Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 2004 CHROM dregur úr sykurlöngun og jafnar blóðsykurinn FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP. „Ég er með líkamsrækt á heil- anum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig,“ segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður þegar hún er beðin að lýsa aðeins sínum lífsstíl. „Ég fer að jafnaði þrisvar í viku í ræktina, hef gert það síðustu fimm árin. Svo stefni ég á að taka þátt í Reykjavíkurmara- þoninu í ágúst eins og ég hef gert síðustu þrjú árin,“ heldur hún áfram. Hún kveðst hafa hlaupið mikið frá því hún var krakki og það henti henni vel. Stundum hlaupi hún eftir gang- inum í vinnunni hjá sér, bara af þörf. Annars sé hún fyrst og fremst í spinning. „Þessir hjólatímar finnst mér skemmti- legastir af öllu skemmtilegu. Bæði vegna hreyfingarinnar sjálfrar og meðan ég hamast þar tekst mér að einbeita mér svo vel, vinna hugmyndavinnu og fá útrás fyrir umframorku og annað sem þarf útrás. Lík- amlega og andlega líðanin helst í hendur og maður er í bana- stuði þegar maður er búinn í svona tíma.“ En hvað um mataræðið. Skyldi Guðrún bara borða holl- an mat? „Já, ég reyni það nú en reyndar er upp og ofan hvernig það gengur. Stundum missi ég mig í eitthvað gott, keypti til dæmis sælgæti á hverju kvöldi þegar ég var í útilegu um dag- inn austur í Skaftafelli og fæ mér tertur í afmælis- og ferm- ingarveislum. En þegar ég geri innkaup fyrir heimilið kaupi ég yfirleitt bara léttan og hollan mat.“ Þegar hún er spurð nánar út í Skaftafellsdvölina kemur í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og gekk á Hvannadalshnjúk einn daginn. „Já, ég hef svolítið verið í fjallgöngum í sumar og „fíla“ það rosalega vel,“ segir hún og það verða lokaorðin. gun@frettabladid.is Guðrún Helga Sigurðardóttir: Er með líkamsrækt á heilanum Guðrún Helga stefnir á hálfmaraþon í ágúst.Nýkomin af hæsta tindi landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ný sturtusápa frá NIVEA Í NIVEA-línuna hefur nú bæst við ný rakagefandi sturtusápa með nýstárlegum nuddhaus sem gerir kleift að nudda húðina í sturtunni og auka þannig blóðstreymi til húðarinnar. Brúsinn er einfaldur í notkun, en með því að kreista hann opnast gat í miðjum nuddhausnum sem skammtar rétt magn af sápunni. Með því að snúa nuddhausnum er hægt að velja um mis- munandi þrýsting, allt eftir þörfum. Í sápunni er Ginkgo Biloba-þykkni sem eykur blóðflæðið í húðinni og veitir vellíðunartilfinningu. Hægt að kaupa áfyllingar. Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM NAUÐGANIR UM VERSLUNARMANNAHELGI Ekki standa hjá og horfa á! gbergmann@gbergmann.is. Í fyrra fyrir verslunarmanna- helgina skrifaði ég grein sem bar titilinn: Allt nema já þýðir nei! Þar hvatti ég karlmenn á öllum aldri til að virða óskir kvenna og bað þá um að gera ekki neitt nema að þeir fengju skýrt já. Ég bað þá einnig að átta sig á því að nauðgun er óaftur- kallanlegur glæpur sem leggst á sálina hjá konum og körlum sem fyrir henni verða. Nauðgun getur fylgt sjálfsfyrirlitning af verstu gerð sem hefur áhrif á allt samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Lengi hefur verið barist gegn nauðgunum undir slagorðinu: Nei þýðir nei. Ég vona að sú barátta hafi skilað árangri en betur má ef duga skal. Um verslunarmannahelgar hefur þjóðin sætt sig við ákveð- inn fjölda nauðgana. Slík sátt gengur ekki! Því hvet ég alla sem ætla á útihátíðir um helgina til að hafa augun hjá sér. Þegar ég hugsa til unglingsáranna hefði ég örugglega getað stöðv- að tvær eða fleiri nauðganir þar sem ég horfði á unga drengi ganga inn í herbergi hjá áfengis- dauðum stúlkum án þess að hugsa meira um það. Ekki standa hjá og horfa á! Ef þú sérð eitthvað grunsamlegt á seyði skaltu láta þá vita sem geta gert eitthvað í málinu. Nauðganir ættu aldrei að vera eitthvað sem við sættum okkur við. Aldrei! ■ Nýja sturtusápan frá NIVEA er með sérstökum nuddhaus sem örvar blóðflæði til húðarinnar. Viltu léttast? Eða þyngjast? Þú getur það með Herbalife! Hafðu samband. Ólöf. S. 861 5356, olsiar@hotmail.com Notalegt nudd. Uppl. í síma 849 1274. Herbalife, frábær lífsstíll. Þyngdarstjórnun, aukin orka og betri heilsa. jurtalif.is Bjarni sími 820 7100. workworldwidefromhome.com www.arangur.is NÝTT Líkami í mótun. Sérsniðið fyrir ÞIG. S. 595 2002, arangur.is Frábær líðan... Alveg síðan... HERBALIFE, eco.is Erla Bjartmarz erla@eco.is 899 4183. Elasto-Gel hita- og kælivafningar. Frábær lausn í sumarfríið til að vinna á vöðvabólgu og lið- vekjum. Fæst í Össur (Orkuhúsinu), Lyfju, Heilsuhúsinu og apótekum um allt land. elastogel.is Heilsuvörur Nudd Fæðubótarefni HEILSA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.