Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 30
Þeir Jón Atli Jónasson og Reynir Lyngdal eru eitthvað að bralla saman og hafa skrifað upp- kast að kvikmynd í fullri lengd sem á ensku nefnist She is not T h e r e . F r a m - leiðslufyrir- t æ k i ð P e g a s u s reynir nú að fá fjármagn til að hrinda verkefninu í fram- kvæmd en m y n d i n mun fjalla um ungan mann, Jónas, sem kem- ur að unnustu sinni látinni í bað- kari heima hjá sér. Í ljós kemur að stúlkan hefur framið sjálfsmorð en það reynist manninum erfitt að meðtaka. Hann vinnur á heimili fyrir geðfatlaða og inn í söguna fléttast dvalarbúar með undarleg- um hætti. Jónas finnur stöðugt fyrir nær- veru kær- ustu sinnar og grunar vin sinn um að hafa ráð- ið henni bana. Sam- kvæmt hug- m y n d u m Reynis virð- ist hér vera í aðsigi sál- fræðitryllir af bestu gerð og jafnframt frum- raun hans í leikstjórn á kvikmynd í fullri lengd. Jón Atli hefur einnig látið til sín taka innan kvik- myndageirans, hann skrifaði handritið að myndinni Strákarnir okkar sem Robert Douglas leik- stýrir og tekin verður upp innan skamms. ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir. Á. H. Á. byggingar. Brotthvarfi landnema frá Gaza. Hilmar Oddsson og Ingvar E. Sigurðsson hlutu í gær tilnefn- ingu til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna. Tilnefningarnar eru í flokki áhorfendaverðlauna og nefnast verðlaunin, Jameson People’s Choice Awards. Þar er Hilmar Oddsson tilnefndur sem besti evrópski leikstjórinn fyrir kvikmyndina Kaldaljós og Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur sem besti leikarinn fyrir túlkun sína á hlutverki Gríms Hermundssonar aðalpersónu Kaldaljóss. Meðal þeirra kvikmynda sem hafa hlotið evrópsku kvikmynda- verðlaunin eru stórmyndir á borð við The Full Monty, La Vita É Bella og All about my Mother (Todo Sobre Mi Madre) og því mikill heiður af tilnefningu til verðlaunanna. Íslendingar hafa nokkrum sinnum áður verið viðloðandi Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin. Í fyrra hlutu til dæmis þeir Dagur Kári Pétursson og Tómas Lemarquis tilnefningu fyrir kvik- myndina Nóa albinóa. Þar áður var kvikmynd Baltasar Kormáks, Hafið, tilnefnt til verðlaunanna og söngkonan Björk Guðmundsdóttir hreppti á sínum tíma Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir aðal- hlutverkið í kvikmynd Lars von Triers, Dancer in the Dark. Verðlaunaathöfnin fer fram þann 11. desember næstkomandi í Barcelona og verður viðburðinum sjónvarpað um flestalla Evrópu. Sigurvegaranum er boðið á hátíð- ina en þeir sem vilja hafa úrslit á áhorfendaverðlaunin geta tekið þátt í netkosningu með því að fara á slóðina jameson.ie/peop- leschoice. ■ Tilnefndir til kvikmyndaverðlauna 22 27. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eins og frést hefur stendur til að hefja tökur á kvikmyndinni Bjólfskviðu hér á landi, sem byggir á torskildum enskum ljóðabálki. Nýlega var sagan þýdd yfir á ensku, unnendum forn- sagnanna til mikillar ánægju. Þetta er stærsta kvikmynd sem Íslendingar eiga aðild að en Friðrik Þór Friðriksson er meðal framleiðenda. Aðstandendur myndarinnar leita nú logandi ljósi að víkinga- legum Íslendingum á Hornafirði til að fara með aukahlutverk í kvikmyndinni. Mikið víkingaþorp hefur verið reist á Hornafirði og er verið að leita af víkingalegu fólki til að leika í senum sem teknar verða þar í lok ágúst. „Við leitum að sterklegum og skeggjuðum karl- mönnum og síðhærðum konum í góðum holdum. Það er nóg af slíku fólki hér á svæðinu enda Horn- firðingar stæðilegri en aðrir Íslendingar,“ segir Magnús J. Magnússon hjá Leikfélagi Horna- fjarðar sem aðstoðar við leitina. Magnús segir þó ástæðuna fyrir því að Hornfirðingar taki þátt í tökum á myndinni ekki vera lík- amlegt atgervi þeirra heldur hið sérlega kvikmyndavæna um- hverfi Hornafjarðar. „Hér hafa menn verið í aukahlutverkum í kvikmyndum í gegnum tíðina. Við erum alltaf að detta inn í svona hluti þannig að við brosum okkur í gegnum þetta,“ segir Magnús. Fulltrúar frá framleiðendum myndarinnar munu velja úr þá leikara að lokum sem hreppa munu hlutverkin í myndinni. Það hefur alltaf hentað Íslend- ingum vel að túlka ósiðmenntaða víkinga sem láta öllum illum lát- um og borða með höndunum. Gaman verður að sjá hver útkom- an verður að þessu sinni. ■ KVIKMYNDIR BJÓLFSKVIÐA ■ Leitað að víkingum. KVIKMYNDIR KALDALJÓS ■ Íslendingar geta tekið þátt í kosningu á netinu. FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 790.- verð frá flíspeysa-dömu Verslaðu hjá okkur fyrir útileguna í dag Kattakonan sögð eiga 500 milljónir en búa í húsbíl Eiður Smári Byggir golfvöll í íslenskri sveit Faðir Hákonar hitti Sri um nóttina Laugavegi 32 sími 561 0075 VIÐEY Gönguferðir öll þriðjudagskvöld kl 19:30. Fjölskyldudagar á sunnudögum. Ljósmyndasýning í skólahúsinu um Viðey á fyrri hluta 20. aldar. Tuttugu ný fræðsluskilti í þorpinu. Minnum á listaverk Richard Serra, nýjan upplýsingabækling, ókeypis hjólalán, grillaðstöðu, tjaldstæði, veitingasölu, fjölda gönguleiða, óspillta náttúru og friðsæld. Nánari upplýsingar: arbaejarsafn.is, videy@rvk.is og s: 693-1444. Lárétt: 2 skákmeistari, 6 skammstöfun, 8 verslunarfélag, 9 ílát, 11 á fæti, 12 högni, 14 bogna, 16 tveir eins, 17 beljaka, 18 vinnuvél, 20 sólguð, 21 mæða. Lóðrétt: 1 harðneskjulegt ( slangur), 3 í lagi, 4 ber sig vel, 5 skákmeistari, 7 átök, 10 álít, 13 beisk, 15 angrar, 16 goð, 19 tvíhljóði. VÍKINGAR Þeir eru margir víglegir víkingarnir eins og á þessari hátíð. Nú er leitað að þeim í Hornafirði. Lárétt:2hort, 6öb,8kea,9fat,11il, 12fress,14álúta,16tt,17rum,18ýta, 20ra,21raun. Lóðrétt:1töff, 3ok,4reistur, 5tal,7 barátta, 10 tel, 13súr, 15amar, 16týr, 19 au.Lausn. Vantar vasklega víkinga GRÍMUR HERMUNDSSON Ingvar E. Sigurðsson og Hilmar Oddsson eru tilnefndir til Evrópsku kvikmyndaverð- launanna fyrir leik og leikstjórn í Kaldaljósi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.