Fréttablaðið - 29.07.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 29.07.2004, Síða 4
4 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Greiningardeildir bankanna: Ósáttar við Íbúðalánasjóð VIÐSKIPTI Greiningardeildir bank- anna eru ósáttar við skort á gagnsæi við útboð á nýjum hús- næðisskuldabréfum. Í gær til- kynnti Íbúðalánasjóður að lokið hefði verið við sölu á skuldabréf- um fyrir um fimm milljarða króna. Útboðið var lokað og komu einungis Íslandsbanki og Deutsche bank að því. Greiningardeildirnar höfðu flestar talið að engin útgáfa yrði á nýjum bréfum um sinn þar sem lítil sala hefur verið á húsbréfum í þessum mánuði. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs kom því á óvart. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að það bitni á verðmyndun ef útgáfa skulda- bréfa komi markaðsaðilum í opna skjöldu. Eins er upplýsinga- gjöf gagnrýnd auk þess sem spurningarmerki er sett við að samið sé við einn af viðskipta- vökum húsnæðisbréfanna þar sem slíkt feli í sér að sá aðili fái meiri upplýsingar en aðrir á markaði. KB banki gagnrýnir útboðið einnig og segir að aðferðin kunni að bitna á almenningi þar sem verð bréfanna sé lægra og vext- irnir hærri í útboðinu í gær - heldur en almennt á markaði. Morgunkorn Íslandsbanka sagði einnig að skortur væri á skýrari línum um það hvenær Íbúðalánasjóður teldi nauðsyn- legt að gefa út skuldabréf. ■ Alda og þari gerðu leit kafaranna erfiða Umfangsmikil leit lögreglu og björgunarsveita að Sri Rahmawati stóð yfir langt fram á kvöld. Frekari leit ekki áætluð í dag. Um klukkan ellefu verður sett út rekald og því fylgt eftir næstu tólf klukkutímana. MORÐRANNSÓKN Hákon Eydal hefur játað að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni, Sri Ra- hmawati, að morgni sunnudagsins 4. júlí. Leit að Sri hélt áfram í gær á svæðinu þar sem Hákon segist hafa komið líki hennar fyrir. Ekki er frekari leit áætluð í dag. En um ellefuleytið verður sett út rekald og athugað hvert það flyst næstu tólf klukkutímana þar á eftir. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í framhald inu . Kafarar sögðu aðstæður til leitar mjög erf- iðar og báru við mikilli öldu og v e r u l e g u m botngróðri sem þeir þurftu að ryðja sér leið um. Þá var skyggni mjög lélegt, en undir öldunni var um tveggja til fjög- urra metra skyggni. Tveir kafaranna eru frá lögreglunni í Reykjavík, tveir frá Ríkislögreglustjóra og fimm frá slysavarnarfélögum Landsbjarg- ar í Hafnarfiði og Reykjavík. Straumur er nokkur við leitar- svæðið og liggur út eftir nesinu auk hreyfingar sjávar við flóð og fjöru. Við sjóleitina voru meðal annars notaðir tveir slöngubátar og björgunarbáturinn Einar Sig- urjónsson. Auk kafaranna leituðu rúmlega eitt hundrað björgunar- sveitarmenn allt frá Hvalfirði að Geldinganesi auk þess var leitað á eyjum og skerjum á sundunum. Fyrst var leitað í klettaskorinni fjörunni um einn og hálfan kíló- metra í hvora átt frá þeim stað sem Hákon benti lögreglu á. Nær fjórar vikur er frá því að Sri týndi lífi. Aðspurður sagði Ómar Smári Ármannsson hjá lög- reglunni í Reykjavík það ekki vera lengri tíma en gengur og gerist. Mjög einstaklingsbundið sé hversu langur tími líði frá verknaði og þar til játning fæst. Hann segir að auk þess sem leit að Sri verði haldið áfram þurfi að at- huga hvort málsatriði passi við vitnisburð og önnur málsgögn. hrs@frettabladid.is sda@frettabladid.is STÓRHOLTSMÁLIÐ Í FJÓRAR VIKUR Sunnudagur 4. júlí Síðast sést til Sri Ramawhati, 33 ára og þriggja barna móður frá Indónesíu. Mánudagur 5. júlí Tilkynnt er um hvarf hennar. Þriðjudagur 6. júlí Lögreglan rannsakar íbúð Hákonar Ey- dal, barnsföður Sri, við Stórholt. Blóð- sýni úr íbúð Hákonar og bíl eru send til rannsóknar í Noregi og hann hand- tekinn. Miðvikudagur 7. júlí Blóð finnst í jeppabifreið Hákonar. Hann er dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald en neitar að vera við- riðinn hvarf Sris. Lögreglan staðfestir að hún hafi rökstuddan grun um að hann tengist hvarfi hennar. Föstudagur 8. júlí Hákon Eydal kærir ekki tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð en neitar að eiga þátt í hvarfi Sri. Enn hefur ekki verið lýst eftir henni meðal almennings. Sunnudagur 11. júlí Mikið blóð í íbúð Hákonar bendir til að átök hafi orðið þar. Mánudagur 12. júlí Rannsókn málsins heldur áfram. Vitni segist hafa séð Hákon burðast með eitthvað þungt vafið í plast. Heimildir herma að reynt hafi verið þrífa blóð úr íbúðinni. Beðið er eftir DNA-rannsókn frá Noregi. Þriðjudagur 13. júlí Rannsókn heldur áfram. Lögreglan gefur ekki upp hvort Sri sé talin látin. Enn er beðið eftir niðustöðu úr DNA- prufu frá Noregi. Miðvikudagur 14. júlí Tilkynnt er að niðustaða úr DNA-prufu sé ekki að vænta fyrr en eftir rúma viku. Tæknideild rannsakar enn íbúð Hákonar. Föstudagurinn 16. júlí Lögreglan stendur fyrir umfangsmikilli leit að Sri. Hjálparsveit er þeim innan handar og þyrlur notaðar. Lögreglan hefur mælt út tiltekið svæði sem Há- kon gat hafa farið á jeppabifreið sinni. Mánudagurinn 19. júlí Þrír kafarar leita að Sri við Geldinga- nes. Heimildir herma að faðir Hákonar hafi verið yfirheyrður sem vitni, en hann bjó með Hákoni í íbúðinni við Stórholt. Þriðjudagurinn 20. júlí Niðurstöður úr blóðsýnum staðfesta að blóðið sem fannst í íbúð Hákonar við Stórholt og í jeppa hans sé úr Sri. Lög- regla segir grunsemdir sínar staðfestar og ræður af aðstæðum að Sri hafi ver- ið ráðinn bani. Kafarar leita enn að Sri við Geldingarnes án árangurs. Hákon neitar sök. Miðvikudagur 21. júlí Gæsluvarðhald yfir Hákoni Eydal fram- lengt og honum gert að sæta geðrann- sókn. Fimmtudagur 22. júlí Hákon neitar enn sök. Mánudagur 26. júlí Slysavarnarfélagið Landsbjörg aðstoðar lögregluna við leit að Sri í nágrenni Reykjavíkur. Þriðjudagur 27. júlí Hákon Eydal játar að hafa varpað líki Sri í sjó við Kjalarnes en neitar að vera valdur að dauða hennar. Miðvikudagur 28. júlí Hákon játar að hafa ráðið Sri bana. Lögreglan leitar að líki hennar við Kjal- arnes. ,,Níu kafarar leituðu Sri í sjónum við Presthúsa- tanga í Hóls- vík á Kjalar- nesi. En þar á fjölskylda Hákonar sumarbústað. Ætlarðu á landsleikinn við Ítali? Spurning dagsins í dag: Ferð þú í ferðalag um helgina? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 74% 26% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Innsetning forseta: Helmingur ríkisstjórnar fjarverandi INNSETNING Að minnsta kosti helm- ingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi við innsetningarathöfn forseta Íslands á sunnudag er Ólaf- ur Ragnar Grímsson sver embætt- iseið til næstu fjögurra ára. Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, verður fjarverandi vegna veikinda en aðrir ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins sem verða fjar- staddir eru Geir H. Haarde og Árni Mathiesen. Ekki fékkst stað- fest hvort Björn Bjarnason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mæti en Sturla Böðvarsson hefur tilkynnt þátttöku sína. Þeir ráðherrar Framsóknar- flokksins sem verða fjarverandi eru Árni Magnússon, Siv Frið- leifsdóttir og Valgerður Sverris- dóttir. Þeir sem hins vegar mæta eru Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson og Jón Kristjánsson. ■ ANDAR KÖLDU Það hefur gengið á ýmsu í samskiptum Íbúðalánasjóðs og bankanna á síðustu vikum. Minni tekjur deCODE: Tapar meiru VIÐSKIPTI Tap Íslenskrar erfða- greiningar hefur aukist um tvær milljónir dollara eða tæplega 144 milljónir króna sé miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrirtækið kynnti afkomuna eftir annan ársfjórðung á erlendum mörkuðum í gær. Tapið er aðallega rekið til lægri tekna, hærri vaxta- greiðslna á lánum og aukins stjórnunarkostnaðar. Tekjur fyrir annan ársfjórðung námu 9,6 milljónum dollurum eða 690.528 milljónir íslenskra króna sem er tæplega 65 milljón- um lægra en á sama tíma í fyrra. Tekjur fyrirtækisins frá áramót- um nema tæplega 20 milljónum dollara sem nemur rúmlega 1.431 milljónum króna. ■ ■ ASÍA EKIÐ Á MÓTI FLÓTTAMÖNNUM 227 norðurkóreskir flóttamenn bættust í gær í hóp rúmlega 200 landa sinna sem tekið hefur verið á móti í Suður- Kóreu síðan á þriðjudag. Ekki hefur fengist upp- gefið hvaðan flóttamennirnir koma en þetta er stærsti hópur landflótta Norður-Kóreumanna sem tekið er á móti í Suður-Kóreu. SPRENGT Í MOSKU Tveir létust í sprengingu í mosku í þorpinu Andar í suðurhluta Afganistans auk þess sem tveir særðust al- varlega. Fjöldi fólks var inni í moskunni þar sem fór fram skráning fyrir komandi kosning- ar í landinu. LÖGREGLUMÁL Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, segir erfitt að meta störf lögrelgunnar frá hvarfi Sri Ra- hmawati þann 4. júlí. „Þegar tvær vikur voru liðnar frá hvarfi hennar Sri höfðu engar fréttir borist; ekki hjá Frétta- blaðinu eða í sjónvarpsfréttum heldur aðeins í DV. Aðeins hafði verið birt að kona frá Indónesíu væri saknað. Þann 15. eða 16. kom fyrsta fréttatilkynningin til fjölmiðla. Síðan hefur málið ver- ið sýnilegt okkur. Vinnubrögð lögreglunnar breyttust og nú getum við séð hvernig rannsókn- inni miðar,“ segir Toshiki. ■ Prestur innflytjenda: Takmörkuð umfjöllun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T TOSHIKI TOMA Segir erfitt að meta störf lögreglunnar við lát Sri Rahmawati. Fjölmiðlaumfjöllun hafi hugsanlega breytt þeim. KAFARAR LEITUÐU Í HÓLSVÍK Áframhaldandi leit að Sri Rahmawati er ekki fyrirhuguð í dag. Í gær fínkembdu kafarar svæðið næst þeim stað sem Hákon sagðist hafa komið líkinu fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.