Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 2004 17 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Bandaríski hjólreiðakappinn LanceArmstrong, sem vann Frakk- lands-keppnina í hjólreiðum í sjötta sinn í röð á sunnu- daginn og varð fyrsti maðurinn í sögunni til að ná þeim áfanga gerir lítið annað en að taka við hrósyrðum frá löndum sínum þessa dagana. George Bush, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Armstrong eftir sigurinn, óskaði honum til hamingju og kallaði afrek hans stórkostlegt. Manchester United tapaði fyrirBayern München, 4-2, í víta- spyrnukeppni á sunnudaginn í Champions World-mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus en Alan Smith og John O´Shea brenndu af vítum fyrir United í vítaspyrnukeppninni. Manchester United stillti upp ungu liði því fyrir utan Smith og O´Shea var aðeins Roy Keane með af stjörnum liðsins. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, hrósaði ungu leikmönnun- um sínum, sérstaklega varnarmann- inum Jonathan Spector sem var sterkur við hlið Roy Keane í vörn liðsins. David Beckham átti stórgóðanleik með Real Madrid sem gerði jafntefli, 2-2, gegn portúgalska liðinu Benfica í Lissabon. Sendingar hans voru stórhættulegar allan tímann sem hann var inn á, hann lagði upp mark fyrir félaga sinn Ron- aldo og frammistaða hans hlýtur að hafa heillað Jose Antonio Camacho, þjálfara Real Madrid. Zlatko Zahovic og Geovanni skoruðu mörk Benfica en Ronaldo og Fernando Morientes skoruðu fyrir Real. Serbneski framherjinn MatejaKezman segist hafa gengið til liðs við Chelsea til að vinna titla og allt annað sé óásættanlegt. Kezman, sem hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með Chelsea, sagði að það væri pressa á Chelsea- liðinu því það væri frá- bært lið. „Ef við vinn- um ekki titla á þessu tímabili þá væri það stórslys. Við viljum verða meistarar á þessu tíma- bili,“ sagði Kezman. Breski ökuþórinn Jenson Button,sem ekur fyrir BAR-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum, er ekki í nokkrum vafa um að frammistaða hans í kappakstrinum á Hockenheim-brautinni á sunnudaginn hafi verið sú besta á ferlin- um. Button byrjaði í þrettánda sæti en náði að komast upp í annað sætið með frá- bærum akstri. „Það gekk allt upp hjá mér og í raun svekkjandi að ég skyldi ekki vera framar á rásröðinni. Þá er aldrei að vita hvað hefði getað gerst,“ sagði Button. Rússneska tennisstjarnan MariaSharapova spilar á sínu fyrsta móti eftir sigurinn á Wimbledon- mótinu í vikunni. Sharapova tekur þátt í Acuna Classic og mætir til leiks ásamt Serenu Williams, Amelie Mauresmo, Ana Myskina og Lindsay Davenport. Sharapova situr hjá í fyrstu umferð en mætir síðan Maria Vento-Kabchi í annarri umferð. Franski framherjinn Anthony LeTallec hjá Liverpool verður vænt- anlega lánaður til annars liðs út komandi tímabil til að hann fái leik- reynslu. Rafael Benitez knattspyrnu- stjóri Liverpool, sagði á vefsvæði félagsins að það væru fjórir góðir framherjar hjá félaginu og Le Tallec væri það ungur að hann þyrfti að fá að spila. „Ég sé hann ekki spila mikið hjá okkur í vetur og því er best fyrir hann að fara í eitt ár og koma síðan sterkur til baka,“ sagði Benitez, sem getur notað Frakkann Djibril Cisse, Tékkann Milan Baros og hinn enska Michael Owen í framlínu Liverpool á komandi leiktíð. Úrslitaleikur Suður Ameríku bikarsins í Perú: Brassar meistarar á dramatískan hátt FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Suður Ameríku- bikarsins í fótbolta, á milli Brasil- íumanna og Argentínumanna, hafi verið hádramatískur. Brasilíu- menn fóru með sigur af hólmi eftir framlengingu og vítaspyrnu- keppni en þeir voru þó ljónheppn- ir að ná að knýja fram fram- lengingu. Kily Gonzalez kom Argentínu- mönnum yfir á 20. mínútu með marki úr vítaspyrnu en varnar- maðurinn Luisao jafnaði metin fyrir Brasilíumenn með skalla rétt áður en flautað var til hálf- leiks. Það leit ekki vel út fyrir heimsmeistarana frá Brasilíu þegar skammt var til leiksloka því Vesar Delgado kom Argnetínu- mönnum yfir, 2-1, þegar þrjár mínútur voru eftir. Framherjinn Adriano náði hins vegar að jafna metin fyrir Brasilíumenn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma, hans sjöunda mark í keppninni og því þurfti að fram- lengja. Ekki var neitt mark skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Adriano, Edu, Diego og Juan skor- uðu fyrir Brasilíumenn í víta- spyrnukeppninni en Andres D’Alessandro og Gabriel Heinze, sem gekk í raðir Manchester United í sumar, brenndu af sínum spyrnum fyrir Argentínumenn og Brassar fögnuðu því sigri, saman- lagt 6-4. „Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt. Argentína mætti til leiks með reynslumikið lið en mínir menn sýndu að þeir geta yfirstig- ið alla erfiðleika,“ sagði Carlos Alberto Parreira, þjálfari Brasil- íu, eftir leikinn. Argentínumaðurinn Javier Zanetti var hins vegar orðlaus eft- ir leikinn en náði þó að koma því út úr sér að þetta væri óskiljan- legt. „Það eru hlutir í fótboltanum sem er ekki hægt að útskýra. Það er ekki hægt að skýra út hvað fór úrskeiðis í þessum leik,“ sagði Zanetti. Adriano, hetja Brasilíumanna, sagðist ekki geta útskýrt hvernig honum liði eftir leikinn og sagði að þetta væri besta andartak ferilsins. ■ BIKARINN Á LOFT Brasilíumaðurinn Alex lyftir hér bikarnum sem Brasilíumenn fengu fyrir að vinna Argentínumenn í úrslitum Suður Ameríku bikarsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.