Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 2
2 27. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Veðrið um verslunarmannahelgina: Tölvur spá vætu suð-vestanlands VEÐUR Samkvæmt tölvuspám, eink- um frá Danmörku og Bretlandi, er gert ráð fyrir vætusömu veðri sunn- an- og vestanlands um verslunar- mannahelgina. Norðlendingar og Austfirðingar fái hins vegar blíðuna. Samkvæmt fjöldægraspá sem nær sex daga fram í tímann og sem veðurstofan styðst við fram á mið- vikudaginn er gert ráð fyrir suðlæg- um áttum um helgina. Með henni berst rigning með köflum eða skúrir inn á Suður- og Vesturland, svo og Vestfirði. Skýjað verður með köfl- um og úrkomulítið Norðaustan- lands. Hiti verður 10–18 stig, hlýjast á Norðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er misjafnt hversu tölvunum sem senda inn spárnar, ber saman um veður komandi daga. Að þessu sinni eru þær býsna sam- hljóða, sem þykir gefa vísbendingar um að þessi spá gangi nokkurn veg- inn eftir um þessa miklu ferðahelgi. Veðurstofan mun gefa út sér- staka spá fyrir verslunarmanna- helgina frá og með morgundeginum, sem verður væntanlega nákvæmari og landshlutatengdari.■ Sumarsala á bók- um eykst stöðugt Ekki er langt síðan bókasala á Íslandi var næstum einskorðuð við jólin. Nú kaupa fleiri bækur á sumrin og hefur kiljuformið notið sívaxandi vinsælda hjá útgefendum og lesendum. VIÐSKIPTI Mikil aukning hefur orð- ið á bókaútgáfu að sumri til á síð- ustu árum. Útgefendur segja helstu breytinguna felast í því að meiri áhersla er lögð á að gefa út kiljur og að neytendur kaupi í auknum mæli bækur í því formi til að lesa yfir sumartímann. Um tíu þúsund eintök hafa selst af íslenskri þýðingu á met- sölubókinni „Da Vinci lykillinn“ í sumar en bókin kom út á kilju- formi í vor. Bók Þráins Bertels- sonar „Einhvers konar ég“ hefur einnig selst mjög vel í kiljuformi í sumar þrátt fyrir að ekki sé nema hálft ár síðan hún kom fyrst út og seldist í um tíu þúsund eintökum. Bókaútgefendur telja að lands- lagið á bókamarkaði sé að breyt- ast hratt. Bókaútgáfan Bjartur gaf út tvær nýjar skáldsögur í sumar. „Við höfum verið að gera tilraunir með þessa vorútgáfu og erum bara mjög ánægðir með það,“ segir Jón Karl Helgason hjá Bjarti. Hjá JPV útgáfu segir Egill Jó- hannsson að sumarvertíðin sé að verða veigameiri þáttur hjá bóka- útgáfum. Hann segir að JPV hafi byrjað á sérstöku kiljuátaki fyrir fjórum árum og upp frá því hafi landslagið breyst. Sú sumarbók sem vakið hefur mesta athygli hjá JPV er vafalaust nýútkomin bók Ómars Ragnarssonar um Kára- hnjúkavirkjun en nú er verið að dreifa henni í bókabúðir í annað sinn. Um eitt þúsund eintök af bókinni hafa farið út. Egill segir hugarfarsbreytingu hafa átt sér stað í íslenskri bóka- útgáfu. „Oft var það þannig að í kilju settu útgefendur það sem þeir treystu sér ekki til að gefa út innbundið. Þannig að kiljurnar voru mjög misleitar,“ segir hann. Nú sé hins vegar gefið út mun vandaðra efni á kiljuformi. Rakel Pálsdóttir hjá Eddu seg- ir kiljusölu hafa aukist mjög. Hún segir að fólk sé farið að taka við sér og að fólk sem kaupi kiljur á sumrin sé gjarnan að kaupa bæk- ur sem það vill sjálft lesa en jóla- bókasalan einkennist af því að fólk kaupi bækur handa öðrum. „Við leggjum töluverða áherslu á að gefa út góðar kiljur yfir sumar- tímann. Þetta var daufur tími en það hefur breyst,“ segir Rakel. thkjart@frettabladid.is Saddam Hussein: Skrifar ljóð í fangelsinu LONDON, AP Saddam Hussein eyðir tíma sínum í fangelsi í að skrifa ljóð, rækta upp garð og lesa Kór- aninn. Hann virðist þó niðurdreg- inn og einmana enda fær hann ekki að umgangast aðra fanga. Mannréttindaráðherra Íraks heimsótti Saddam í fangelsið og sagði hann líta út fyrir að vera við góða heilsu. Hann sýndist þó þróttlítill og raunamæddur. Saddam má ekki fylgjast með fjölmiðlum en hefur þó aðgang að fjölda bóka í fangelsinu, aðallega ferðabókum og skáldsögum. ■ “Austurbæjarbíó er svo miklu miklu meira en bara bíó.“ Steinunn Birna Ragnarsdóttir er formaður Holl- vinasamtaka Austurbæjarbíós. Til stóð að rífa Austurbæjarbíó en nú hefur verið hætt við þau áform. Nokkur ár eru síðan hætt var að sýna kvik- myndir í hinum sögufræga kvikmyndasal. SPURNING DAGSINS Steinunn Birna, er nokkuð skemmti- legt lengur að sjá í Austurbæjarbíói? Jón Gerald Sullenberger: Mættur í skýrslutöku RANNSÓKN Jón Gerald Sullen- berger hefur verið boðaður í skýrslutöku fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutakan er vegna lögreglurannsóknar á forsvarsmönnum Baugs að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarps. Jón Gerald kom hingað til lands í gær og sagði í samtali við fréttastofu útvarps að yfirheyrsl- urnar færu fram fyrir dómi þar sem um það væri kveðið í sam- komulagi hans og Baugsmanna. Alla jafna fara yfirheyrslur sem þessi fram hjá lögreglu. Ekki náðist í Jón Gerald í gær- kvöldi og lögmaður hans vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið. ■ EKKI BARA JÓLABÓKAFLÓÐ Bókaútgefendur segja að landslagið á bókamarkaði sé breytt. Nú kaupi fólk meira af bók- um fyrir sig sjálft og lesi þær í sumarfríinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HELGARVEÐUR Svo gæti farið að fólk á Suður- og Vestur- landi þyrfti að grípa til regnhlífanna um verslunarmannahelgina, meðan veðrið leikur við Norðlendinga og Austfirðinga. Magnús Kristinsson: Kaupir í Straumi VIÐSKIPTI Magnús Kristinsson, útgerð- armaður úr Vestmannaeyjum, keypti í gær tíu milljón hluti í Straumi fjár- festingarbanka á genginu 7,55. Magn- ús er einn stærsti hluthafi í Straumi. Hann og félög í hans eigu eiga nú um sextán prósent í Straumi. Straumur skilaði í gær þriggja mánaða upp- gjöri. „Þetta er gott félag sem hagnast vel. Það er ekki dapurt að sjá hagnað upp á 3,2 milljarða á fyrstu sex mán- uðum ársins,“ segir Magnús og bætir við: „Það er ekkert hægt að gera betra við peningana sína en að koma þeim undir hendur þessa stórkostlega fólks.“ ■ SADDAM HUSSEIN Fæst meðal annars við ljóðaskrif í fangels- inu og hefur skrifað ljóð um George Bush Bandaríkjaforseta. Uppljóstrari: Settur í ferðabann JERÚSALEM, AP Hæstiréttur Ísraels setti í gær hömlur á ferða- og tjáningarfrelsi Ísraelsmannsins Mordechai Vanunu sem ljóstraði upp um kjarnaofn Ísraelsmanna árið 1986. Vanunu lauk afplánun átján ára fangelsisdóms í apríl en öryggis- stofnun Ísraelsríkis tók ákvörðun um að honum yrði ekki leyft að yf- irgefa landið né ræða við erlenda fjölmiðla. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun væri réttlætanleg þar sem Van- unu byggi enn yfir ríkisleyndar- málum. ■ MORDECHAI VANUNU Ljóstraði upp um kjarnaofn Ísraelsmanna og má nú hvorki yfirgefa Ísrael né ræða við erlenda fréttamenn. BRETLAND Höfrungar og selir eru meðal þeirra dýrategunda sem hafa endurnýjað heimkynni sín í Thames-ánni í London. Á Viktor- íutímabilinu, fyrir um tvö hundruð árum, varð Thames svo menguð að nær öllu dýralífi í ánni var eytt. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og lífsskilyrði í ánni eru loks orðin svo góð að nýju að sífellt finnast fleiri dýrategundir í ánni. Má þar helst þakka nú- tíma klóakhreinsunarstöðvum og auknum kröfum varðandi úr- gang verksmiðja á árbökkunum. Fyrsti silungurinn sem veidd- ist eftir að átak hófst um hreins- un árinnar var dreginn á land fyrir sjötíu árum. Upp frá því hefur sífellt bæst í hóp þeirra dýrategunda sem lifa í ánni og hefur aukningin orðið hvað mest á síðustu þremur áratugum. Einna merkilegastur þykir fundur á einum einstaklingi af sæhesti, en aðeins einn annar hefur fundist frá því hann var flæmdur burt vegna mengunar, og fannst sá árið 1976. Alls lifa nú um 118 tegundir af fiski, auk nokkurra smárra hvalategunda í ánni. Vísindamenn munu á næst- unni hefja rannsóknir á lífríki ár- innar þar sem sérstaklega verð- ur fylgst með hegðun höfrunga og hvala. ■ ANDARNEFJA Meðal þeirra höfrungategunda sem endur- nýjað hafa heimkynni sín í Thames-ánni í London í kjölfar áratugaátaks um hreinsun árvatnsins. Lífríki Thames: Höfrungar og selir JÓN GERALD Gefur skýrslu vegna rannsóknar á forsvars- mönnum Baugs. Sri Rahmawati: Leita Sri í dag MORÐRANNSÓKN Slysavarnarfélag- ið Landsbjörg mun leita að Sri Rahmawati á svæðum í nágrenni Reykjavíkur ásamt lögreglu í dag, að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Ómar Smári segir svæðin sem leitað verði á flest vera í nágrenni Reykjavíkur. Landsbjörg aðstoði lögregluna við leitina á morgun og næstu daga. En Landsbjörg hefur verið lögreglunni innan handar alla rannsóknina og meðal annars komið að skipulagningu leitarinn- ar og þeirrar leitar sem þegar hafi farið fram. ■ deCODE: Lækkar áfram VIÐSKIPTI Gengi deCODE á banda- ríska hlutabréfamarkaðinum Nas- daq heldur áfram að lækka. Í við- skiptum í upphafi dags í gær fór hluturinn niður í 6,36 Bandaríkja- dali. Markaðsverðmæti félagsins er nú tæplega 25 milljarðar króna. Til samanburðar er markaðsverð- mæti Bakkavarar 43,5 milljarðar, Burðaráss 48,4 milljarðar og Straums - fjárfestingarbanka 30,9 milljarðar. Nasdaq markaðurinn hefur tekið mikla niðursveiflu á síðustu vikum og hefur það áhrif á gengi deCODE. Búist er við uppgjöri frá deCODE í þessari viku og má búast við því að niðurstaða upp- gjörsins hafi töluverð áhrif á gengi bréfa í félaginu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.