Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 2004 JERÚSALEM, AP Ný lega fyrir örygg- ismúr Ísraelsmanna sem er í byggingu á Vesturbakkanum hefur verið hönnuð í kjölfar þess að Hæstiréttur Ísraels komst að þeirri niðurstöðu að múrinn bryti gegn réttindum Palestínu- manna. Ný lega múrsins liggur mun nær „grænu línunni“, það er landamærum Ísraels og Vestur- bakkans fram til stríðsins í Mið- austurlöndum árið 1967 að sögn starfsmanns öryggismálaráðu- neytis Ísraelsmanna. Miklum alþjóðlegum þrýst- ingi hefur verið beitt til að reyna að fá Ísraelsmenn til þess að breyta legu múrsins sem áætlað er að verði tæpir 700 kílómetrar fullbúinn. ■ Bókaútgáfan Edda: Gengið frá fjármögnun VIÐSKIPTI Viðskipti Hluthafafund- ur Eddu hefur samþykkt tillögu Björgólfs Guðmundssonar um hlutafjáraukningu og niðurskrán- ingu hlutafjár. Að sögn Páls Braga Kristjónssonar er búið að ganga frá þessum ákvörðunum. Hann segir að stærstu hluthaf- ar verði með í hlutafjáraukning- unni en verið sé að ganga frá því núna hvernig endanlega verði staðið að hlutafjáraukningunni. Hann segir að þótt endanleg út- færsla liggi ekki fyrir sé búið að ganga frá fjárhagsmálum félags- ins og það hafi fengið nóg fé til rekstrarins. ■ MÚRINN Harðar deilur hafa spunnist um byggingu tæplega 700 kílómetra langs múrs á Vesturbakkanum. Öryggismúr Ísraelsmanna: Reistur nær landamærum M YN D /A P FÆRRI Í GÖNGIN Samkeppni við lággjaldaflugfélög hefur orðið til þess að sífellt færri nýta sér Ermarsundsgöngin milli Bret- landseyja og Frakklands. Fyrir- tækið sem rekur göngin þurfti að sætta sig við að um tíu af hundraði færri nýttu sér göngin fyrstu sex mánuði ársins í ár en á sama tíma í fyrra með tilheyrandi sam- drætti í tekjum. HITTAST Í NOREGI Norðmenn munu taka á móti fulltrúum stærstu stjórnmálaflokka Haítí í næsta mánuði til undirbúnings kosninga á næsta ári. Einblínt verður á hlut- verk stjórnmálaflokkanna í aðdrag- anda kosninganna, þróun þeirra og samvinnu milli flokka, auk þess sem rætt verður hvernig eigi að fá fleiri konur til að kjósa. ■ EVRÓPA Vesturbakkinn: Átök í kjölfar mótmæla JERÚSALEM, AP Sex Palestínumenn voru drepnir í átökum við ísra- elskar hersveitir á Vesturbakkan- um í gær. Þá sendu ísraelskar þyrlur flugskeyti á byggingar í Gazaborg í kjölfar árásar víga- manna á félagsmiðstöð landtöku- manna þar sem sex börn særðust. Nokkrum klukkustundum síðar hófu ísraelskar hersveitir skot- hríð á ný. Kostaði hún eina konu lífið sem lá sofandi í rúmi sínu þegar átökin brutust út. Óeirðirn- ar brutust út eftir að um hundrað þúsund Ísraelar mynduðu mót- mælakeðju á sunnudag vegna áætlana Ariel Sharon forsætisráð- herra um að leggja niður land- tökubyggðir gyðinga á Vestur- bakkanum. ■ MÓTMÆLAKEÐJA Alda óeirða braust út á Vesturbakkanum eftir að um hundrað þúsund Ísraelar mynd- uðu keðju til að mótmæla áætlunum stjórn- valda um að leggja niður landtökubyggðir. M YN D /A P sem er áfangi í að auðvelda vetrarleiðina á sunnanverðum Vestfjörðum. Í Ísafjarðardjúpi er verið að vinna við um 30 kíló- metra langan vegarkafla í Skötufirði og Hestfirði. Um er að ræða endurbyggingu á gamla veginum. Þá er fyrirhugað að bjóða út í haust kafla á hringveginum í Norðurárdal í Skagafirði. Um er að ræða um sjö kílómetra veg- arkafla áður en farið er upp á Öxnadalsheiði, yfir Norðurá í Skagafirði, sem verður brúuð neðar en nú er. Í seinni áfanga þessara framkvæmda verða meðal annars lagðar af tvær einbreiðar brýr í Skagafirði. Á Tjörnesi er nú verið að ljúka framkvæmdum við vegar- kafla sem nær austur í Axar- fjörð. Á hringveginum á Möðru- dalsöræfum er verið að leggja slitlag á malarkafla frá Bisk- upshálsi að nýja veginum, sem lagður var fram hjá Möðrudal. Enn er þá eftir malarkafli, þar sem komið er niður í Jökuldal, svo og víðar á Austurlandi. Tvenn jarðgöng Unnið er af fullum krafti í jarðgöngunum milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar, sem verða 5,7 kílómetra löng. Því verki á að ljúka næsta haust. Er reiknað með að gatið verði komið í gegn í lok september. Þá er eftir frágangur á göngun- um. Einnig er verið að vinna við göng undir Almannaskarð sem verða 1150 metra löng. Gerð þeirra á að ljúka í júní á næsta ári. Þar eru einnig fram- kvæmdir við fjögurra kíló- metra veg við göngin. Rögnvaldur sagði að stærsta verkefnið af þeim sem upp hefðu verið talin hér að framan væru Fáskrúðsfjarðargöngin sem áætlað væri að kostuðu um 3,8–3,9 milljarða. Endurbæt- urnar á hringveginum í Borgar- firði og Skagafirði væru líklega til mestra umferðarbóta fyrir hinn almenna landsmann. ■ REYKJAVÍKURBORG Minni líkur eru nú en áður að leyfi verði gefið fyrir niðurrifi Austurbæjarbíós að sögn Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur, formanni skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. „Verið er að vinna skipulag að öllum reitnum þar sem taka þarf tillit til margra annarra bygginga en Austurbæjarbíós. Tillaga um skipulag svæðisins verður lögð fram á fundi nefndarinnar 11. ágúst og mun ekki skýrast að fullu fyrr en þá hver örlög Austur- bæjarbíós verða,“ segir Steinunn. Aðspurð um ástæðuna fyrir við- horfsbreytingar meirihluta borg- arráðs í málinu sagði Steinunn að neikvæð viðbrögð við grenndar- kynningu réðu þar miklu um. „Það var ekki búið að taka neina ákvörðun um það hvort leyfa ætti niðurrif eða ekki þegar málið fór í grenndarkynningu,“ segir Steinunn. „Ástæðan fyrir grenndarkynningu er einmitt að leita eftir viðbrögðum og að sjálfsögðu hafa þau áhrif á niður- stöðu málsins, annað væri ólýð- ræðislegt,“ segir hún. Árni Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Á.H.Á. bygginga, eigenda Aust- urbæjarbíós, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann væri að sjálfsögðu ósáttur við þá niður- stöðu, ef svo yrði, að niðurrif hússins yrði ekki heimilað. Spurður um hvort hann væri að íhuga málaferli vegna hugsanlegs fjárhagslegs tjóns sem rekja má til þess að Reykjavíkurborg hafn- aði umsókn fyrirtækisins um nið- urrif hússins og byggingu nýrra íbúða og verslunarhúsnæðis sagði hann ekkert afráðið með það. „Ég er að hugsa næsta leik í stöðunni og er í viðræðum við borgina,“ sagði Árni, en vildi ekki fara nánar út í um hvað við- ræðurnar snerust. Hann vinnur að því að útbúa skýrslu um málið þar sem varpað verður ljósi á öll atriði þess. Skýrslan verður tilbúin strax eftir helgi. ■ AUSTURBÆJARBÍÓ Formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur segir minni líkur nú en áður að niðurrif Austurbæjarbíós verði heimilað. Eigandi Austurbæjar ósáttur Formaður skipulags- og byggingarnefndar segir minni líkur nú en áður á að niðurrif Austurbæjar verði heimilað. Viðbrögð við grenndar- kynningu ráði þar einna mestu. Eigandi hússins segist ósáttur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.