Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 14
Ekki festast í leiðinlegum æfingum inni í líkamsræktarstöð þegar veðrið er gott. Æfðu á einhverjum fallegum stað og hafðu æfingarnar fjölbreyttar. Hoppaðu eða dansaðu – það er hvort sem er enginn að horfa á þig. YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva Óskum eftir sölufólki um land allt Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna Bílveiki Mamma, ég þarf að gubba! Bílveiki getur eyðilagt ferðalagið og því eru fyrirbyggjandi ráðstafanir mikilvægar. Bílveiki getur verið hið versta mál og komið í veg fyrir að fólk njóti annars skemmtilegra ferðalaga. Bílveikin er skil- greind sem ein tegund af ferða- veiki sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum lík- amans um stöðu hans og afleið- ingin er vanlíðan. Það eru sem betur fer breyttir tímar og þekkist ekki lengur að foreldrar keðjureyki yfir börn- unum í bílnum. Langþráð sumar- frí fjölskyldunnar gat á árum áður hæglega snúist upp í and- hverfu sína strax í Ártúns- brekkunni þar sem malarvegur- inn tók við og óþéttur bíllinn varð fljótlega fullur af ryki í ofanálag við reykinn. Svo botnaði enginn í því að börnin köstuðu látlaust upp. En fólk vissi ekki betur. Og bílveiki getur sannarlega gert vart við sig þó enginn sé reykurinn eða rykið og er þekkt í læknisfræðinni. „Bílveiki og sjóveiki eru ná- skyld fyrirbæri og má reikna með að fólk sem hefur tilhneig- ingu til að verða sjóveikt verði líka bílveikt,“ segir Haraldur Dungal heimilislæknir. „Bílveiki lýsir sér með óróa, höfuðverk, ógleði og uppköstum. Venjulega er ástæðan hreyfing bílsins þan- nig að það má því reikna með að jafnvægisskyn fólks sem verður bílveikt sé viðkvæmt fyrir hreyf- ingu, svipað og á sjó. Skást er auðvitað að reyna að fyrirbyggja þetta með því að taka sjó- veikitöflur og forðast að borða þungan og brasaðan mat fyrir ferðina.“ Haraldur segir fólk ekki leita mikið til lækna vegna bílveiki. „Fólk leitar meira beint í apótek- ið og fær þar lyf við óþægindun- um.“ edda@frettabladid.is Góður svefn drífur líkamann Nokkur góð ráð til að ná góðum svefni: Ef þú nærð minna en átta tíma svefni á nóttu, sofnar um leið og þú leggst á koddann og þarft svo vekjaraklukku til að vekja þig, þá sefurðu mjög líklega of lítið. SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins [ Kvíði fyrir ferðaveiki áður en lagt er af stað gerir illt verra. Gott er að einbeita sér að fyrirbyggjandi aðgerðum ] Nokkur ráð til að draga úr líkum á að fá ferðaveiki: * Í flugvél eða skipi er best að vera eins nálægt miðju rýmis og mögulegt er því þar er hreyfingin minnst. * Í bíl er best að hafa augun á sjóndeildarhringnum en ekki einblína á hluti sem þeysa fram hjá. Það gæti hjálp- að að sitja í framsætinu. * Betra er að snúa fram en aftur ef ferðast er í bíl, skipi eða lest. Lestur ber að forðast meðan á ferðinni stendur. * Best er að borða lítið í einu og sneiða hjá brösuðum mat fyrir ferð og meðan á henni stendur. Ekki neyta áfengis og/eða annarra lyfja rétt fyrir ferðalagið eða meðan á því stendur. * Rannsóknir hafa sýnt að engifer getur dregið úr áhrifum ferðaveiki. Taktu engifertöflur eða tyggðu ferska engifer- rót eða engifersælgæti. Piparmynta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki. * Annar möguleiki er að taka andhistamínlyf sem mörg fást án lyfseðils. Oft þarf að taka slík lyf um klukkutíma fyrir brottför og geta þau valdið sljóleika. Slík lyf duga vel fyrir styttri ferðir. * Lyf gegn ógleði koma einnig til greina, þar á meðal eru skópólamínplástrar. Sum þessara lyfja fást án lyfseðils. Plástrarnir eru settir bak við eyrað og geta dugað í allt að þrjá daga. Helstu aukaverkanir eru sljóleiki og munn- þurrkur. * Sé ferðaveikin það alvarleg að ofantalin ráð hjálpa ekki, skaltu ræða við heimilislækni þinn um málið. Margir telja sér trú um að ekki sé hægt að vakna á morgnana fyrr en búið er að hella í sig einum rót- sterkum kaffibolla og enn aðrir rífa sig upp á sykuráti. Það er reyndar ótrúlegt hversu lengi líkaminn og hugurinn geta gengið á litlum svefni og margir sofa aldrei nóg. Áður en Edison fann upp ljósa- peruna þá svaf fólk að meðaltali tíu tíma á nóttu sem sérfræðingar hafa nýlega áttað sig á að er kjörinn svefntími. Nú þegar vinnustundir okkar miðast ekki bara við dags- birtuna þá eigum við það til að vaka mun lengur en ráðlegt er. Margir telja of mikinn svefn tímasóun og ásaka fólk sem sefur mikið um leti. En það er eitt að vera latur og ann- að að sofa nóg. Margir eru farnir að snúa sér að sjónvarpinu á kvöldin til að hvíla sig eða fara á internetið þegar þeir í raun ættu bara að leggjast í rúmið sitt og sofna. Ekk- ert kemur í staðinn fyrir góðan nætursvefn og ef þú svíkur líkama þinn um svefn þá minnkar geta þín á öllum sviðum í vökunni bæði and- lega og líkamlega. Svefnvana fólk á erfiðara með að einbeita sér, er oft- ar pirrað og óþolinmótt og á erfið- ara með að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þegar við sofum þá undirbúum við heilann og líkamann fyrir átök næsta dags. Í svefni framleiðir líkaminn hormón sem laga og styrkja líkamsvefi auk þess sem minni okkar styrkist og sumir halda því fram að sofandi vinnum við úr flóknum tilfinningum. Hversu mikið magn af svefni fólk fær er gríðarlega mikilvægt og einnig gæði svefnsins og sumir lig- gja í rúminu og sofa slitrótt í átta tíma en hvílast ekki nóg. Fólk hefur misjafna svefnþörf en flestir þurfa sjö til níu tíma á nóttu af góðum svefni til að vera í toppformi. ■ * Farðu alltaf að sofa á sama tíma og vaknaðu á sama tíma * Ekki taka áhyggjurnar með þér upp í rúm. Finndu leið til að róa hugann áður en þú sofnar. * Ekki fara í líkamsrækt á kvöldin því það örvar líkamann. * Ekki reykja sex tímum áður en þú ferð að sofa. * Slakaðu á fyrir svefninn með því til dæmis að fara í heitt bað. * Forðastu drykki með koffeiní seinnipart dags og á kvöldin. * Hafðu dimmt og rólegt í svefn- herberginu og búðu þannig um rúmið að þér líði vel í því.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.