Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 12
Fjarstaddir?
Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í
embætti forseta Íslands í þriðja sinn við
hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í byrj-
un ágúst. Eru eingöngu boðsgestir við-
staddir athöfnina, ríkisstjórn, alþingis-
menn, sendiherrar erlendra ríkja og helstu
silkihúfurnar meðal embættismanna
ríkisins. Fyrir fjórum árum þóttu boðs-
gestir samkvæmt gömlum reglum
orðnir óþægilega margir
miðað við þrengslin í húsa-
kynnum Alþingis. Var þá
tekið það ráð að fækka á
listanum. Ef marka má
bæjarróm þessa dag-
ana um að þingmenn
Sjálfstæðisflokksins
ætli í stórum stíl að
vera fjarstaddir
embættistökuna til að mótmæla laga-
synjun forsetans fyrr í sumar þurfa
skipuleggjendur að þessu sinni ekki að
kvíða þrengslum. Þingmenn hafa einu
sinni áður við svipað tækifæri látið í ljós
andúð sína á forseta. Það var við lýð-
veldisstofnuna á Þingvöllum 1944
þegar stór hluti þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins skilaði auðu við forsetakjör;
vildu þeir með því mótmæla ákvörðun
Sveins Björnssonar að skipa utanþings-
stjórn 1942 í óþökk alþingismanna.
Tískubylgja
Ýmsir sem gagnrýnt hafa ákvörðun
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, um að synja fjölmiðlalögunum
staðfestingar hafa talað um að synjun-
arvald af þessu tagi þekkist hvergi í lýð-
ræðisríkjum. En þetta er misskilningur.
Einhvers konar synjunarvald forseta er
alþekkt í mörgum ríkjum og þeir sem
fylgjast með erlendum fjölmiðlum hafa
á undanförnum mánuðum og misser-
um lesið um beitingu þess af ýmsu til-
efni. Sérstaka athygli vekur að fjórir
erlendir forsetar hafa á undanförnum
mánuðum beitt synjunarvaldinu til að
koma í veg fyrir framgang lagasetningar
um fjölmiðla. Gamansamir menn tala í
þessu sambandi um tískubylgju. Forseti
Kasakstan beitti synjunarvaldi gegn
lagasetningu um fjölmiðla í apríl 2004,
forseti Ítalíu í desember 2003, Pútín
Rússlandsforseti í nóvem-
ber 2002 og forseti Tyrk-
lands í maí 2002. Ólafur
Ragnar er því ekki einn á báti.
Evrópumálaráðherra Breta var í
heimsókn hér á landi síðustu
viku. Auk þess að hitta ráða-
menn flutti hann erindi á opnum
fundi í Norræna húsinu. Ég held
það hafi frekar verið í auglýs-
ingu um þennan fund en í frétt-
um af manninum að það var tek-
ið fram að maðurinn væri ekki
bara Evrópumálaráðherra held-
ur tryði hann einnig á Evrópu-
samstarfið, svona eins og það
væri eitthvað alveg einstakt. Nú
er það reyndar svo að um alla
Evrópu er fullt af fólki sem trúir
á Evrópusamstarfið og ég hugsa
að það séu mun fleiri sem gera
það en ekki. Enda er það orðið
svo að 25 ríki eru í Evrópusam-
bandinu og í þessum löndum búa
nálægt fimm hundruð milljónir
manna. Evrópusamstarfið hefur
nú staðið í bráðum hálfa öld,
þjóðunum sem í því eru til mik-
illar hagsældar. Það er því miklu
fremur skringilegaheita sjónar-
mið að lasta Evrópusamstarfið
en aðhyllast það. Reyndar held
ég að þeir sem tala fyrir því að
lönd segi sig úr Evrópusamband-
inu eins og vissulega þekkist,
sérstaklega í löndum norðar í
álfunni, geri það jafnvel til þess
eins að skapa sér sérstöðu frem-
ur en að þeir séu tilbúnir til að
takast á við það sem það hefði í
raun í för með sér, enda virðist
af málflutningi að þeir sem þan-
nig tala vilji fremur velja og
hafna í samstarfinu en rústa því
alveg.
Auðvitað er það svo í Evrópu-
samstarfinu eins og í lífinu öllu
að menn fá aldrei öllu sínu fram-
gengt, eða ýmislegt gengur fram
sem menn eru ekki sáttir við.
Það er svo innanlands og það er
líka svo í samstarfi við aðrar
þjóðir. Hér áður fyrr fóru þjóðir
Evrópu í stríð, nú vinna þær
saman og semja um mál sín á
milli, ríkari þjóðir borga í sjóði
sem fátækari þjóðirnar njóta
góðs af, hagtölur frá Írlandi,
Spáni og Portúgal sýna árangur-
inn af því samstarfi, ekki eru
margir sem bölsótast upphátt út
í þann árangur.
Menn tala frekar um vitlausar
reglur sem þeir sjá ekki alveg
tilganginn með, svona eins og
staðla um agúrkur, en einhver
mun einhvern tímann hafa fund-
ið út að fleiri gúrkur rúmuðust í
kassa ef þær væru beinar frem-
ur en bognar og nú eiga gúrkur
sem sagt að vera beinar. Ég get
vel fallist á að menn eiga fremur
að eyða tíma sínum í alþjóðasam-
starfi í mikilvægari hluti jafnvel
þó bein gúrka fari ekki bara bet-
ur í kassa heldur líka í ísskáp.
Evrópumálaráðherrann bres-
ki nefndi sérstaklega landbúnað-
arstefnuna sem Bretar vilja
breyta, hann sagði að sér þætti
vænt um kýr en ekki svo að
borga tvær evrur (tæpar 180
krónur) á dag með hverri. Í grein
á Deiglunni.com var í síðustu
viku vísað til greinar í The
Economist þar sem styrkir til
landbúnaðar í hinum ýmsu lönd-
um eru bornir saman. Þar kemur
fram að í Evrópusambandinu
nema styrkir 35 % af landbúnað-
arframleiðslunni, Deigluhöfund-
urinn bætti við íslenskum upp-
lýsingum eða því að hér á landi
eru opinberir styrkir 65 % af
landbúnaðarframleiðslunni. Síð-
an spyr hann: Er eitthvað vit í
þessu? Ég tek sannarlega undir
með honum. Ég minnist þess að
áður fyrr var talsvert talað um
hina vitlausu landbúnaðarstefnu
Evrópusambandsins hér á landi.
Það heyrist hins vegar ekki mik-
ið nú orðið, ástæðan er líklegast
sú að menn áttuðu sig á því að
okkar stefna er enn vitlausari.
Ég man líka þegar ég reiknaði
þetta sjálf út fyrir allmörgum
árum og fór þrisvar í gegnum
dæmið vegna þess að ég trúði
ekki eigin augum. Kannski er
það þannig með margt annað í
Evrópusamstarfinu að menn vita
ekki eða vilja ekki vita stað-
reyndir máls.
Svo las ég í Mogga að við
skyldum varast útlendinga sem
koma til landsins og segjast
mundu fagna því að Ísland væri í
Evrópusambandinu og styðja við
slíkt. Mogginn segir að eitthvað
illt búi undir slíkum yfirlýsing-
um, þetta minnti mig helst á
þegar mamma sagði mér að ég
ætti ekki að þiggja far hjá
ókunnum mönnum. Kannski
gæti það verið svo að útlending-
ar skilji ekki almennilega vilja
Íslendinga til að innleiða hér á
landi 80% af löggjöfinni sem
samþykkt er í Evrópusamband-
inu án þess að hafa nokkuð um
það að segja, án þess að vera
einu sinni á fundunum þegar
þessar reglur eru ákveðnar.
Kannski eiga útlendingar við að
þeir mundu styðja það að Íslend-
ingar nái samningum um sjávar-
útveginn sem við getum unað
við, en ef svo væri þá væri líka
búið að slá beittasta vopnið úr
höndum eyjaskeggja sem vilja
vera einir á báti, nefnilega að
þeir sem kjósa Evrópusamvinn-
una vilji gefa útlendingum auð-
lindina. ■
T illögur forsvarsmanna Lýðheilsustofnunar um sérstakan skattá sykur og sykurbættar matvörur gefur tilefni til að velta fyrirsér hlutverki ríkisvaldsins, skattkerfisins og hvaða væntingar
við gerum til þessara fyrirbrigða.
Sykur er eins og flest annað í lífinu; gott í hófi. Sykurinn gælir við
bragðlaukana og eykur þannig lífsgæði okkar. Hann getur gert súr-
asta mat ætan – og jafnvel sætan – og einnig mat sem er svo beiskur
að við gætum ekki borðað hann án smá sykurs. Sykurinn er ekki vond-
ur í sjálfu sér – fremur en nokkuð annað – heldur getum við gert hann
illan með því að valda okkur skaða með honum. Þetta eru rök byssu-
framleiðenda og annarra sem verjast öllum takmörkunum á byssu-
eign í Bandaríkjunum. Byssur drepa ekki fólk – fólk notar byssur til
að drepa fólk. Munurinn á byssum og sykri er hins vegar sá að sykur
getur aukið lífsgæði en byssur tæplega. Og það er auðvelt að drepa
annan mann með byssu en nánast ómögulegt með sykri. En það deyja
líklega fleiri af völdum misnotkunar á sykri en byssum. Sérstökum
sykurskatti er ætlað að halda fólki frá ofneyslu sykurs með peninga-
legum hindrunum. Þú mátt borða sykur en það mun kosta þig nokkuð.
Ef þetta gengi eftir snerum við aftur til þess tíma er aðeins auðugt
fólk hafði efni á að vera feitt. Hinir fátæku fitnuðu ekki fyrr en kaup-
máttur fór að aukast og þeir gátu leyft sér óhóf yfirstéttanna. En þá
voru þeir ríku komnir með einkaþjálfara og lækna til að soga úr sér
fituna, sem þeir blönku höfðu ekki efni á. Þess vegna eru þeir fátæk-
ustu orðnir feitastir en þeir ríkustu grennstir. Ef við hækkum verðið á
sykri nóg þá gætum við ef til vill snúið þessu við. Ef hinir fátæku
verða grannir munu hinir ríku eflaust aftur vilja skreyta sig með fitu.
En gerist þetta svona. Eiturlyf eru dýr. Samt neita fátækir sér ekki
um þau. Og þeir sem eru ekki fátækir þegar þeir byrja að nota eitur-
lyf verða það vanalega á endanum. Þeir spara hins vegar flest við sig
– annað en eiturlyfin. Og þannig er um margt annað. Ef heimilisbók-
hald okkar er skoðað er ekki erfitt að halda því fram að allar ákvarð-
anir okkar séu skynsamar út frá peningalegu sjónarmiði. Pétur Blön-
dal alþingismaður hefur verið talsmaður skynsemi í peningamálum og
hefur með því orðið einskonar skemmikraftur. Okkur finnst bráð-
skemmtilegt að heyra sjónarmið hans – en ég held að flestum hrylli við
að fara eftir þeim. Við skulum horfast í augu við það: Helmingurinn af
því sem við kaupum er annaðhvort drasl eða óþarfi – eða bæði. Það er
því hæpið að hægt sé að kenna öllum almenningi hófsemd með verð-
stýringu. Ef við vildum gera það ættum við að kippa kaupmættinum
aftur um hálfa öld eða svo. Ef við viljum forða fólki frá því að skaða
sig með taumleysi og græðgi þurfum við að höfða til betri hluta þess
en buddunnar. Og það eru mörg fyrirbrigði í samfélagi betur til þess
fallin en skattkerfið.
Marga undanfarna áratugi höfum við viljað breyta skattkerfinu
– sem er í eðli sínu rukkun félagsgjalda – þannig að það endurspegli
mannúðarsjónarmið okkar; manngæsku, jöfnuð og sanngirni. Það
má vera að þetta sé framkvæmanlegt en hættan er sú að við hætt-
um að iðka gæsku okkar á öðrum sviðum þar sem hún á betur
heima. Og það er nokkuð ljóst að skattkerfið á enn langt í land með
þessi háleitu markmið þótt við förum ekki að bæta á það kröfum
um boðun hófsemdar í samfélaginu. Við hljótum enn að kunna betri
aðferðir til þess. ■
27. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
MÍN SKOÐUN
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Tillögur Lýðheilsustofnunar um sérstakan
sykurskatt lyftir skattkerfinu í andlegar hæðir.
Hófsemd í gegn-
um skattkerfið
Ísland og Evrópusamstarfið
ORÐRÉTT
Hámenntuð þjóð
Sigurður segir óskiljanlegt hvern-
ig tæplega 300 þúsund manna
þjóð geti rekið tíu fullburða há-
skóla, þar af fjórar lagadeildir.
Viðtal við Sigurð Líndal, fyrrverandi
prófessor, á vefritinu Deiglunni.com.
DV 26. júlí.
Athyglisvert
Sá á kvölina sem á völina (nema
hann hætti við allt saman).
Fyrirsögn blaðagreinar Jóhanns
Elíassonar fyrrverandi stýrimanns.
Morgunblaðið 26. júlí.
Hvað með að líta í eigin barm?
Það hlakkar örugglega í einhverj-
um að við höfum lent í einhverju
svona.
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð-
andi, en stofnun hans fór tugmilljón-
um fram úr fjárheimildum.
DV 26. júlí.
Öruggur geymslustaður
Týndi lyklunum.
Fundust í fótlegg.
Íranskur maður týndi lyklunum
sínum fyrir 16 árum en í ljós kom í
vikunni að þeir voru ígræddir í fót-
legg hans allan tímann.
Fréttablaðið 26. júlí.
Múgæsingaklerkur?
Mig langar til að spyrja hvort
það sé ekki réttur skilningur hjá
mér að íslenskir prestar eigi að
vera mannasættar? Finnst það
skjóta skökku við þegar prestur
í stórum söfnuði í Reykjavík
gengur fram og æsir upp fólk svo
nálgast múgæsingu.
Ásta Kristjánsdóttir í Velvakanda.
Morgunblaðið 26. júlí.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Kannski gæti það
verið svo að útlend-
ingar skilji ekki almennilega
vilja Íslendinga til að inn-
leiða hér á landi 80% af lög-
gjöfinni sem samþykkt er í
Evrópusambandinu án þess
að hafa nokkuð um það að
segja, án þess að vera einu
sinni á fundunum þegar
þessar reglur eru ákveðnar.
,,
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað-
inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
Í DAG
EVRÓPUBANDALAGIÐ