Fréttablaðið - 29.07.2004, Side 8

Fréttablaðið - 29.07.2004, Side 8
8 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR KAÍRÓ, AP Stjórnvöld í Egypta- landi ætla að beita sér gegn því að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykki ályktun sem Bandaríkjamenn hafa samið og kveður á um viðskiptaþvinganir á Súdan vegna stríðsástands og ofsókna í Darfur-héraði. Vaxandi þrýstings gætir á al- þjóðasamfélagið að bregðast við ástandinu í Darfur með beinum hætti, jafnvel hervaldi. Utanrík- isráðherra Egyptalands, Ahmed Aboul Gheit, sagði í gær að veita ætti stjórnvöldum í Súdan lengri frest til að afvopna vígamenn í Darfur og koma á lögum og reglu. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem var í opinberri heimsókn í Egyptalandi, sagði hins vegar að tíminn væri að renna út. Hjálparstofnanir og Samein- uðu þjóðirnar hafa líkt ástandinu í Darfur við þjóðernishreinsanir, jafnvel þjóðarmorð, og segja að 30 þúsund manns, flestir blökku- menn, hafi fallið og að allt að tveimur milljónum sé hætta búin. Nokkur arabaríki hafa hins vegar tekið upp hanskann fyrir stjórnvöld í Súdan og sakað Bandaríkin um að vilja gera svæðið að áhrifasvæði sínu. Búist er við að tillaga Banda- ríkjamanna um viðskiptaþving- anir verði tekin fyrir í Öryggis- ráðinu á morgun og líklegt er talið að ríki Evrópusambandsins muni styðja tillöguna. ■ ■ EVRÓPA SVONA ERUM VIÐ MEÐALALDUR BÆNDA Hæsti meðalaldur Sýsla Meðalaldur Gullbringusýsla 60 ár Kjósarsýsla 58 ár V-Barðastrandarsýsla 56 ár Snæfellssýsla 55 ár S-Múlasýsla 55 ár Lægsti meðalaldur N-Múlasýsla 52 ár A-Húnavatnssýsla 51 ár Eyjafjarðarsýsla 51 ár V-Húnavatnssýsla 51 ár N-Þingeyjarsýsla 50 ár Heimild: Hagtölur landbúnaðarins 2004 LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! Með Avis kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Kaupmannahöfn kr. 3.600,- á dag m.v. A flokk Billund kr. 3.500,- á dag m.v. A flokk Árósar kr. 3.500,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Danmörk AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn Keypti sjö milljón króna húsbíl handa lævísu kattakonunni – hefur þú séð DV í dag? „Hún virðist vera klár í kollinum,“ segir Einar Thoroddsen MENNTAMÁL Hreyfing virðist vera komin á menntamál geðsjúkra, að sögn Helga Jósefssonar for- stöðumanns samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar. Hann hefur verið boðaður á fund í menntamálaráðuneytinu í dag. Er þess vænst að eftir þann fund verði hægt að tilkynna þeim 115 einstaklingum sem sótt hafa um, að þeir geti haldið áfram námi sínu á næstu önn. Helgi á von á 30 - 40 umsóknum til viðbótar ef skólanum verður gert kleift að starfa áfram í haust. Skólinn hefur verið í lausu lofti síðan í maí, þegar segja varð upp öllum kennurum og starfsfólki, þar sem fjárveiting- ar fyrir næsta skólaár lágu ekki fyrir að hálfu stjórnvalda. Á ann- að hundrað manns hafa því beðið í óvissu í þrjá mánuði. Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir, sem stundað hefur nám í skólan- um sagði í blaðinu í gær, að skól- inn hefði gjörbreytt lífi sínu. Þóra Kristín er með geðhvarfa- sýki sem veldur þunglyndi. Hún kvaðst að mestu laus við ein- kennin eftir að hún hóf skóla- nám. Að sögn Helga hefur skólinn verið starfræktur í þrjár annir. Námið er byggt upp þannig, að það sé hagnýtt. Til dæmis getur fólk lagt stund á ensku, dönsku, stærðfræði, bókfærslu og tölvu- notkun. Fjölmennt er í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, sem býður fólkinu upp á fjarnám. „Margir hafa náð tökum á sínu lífi í náminu,“ sagði Helgi. „Ég hef dæmi af einstaklingi sem sótti fyrstu tvær annirnar, fór síðan í framhaldsskóla og lauk þar próf- um í vor með miklum glæsibrag. Þessi einstaklingur var búinn að vera veikur í 15 ár. Ég hef fleiri ámóta dæmi á takteinum.“ Þegar farið var af stað með námsverkefnið, var ákveðið að það yrði einingabært ef fólk hefði heilsu og löngun til. Þá hefði verið gerður samningur við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Ólafur Sigurbjörnsson aðstoðar- skólameistari vildi síðan stíga skrefið til fulls með því að bjóða þessu fólki upp á fjarnám. All- nokkrir hafa tekið áfanga í Ár- múla í tungumálum, stærðfræði og sálfræði, svo dæmi séu nefnd. Helgi sagði, að námsverkefn- ið væri með faglegan bakhóp, sem skipaður væri yfirlækni geðsviðs Landspítala, félagsráð- gjafa frá Kleppi, sálfræðingi frá Grensásdeild og geðhjúkrunar- fræðingi frá Rauða krossinum. Til þessa hóps væri hægt að leita ef upp kæmu spurningar. jss@frettabladid.is SKÝRIST Í DAG Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir er einn 115 einstaklinga sem bíða nú í óvissu hvort þeim verði gefinn kostur á áframhaldandi námi í haust. Horfur eru betri í dag en í gær því mennta- málaráðuneytið hefur blásið til fundar um málið í dag. Hreyfing á mennta- málum geðsjúkra Eftir óvissutíma er komin hreyfing á menntamál geðsjúkra. Á annað hundrað manns hafa sótt um nám en fjárveitingu hefur skort. Öllum kennurum var því sagt upp en nemendur lifa í voninni. Bandaríkjamenn vilja aðgerðir gegn Súdönum: Egyptar andsnúnir aðgerðum í Darfur ÓSAMMÁLA Egyptaland og önnur ríki snúast gegn tillögu Bandaríkjamanna um aðgerðir í Súdan. M YN D /A P ÓÁNÆGÐIR MEÐ STJÓRNMÁLA- MENN Ástæða áhugaleysis Evrópubúa fyrir kosningum til Evrópuþingsins í lok síðasta mánaðar var mun fremur óá- nægja með stjórnmálamenn en vantrú á Evrópusambandið sjálft að því er nýleg skoðana- könnun hefur leitt í ljós. Ein- ungis þrjú prósent þeirra sem spurðir voru sögðust á móti sambandinu. FUNDU MIKIÐ MAGN FÍKNIEFNA Skoska leyniþjónustan fann nærri 170 kíló af kókaíni í stærsta fundi á fíkniefninu í landinu í áratug. Götuverðmæti efnisins er áætlað um tíu milljónir punda, rúmur einn milljarður íslenskra króna. LÍKAMSLEIFUM SKILAÐ Serbnesk stjórnvöld afhentu í gær líkamsleifar 22 Albana sem voru drepnir meðan á Kosovo-stríðinu stóð í fyrr- verandi Júgóslavíu árin 1998-1999. Líkin voru grafin í fjöldagröfum í Serbíu þaðan sem þau voru grafin upp og flutt í líkhús. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.