tvö ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.