Fréttablaðið - 29.07.2004, Síða 12

Fréttablaðið - 29.07.2004, Síða 12
12 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri: Fólk farið að streyma að ÚTIHÁTÍÐIR Fólk er þegar farið að streyma á fjölskylduhátíðina Ein með öllu, sem haldin verður á Ak- ureyri um verslunarmanna- helgina. Tjaldstæði bæjarins eru þegar orðin þétt setin af fólki sem ætlar að njóta góða veðursins, að sögn Braga Bergmann, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar, enda „eru veðurguðirnir norðlenskrar ættar“ eins og hann orðaði það. „Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum fá alla aldurshópa fjöl- skyldunnar,“ sagði hann. „Við mið- um dagskrána við börn, unglinga og fullorðna. Ég vil taka það skýrt fram, að það er 18 ára aldurstak- mark á tjaldstæðunum á Akureyri. Yngra fólki er ekki undir neinum kringumstæðum hleypt inn á þau, nema í fylgd forráðamanna. Ella verður að vísa því frá.“ Bragi sagði að skemmtunin myndi að mestu leyti fara fram á Ráðhústorgi og Akureyrarvelli, þar sem yrði frítt inn. Á tjald- svæðunum yrði hins vegar ekki gæsla umfram það sem væri á venjulegum helgum. Því væri lögð mikil áhersla á 18 ára aldurs- takmarkið. ■ VIÐSKIPTI Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratuga- skeið verið háðar miklum árstíð- arsveiflum þar sem nær öll sal- an hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokk- ur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. „Það er búin að vera óvenju- lega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafn- marga titla á fyrri hluta árs eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári,“ segir Eiður Arnars- son hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníu- hljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gef- inn út dvd-mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sin- fóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska dvd- tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geir- munds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundn- ar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Sonet-útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Sonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðars og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. „Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum,“ segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar er Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir stan- da sjálfir að útgáfunni. Barna- plata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í ríkissjón- varpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar. thkjart@frettabladid.is Póstkort: 37 ár á leiðinni SEELYVILLE, AP Póstkort sem banda- rískur ferðalangur sendi móður sinni frá New Jersey fyrir 37 árum komst loks til skila um helgina. Ferðalangurinn hváði þegar móðir hennar hringdi í hana til þess að þakka henni fyrir kortið. Þegar móðir hennar benti henni á að það væri frá Asbury Park í New Jersey mundi hún hins vegar eftir að hafa sent kort þaðan þeg- ar hún var á ferðalagi árið 1967. Póstkortið hafði hafnað bak við vél á pósthúsi í New York sem ný- lega var færð úr stað og fannst póstkortið þá. ■ Nýjung í fataframleiðslu: Jakki með mp3 spilara FRANKFURT, AP Þýskur fatafram- leiðandi býður nú upp á jakka sem hefur innbyggðan tónlistarspilara sem stjórnað er með tökkum á vinstri erminni. Hægt er að geyma 128 megabæt af gögnum í jakkanum en það samsvarar um tveimur geisladiskum. Jakkinn er einnig búinn út- búnaði til að tengja við farsíma. Sala á jökkunum hefst innan skamms og er gert ráð fyrir að þeir kosti í kringum 55 þúsund krónur og segja framleiðendur að fleiri áþekkar vörur séu í farvatninu, meðal annars skíða- gallar. ■ 172 Danir sviknir: Töpuðu peningum KAUPMANNAHÖFN Fjölmargir Danir töpuðu 12 milljónum samtals þegar landar þeirra í Marbella á Spáni hringdu og buðu þeim hlutabréf í fyrirtæki sem er ekki til. 172 Dan- ir lögðu frá 24.000 krónum dönsk- um upp í 440 þúsundir í fyrirtækið og fengu verðlausa pappíra til baka. Þeir sem hringdu eru horfnir sporlaust með peningana, en lög- reglan í Bandaríkjunum rannsakar málið þar sem talið er að 800 manns víða í heiminum hafi orðið fyrir barðinu á svikurunum. ■ GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GEISLADISKAR TEKNIR MEÐ Í FRÍIÐ Óttar Felix Hauksson hjá Sonet segir að Íslendingar kaupi núorðið töluvert af tónlist til að taka með sér í fríið. Skífan hefur aldrei gefið jafnmikið út að sumri til og nú í ár. Öflug tónlistar- útgáfa í sumar Sumarið er tíminn til að gefa út tónlist, ef marka má þróun í tónlistar- bransanum á síðustu árum. Stærstur hluti innlendrar tónlistar kemur enn út um jólaleytið en útgefendur segja stöðugt meira um útgáfu á sumrin. Þung umferð vörubíla: Slysahætta í Hallorms- staðarskógi SLYSAFORVARNIR Það er tíma- spursmál þangað til alvarlegt slys verður á veginum í gegnum Hallormsstaðarskóg, en hrað- akstur er viðvarandi vandamál þar. Samkvæmt þremur hraða- könnunum sem gerðar voru í júlí, aka aðeins 45 prósent öku- manna á löglegum hámarks- hraða. Reynir Arnórssonar, umferð- arfulltrúi á Austurlandi, segir umferð hafa þyngst mikið á þessum slóðum eftir að virkjun- arframkvæmdir við Kárahnjúka hófust. Umferð vörubíla er tals- verð í gegnum skóginn sem Reynir telur slæmt, því mikið gangandi vegfarendur séu margir. Hann mælist til þess að hraðahindranir verði settar upp til að sporna við alvarlegum slysum. ■ FLÓÐ Fórnarlamb mikilla flóða í Suður-Asíu sefur uppi á borði á heimili sínu í úthverfi höfuð- borgar Bangladess, Dakka. Meira en þús- und manns hafa látist af völdum flóðanna í Bangladess, Indlandi, Pakistan og Nepal síðan þau hófust fyrir um mánuði síðan. M YN D A P ALDURSTAKMARK Strangt 18 ára aldurstakmark er inn á tjaldstæðin á Akureyri um verslunar- mannahelgina, nema forráðamenn séu með í för. ■ ASÍA VONIR UM FRIÐ MINNKA Vonir um að stjórnvöld á Sri Lanka og upp- reisnarhópurinn Tamil tígrísdýrin hæfu friðarviðræður á ný minnk- uðu talsvert í gær. Norðmaður sem ætlaði að halda utan um viðræð- urnar lýsti því yfir að enn væri of langt á milli til þess að raunhæft teldist að hefja viðræður. BARIST VEGNA TRÚARSKOÐANA Tveir hafa látist og að minnsta kosti þrettán særst í óeirðum milli múslima og hindúa í vestur- hluta Indlands síðustu daga. Byggingar hafa verið brenndar til grunna og sýru kastað í lög- reglu sem brást við með því að skjóta á mótmælendurna. Út- göngubann var sett á á svæðinu í gær en um leið og því var aflétt brutust átökin út á ný. ■ ÁSTRALÍA SNERU VIÐ Handskrifuð sprengju- hótun neyddi flugvél Unitited Air- lines til að snúa til baka til Sidney eftir flugtak til Los Angeles. Eftir að hafa yfirheyrt alla 246 far- þegana lýsti lögregla því yfir að hótunin hefði verið gabb.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.