Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 24
16 27. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Þriðjudagur JÚLÍ ■ ■ LEIKIR  16.30 Danmörk og England mætast á Sauðárkróksvelli í A-riðli Norðurlandamóts U-21 árs lands- liða kvenna í fótbolta.  16.30 Ísland og Svíþjóð mætast á Blönduósvelli í A-riðli Norður- landamóts U-21 árs landsliða kvenna í fótbolta.  16.30 Noregur og Finnland mætast á Ólafsfjarðarvelli í B-riðli Norðurlandamóts U-21 árs lands- liða kvenna í fótbolta.  16.30 Þýskaland og Bandaríkin mætast á Dalvíkurvelli í B-riðli Norðurlandamóts U-21 árs lands- liða kvenna í fótbolta.  20.00 Þór og HK mætast á Akur- eyrarvelli í 1. deild karla í fótbolta.  20.00 Fjölnir og Njarðvík mætast á Fjölnisvelli í 1. deild karla í fót- bolta.  20.00 Breiðablik og Þróttur mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  15.50 Champions World á Sýn. Sýnt frá leik Celtic og Liverpool á Champions World-mótinu í fót- bolta sem fram fór í gærkvöld.  16.20 Canon-mótið á RÚV. Sýnt frá Canon-mótinu í golfi sem fram fór í gær.  18.15 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.45 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  19.40 History of Football á Sýn. Knattspyrnusagan í máli og myndum.  20.35 World¥s Strongest Man á Sýn. Hrikaleg átök í keppninni Sterkasti maður heims.  21.30 Landsmótið í golfi 2004 á Sýn. Þriðjudagskvöldið 6. júlí verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar jarðfræðings. Jarðfræði Elliðaárdals er stórbrotin. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávarhjalla og merkileg setlög. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal kl. 19:30 og verður gengið í tvo klukkutíma. Jarðfræði Elliðaárdalsins Göngu- og fræðsluferð á vegum Orkuveitu Reykjavíkur www.or.is Fuglar í Elliðaárdal Þriðjudagskvöldið 20. júlí verður farin fuglaskoðunarferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Gunnars Hallgrímssonar fuglaskoðara. Mikill fjöldi fugl er í Elliðaárdal og fj lbreytileikinn miki l. Þátt- takendur eru hvattir til að taka með sé sjónauka. Gangan hefst kl. 19:30 við Minjas fnið í Elliða- árd l og stendur í rúma tvo tíma. Gengið verður um mismunandi gróðurlendi d sins og hugað ð þeim smádýrum sem þar búa. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkun- argler. Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur. Skordýr í Elliðaárdal Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórs- sonar, skordýrafræðings þriðju- dagskvöldið 27. júlí kl. 19.30 sem stendur yfir í tvo tíma. LANDSBANKADEILD KARLA LANDSBANKADEILD KVENNA 0–1 Grétar Ólafur Hjartarson 6. 1–1 Björgólfur Takefusa 51. DÓMARINN Kristinn Jakobsson góður BESTUR Á VELLINUM Sinisa Valdimar Kekic Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 20–11 (11–5) Horn 12–5 Aukaspyrnur fengnar 18–11 Rangstöður 5–5 GÓÐIR Valur Fannar Gíslason Fylki Ólafur Ingi Stígsson Fylki Finnur Kolbeinsson Fylki Guðni Rúnar Helgason Fylki Sinisa Valdimar Kekic Grindavík Albert Sævarsson Grindavík Óskar Örn Hauksson Grindavík Eysteinn Húni Hauksson Grindavík 1-1 FYLKIR GRINDAVÍK LEIKIR GÆRDAGSINS [ STAÐAN ] FH 12 6 5 1 18–11 23 Fylkir 12 5 5 2 16–10 20 ÍBV 11 5 3 3 18–12 18 KR 12 4 5 3 16–14 17 ÍA 12 4 5 3 13–14 17 Keflavík 12 4 3 5 12–17 15 Víkingur 12 4 2 6 12–14 14 Grindavík 12 2 6 4 11–17 12 KA 11 3 2 6 10–15 11 Fram 12 2 4 6 14–16 10 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 8 Ríkharður Daðason, Fram 6 Grétar Hjartarson, Grindavík 6 Arnar Gunnlaugsson, KR 5 Atli Viðar Björnsson, FH 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Sævar Þór Gíslason, Fylki 4 Björgólfur Takefusa, Fylki 4 1–0 Lind Hrafnsdóttir 21. 1–1Guðrún Viðarsdóttir 33. BEST Á VELLINUM Sigríður Guðmundsdóttir FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–11 (6–6) Horn 11–1 Aukaspyrnur fengnar 6–11 Rangstöður 0–0 MJÖG GÓÐAR Sigríður Guðmundsdóttir FH GÓÐAR Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Guðrún Sveinsdóttir FH Kristín Sigurðardóttir FH Guðrún Viðarsdóttir Þór/KA/KS Margrét Vigfúsdóttir Þór/KA/KS Alexandra Tómasdóttir Þór/KA/KS 1-1 FH ÞÓR/KA/KS Valur 9 8 1 0 32–4 25 ÍBV 9 6 2 1 47–7 20 KR 9 6 2 1 37–10 20 Breiðablik 9 4 0 5 19–23 12 Þór/KA/KS 8 1 4 3 9–22 7 Stjarnan 9 1 4 4 11–28 7 FH 9 1 2 6 7–44 5 Fjölnir 9 1 1 7 4–20 4 FH 9 1 2 6 7–44 5 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 18 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 12 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 10 Olga Færseth, ÍBV 10 Guðlaug Jónsdóttir, KR 8 Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV 7 [ STAÐAN ] Töpuð stig hjá Fylki Fylkir tapaði dýrmætum stigum á heimavelli gegn Grindavík í gær. Leikurinn var bráðfjörugur þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós. TVEIR SEM KOMU MIKIÐ VIÐ SÖGU Fylkismaðurinn Þórhallur Dan Jóhannsson og Grindvíkingurinn Grétar Ólafur Hjartarson komu mjög við sögu í Árbænum í gær. Grétar skoraði en Þórhallur fékk rautt spjald. Rétt skal vera rétt: Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, var spurður út í rúmlega mánaðarkafla KR án sigurs eftir sigurleikinn gegn Víkingi á sunnudaginn. Willum Þór svaraði því til að hann kysi frekar að líta á þennan mánuð sem mánuð án taps. Þetta er ekki rétt hjá Willum Þór því KR tapaði fyrir KA, 3–2, 27. júní og náði því ekki mánaðarkafla án taps. Við vildum bara benda Willum Þór á þetta því honum er eflaust mikið í mun að fara rétt með staðreyndir. FÓTBOLTI Fylkismönnum mistókst að setja pressu á FH-inga er Grindavík kom í heimsókn í Árbæinn. Leikurinn var bráðfjörugur og endaði með 1–1 jafntefli. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum og þeir tóku forystuna strax á 6. mínútu er Grétar Ólafur Hjartarson skilaði sendingu Pauls McShane laglega í mark Fylkismanna. Heimamenn vöknuðu nokkuð við markið og Valur Fannar Gíslason fékk dauðafæri á 15. mínútu en dapurt skot Vals fór beint á Albert Sævarsson, markvörð Grindvíkinga. Fylkismenn voru síðan heppnir að lenda ekki tveim mörkum undir á 22. mínútu er Þórhallur Dan Jóhannsson missti af boltan- um. Hann endaði í fótunum á Grétari Ólafi sem var einn á auðum sjó en ágætt skot hans fór í innanverða stöng Fylkis- marksins. Fylkismennn fengu síðan tvö ágæt færi undir lok fyrri hálfleiksins. Fyrra færið fékk Sævar Þór Gíslason en Björgólfur Takefusa hið síðara. Albert sá auðveldlega við þeim báðum. Fylkismenn byrjuðu síðari hálfleikinn af gríðarlegum krafti og þeir uppskáru jöfnunarmark á 51. mínútu. Þá gerði Ray Anthony Jónsson fáséð mistök er hann missti boltann undir sig. Sævar Þór tók við honum, skaut úr góðu færi sem Albert varði vel. Hann hélt aftur á móti ekki boltanum og Björgólfur Takefusa kom að- vífandi eins og hrægammur og renndi boltanum auðveldlega inn fyrir línuna. Fylkismenn héldu áfram að pressa eftir markið en þeir gleymdu sér aðeins í vörninni fjórum mínútum eftir jöfnunar- markið er Óskar Örn Hauksson slapp einn í gegn en skot hans fór rétt fram hjá markinu. Vendipunktur varð í leiknum á 71. mínútu. Þá tæklaði Þórhallur Dan einn Grindvíkinginn hressi- lega og bætti svo um betur með því að hrinda Eysteini Húna Haukssyni. Kristinn Jakobsson dómari gat ekkert annað gert en vísað Þórhalli af leikvelli. Ótrúlegt dómgreindarleysi hjá eins reyndum leikmanni og Þórhalli. Annað ótrúlegt dómgreindar- leysi varð á 81. mínútu þegar varamaður Grindvíkinga, Alfreð Elías Jóhannsson, nældi sér í tvö gul spjöld með skömmu millibili og lauk keppni á mettíma. Bæði lið gerðu sitt besta til þess að skora sigurmarkið en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við eitt stig að þessu sinni. ■ Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna: Jafnt í Krikanum FÓTBOLTI FH og Þór/KA/KS lyftu sér bæði um eitt sæti í Landsbankadeild kvenna í gær með því að skipta með sér stigunum í Krikanum. Það var mikið rok er leikurinn fór fram en gestirnir að norðan léku undan vindi í fyrri hálfleik. Þeir stýrðu einnig umferðinni í fyrri hálfleiknum þó án þess að skapa sér verulega hættuleg færi. Þau fengu FH-ingar og úr einu slíku skoraði Lind Hrafnsdóttir á 21. mínútu. Þá tók Sigríður Guðmundsdót- tir hornspyrnu sem rataði á Lind og hún skilaði boltanum í netið með skoti úr teignum. Norðanstúlkur buguðust ekki við markið heldur spýttu í lófana og þær uppskáru jöfnunarmark tólf mínútum síðar. Þá kom aukaspyrnu utan af kanti. Varnarmenn FH náðu ekki að hreinsa heldur endaði boltinn á kollinum á Guðrúnu Viðarsdóttur sem skallaði boltann laglega yfir markvörð FH-inga. 1–1 í leikhlé þar sem Þór/KA/KS sótti mun meir en þær áttu ellefu skot að marki í fyrri hálfleik gegn aðeins þremur hjá heimamönnum. Leikurinn snerist algjörlega í síðari hálfleik. FH sótti án afláts á meðan Norðurbandalagið lá í skotgröfunum. Þeir vörðust nokkuð vel því FH fékk lítið af opnum færum. Næst komust FH- stúlkur að skora er þeir áttu skot sem fór í þverslá marks Þórs/KA/KS. Nær komust heimastúlkur ekki og þær urðu því að sætta sig við eitt stig. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.