Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 22
„Ég eyði afmælisdeginum við
upptökur á nýju myndbandi við
lagið Chloë sem við erum nýbúnir
að setja í spilun á X-inu,“ segir
Haukur Heiðar Hauksson,
söngvari og gítarleikari hljóm-
sveitarinnar Diktu, en hann er 22
ára í dag.
„Við erum búnir að taka upp
fullt af lögum undanfarið en
ætlum þó ekki að gefa út plötu fyrr
en á næsta ári.“ Svo skemmtilega
vill til að kærasta Hauks Heiðars,
Ólöf Júlía, á afmæli 29. júlí auk
þess sem bekkjarsystir þeirra
tveggja, Valgerður, á afmæli þann
31. „Við slógum þessu saman í eitt
afmæli um helgina enda erum við
samtals 70 ára um þessar mundir.
Við buðum bekknum okkar í grill-
veislu og þetta heppnaðist rosa-
lega vel. Það má þó segja að veisl-
an hafi verið frekar fámenn en
góðmenn enda flestir bekkjarfé-
lagar okkar í vaktavinnu á spítöl-
um, hjúkrunar- eða elliheimilum.“
Haukur Heiðar leggur stund á
læknisfræði á veturna og er að
hefja sitt þriðja ár nú í haust. Að-
spurður hvernig hljómsveitar-
stússið og læknisfræðin fari sam-
an segir hann prófatarnirnar um
jólin og á vorin vera nokkuð erfið-
an tíma. „Það eru fleiri en ég í
hljómsveitinni í skóla þannig að
við tökum okkur oftast frí frá æf-
ingum þegar prófin standa sem
hæst.“ Nú í sumar einbeitir Haukur
Heiðar sér að tónlistinni og nám-
inu en hann segir nokkuð erfitt að
sitja inni á góðviðrisdögum yfir
bókunum. „Ég les læknisfræði milli
þess sem ég vinn að tónlistinni
enda er ég að fara í próf núna í
ágúst. Ég var orðinn nokkuð
þreyttur og lúinn í vor þannig að ég
ákvað að taka mér smá frí í sum-
ar meðan tækifæri gefst ennþá til
þess.“ Dikta hefur verið nokkuð
iðin við tónleikahald í sumar og
var meðal annars með tónleika
síðastliðinn föstudag. „Við spilum
reglulega en næstu tónleikar
verða líklegast á Menningarnótt í
ágúst og svo auðvitað á Airwaves
í október.“ ■
14 27. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
ALEXANDRE DUMAS
Franski rithöfundurinn Alexandre Dumas fæddist á
þessum degi árið 1802. Hann samdi meðal annars
sögurnar Skytturnar þrjár, Maðurinn í járngrímunni
og Greifinn af Monte Cristo.
Á þessum degi fyrir átta árum
sprakk sprengja innan um fjölda
fólks sem sótt hafði útitónleika í
Atlanta í Bandaríkjunum þar sem
ólympíleikarnir voru haldnir.
Tvær manneskjur fórust í spreng-
ingunni og hátt í 200 manns
særðust. Atvikið átt sér stað í
Centennial-ólympíugarðinum þar
sem um hundrað þúsund manns
fóru um á degi hverjum. Þar var
meðal annars hægt að fara á tón-
leika, horfa á íþróttaviðburði á
stórum skjá og kaupa minjagripi.
Lögreglan í Atlanta var vöruð við
sprengingunni í gegnum síma en
gafst ekki nægur tími til að rýma
svæðið. Bill Clinton, þáverandi
Bandaríkjaforseti, sagði að
Ólympíuleikarnir skyldu halda
áfram sem frá var horfið.
„Hryðjuverkum sem þessum er
greinilega beint gegn lýðræðis-
hugsjón okkar,“ sagði hann. „Við
megum ekki láta svona árásir
stöðva okkur. Við getum ekki látið
illskuna ráða. Bandaríska þjóðin
hugsar ekki þannig.“ ■
ÞETTA GERÐIST
TVEIR FARAST Í SPRENGINGU Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í ATLANTA
27. júlí 1996
AFMÆLI
HAUKUR HEIÐAR ER 22 ÁRA Í DAG
Sprenging á Ólympíuleikum
ÞETTA GERÐIST LÍKA
Lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 22.júlí.
Jarðaförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 29 júlí kl:14.00
Páll Kristinsson,
Kristinn Pálsson, Björg Valtýsdóttir,
Elín M. Pálsdóttir, Sigurður S. Guðbrandsson,
Vilhelmína Pálsdóttir, Ingólfur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigrún E. Óladóttir
Njarðvíkurbraut 32
Innri Njarðvík,
sem lést 5. júlí sl. verður jarðsunginn frá Seljakirkju,
fimmtudaginn 29. júlí. kl. 13:30.
Þeir sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Regnbogabarna.
Stefán, Brynja og Eiríkur Eiríksbörn,
Stefán Eiríksson, Ástríður Guðmundsdóttir,
Hrefna Stefánsdóttir,
Guðmundur Már, Auður Möller,
Helga Björk,
Stefán Hrafn, Ása Hrönn,
Ásta Hrönn og aðrir aðstandendur.
Okkar ástkæri faðir, sonur, fyrrum sambýlismaður
og bróðir,
Eiríkur Örn Stefánsson
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
Veljið fallegan legstein
Vönduð vinna og frágangur
Sendum myndalista
Legsteinar
Les læknisfræði og semur rokktónlist
HAUKUR HEIÐAR tekur upp myndband við nýtt lag Diktu á afmælisdaginn.
1940 Kalli kanína kemur fyrst fram á
sjónarsviðið á vegum Warner
Bros. í teiknimyndinni A Wild
Hare.
1974 Lagið sígilda Sweet Home
Alabama með hljómsveitinni
Lynyrd Skynyrd er gefið út.
1976 Tina Turner sækir um skilnað frá
eiginmanni sínum Ike.
1983 Íslandsvinirnir í Metallica fara af
stað í sína fyrstu tónleikaferð sem
kallast Kill’em All For One.
1992 Reggie Lewis, leikmaður Boston
Celtic í NBA-deildinni í körfubolta,
hnígur niður á æfingu og deyr.
Hann var aðeins 27 ára.
2003 Bandaríski grínistinn Bob Hope
lætur lífið, aðeins tveimur mánuð-
um eftir 100 ára afmælið sitt.SPJÓTKAST Ólympíuleikarnir héldu áfram sem frá var horfið þrátt fyrir voðaverkið.
„Hamingja er eins og hallirnar í ævintýrasögunum þar sem hliðanna
er gætt af drekum. Við þurfum að berjast af krafti til að öðlast hana.“
Þetta sagði Dumas, sem lést 1870, um lykilinn að hamingjusömu lífi.
AFMÆLI
Ingvi Hrafn Jónsson útvarpsmaður er
62 ára.
Ólafur H. Torfason, rithöfundur og kvik-
myndagagnrýnandi, er 57 ára.
Ásgeir Beinteinsson skólastjóri er 51 árs.
ANDLÁT
Hólmfríður Halldóra Björnsdóttir frá Dal
lést fimmtudaginn 22. júlí.
Nína Þórðardóttir, Sundlaugarvegi 22,
lést sunnudaginn 25. júlí.
Skúli Halldórsson tónskáld, lést föstu-
daginn 23. júlí.
JARÐARFARIR
13.30 Guðlaugur Elís Guðjónsson, Nor-
deidestølen 39c, Bergen, Noregi,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju.
13.30 Karl Jóhannesson kjötiðnaðarmað-
ur, Æsufelli 4, áður til heimilis í Ás-
garði 17, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
13.30 Kristín Þorsteinsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, Blásölum 22, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kristskirkju
Landakoti.
13.30 Marteinn Sigurðsson, Gilsbakka-
vegi 7, Akureyri, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju.
13.30 Stefanía Sigurðardóttir, Sólheim-
um 8, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Digraneskirkju í Kópavogi.
15.00 Karl Friðrik Kristjánsson, fyrrv.
framkvæmdastjóri, Skeljatanga 3,
Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
15.00 Guðrún Jóhannesdóttir, Kambaseli
64, Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík.