Fréttablaðið - 29.07.2004, Side 20

Fréttablaðið - 29.07.2004, Side 20
Þegar ferðast er til útlanda er best að hafa alltaf kort við hend- ina ásamt nafnspjaldi eða bæklingi frá hótelinu. Ef þú getur ekki borið fram nafnið á hótelinu þá er auðveldast að sýna leigubíl- stjóranum bæklinginn. Það sparar þér tíma, pening og vesen. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Salou Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð kr. á mann M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Verð kr. á mann M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. 12. og 19. ágúst Verð frá 39.995.- 39.995.- 49.890.- Sími: 555 3565 • www.elding.is M IX A • f ít • 0 2 1 2 4 á sjó Ævintýri Reykjavík v/ Ægisgarð Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði Opið: mán.–fim. 9–23.30 fös. 9–00.30 lau.–sun. 10–00.30 Sunnumörk 2 (nýja verslunarmiðstöðin í Hveragerði) Öræfin við Snæfell – Landið sem hverfur ef... er nafn- ið á nýju gönguleiðakorti sem leiðsögumennirnir Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir hafa látið gera í góðri samvinnu við fróðleiksmenn fyrir austan. Það auðveldar fólki m.a. að skoða undraveröld Jöklu og 15 fossaröð í Jökulsá í Fljótsdal en hvor tveggja mun hverfa þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið. Ásta heldur samt enn í vonina. „Þetta svæði er ekki tapað fyrr en Hálslón fyllist. Það er enn hægt að leiðrétta kúrsinn og hætta við,“ segir hún einörð. Þær Ásta og Ósk byrjuðu í fyrrasumar að fara með hópa um svæðið. „Við ætluðum upphaflega bara eina ferð en erum búnar að fara fjórar og sú fimmta verður farin 13. ágúst. Nú hafa um 100 manns komið í Kring- ilsárrana fyrir okkar tilstuðlan en áður höfðu aðeins ör- fáir stigið þar fæti sínum,“ segir Ásta og lýsir Kringils- árrana nánar. „Þar er griðland hreindýra og gæsa og við hvert fótmál er fjöður, gæsaskítur eða hreindýra- slóð. Svo er þar náttúrufyrirbærið hraukar sem ein- ungis hefur fundist á tveimur öðrum stöðum í heimin- um, á Eyjabökkum og Svalbarða.“ Fleira nefnir Ásta sem hún telur til náttúruminja á því svæði sem nýja kortið nær yfir. En hefði hún far- ið að skoða þetta land ef það væri ekki á leiðinni í kaf? Því svarar hún svo: „Ég furðaði mig mjög á því þegar ég fór þarna um í fyrsta skipti árið 2001 að ég hefði ekki vitað af þessum gersemum fyrr og enginn sagt mér frá þeim. En eftir fyrstu kynni heillast maður al- gerlega. Tengslin við náttúruna verða svo sterk.“ Nánari upplýsingar um ferðirnar og búnað er að finna á islandia.is/nature/augnablik.htm gun@frettabladid.is Gönguleiðakort af landinu sem hverfur ef...: Auðveldar fólki að skoða undraveröld Jöklu Grágæsahópur í Kringilsárrana. Ásta hvetur alla til að fara og skoða náttúruperlur á heimsmælikvarða áður en það er um seinan. Sethjallarnir sem Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur nefnir handritin og eru órannsökuð enn. Kárahnjúkar í baksýn. Kortið er gefið út af Eddu og myndir eru eftir Jóhann Ísberg, Friðþjóf Helgason og Ragnar Axelsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söng- kona, stundaði nám í Hollandi og á sér þar heimaborg að heiman. „Ég var í námi í Haag í sjö ár svo hún er nánast mitt annað heimili. Haag er með stærstu borgunum í Hollandi en miklu minna þekkt en Amsterdam og þar af leiðandi rólegri og hálfgerð svefnborg. Það sem mér líkaði best var mannlífið og hvað fólk er nota- legt og opið. Þarna eru frábær kaffi- og veitingahús og þó þjón- ustulund Hollendinga sé kannski ekkert sérstök er maturinn svo góður að þeim fyrirgefst ýmis- legt. Haag liggur að baðströnd og þar er voða gaman á sumrin þeg- ar veðrið er gott. Sjórinn er reyndar norðursjórinn svo hann er kaldur en ef maður er hug- rakkur þá er vel hægt að synda. Ég fór og synti enda er ég hug- rökk,“ segir Guðlaug og hlær við. „Það er ákveðin reisn yfir Haag því drottningin býr þar og þar er drottningarhöllin. Ég sá drottninguna einu sinni þegar ég var úti að skokka með vinkonu minni í garðinum við höllina. Drottningin var að fara í ferða- lag og kom út í þann mund sem við skokkuðum framhjá og veif- aði okkur.“ Guðlaug lærði djass- söng og var mjög ánægð með skólann og menntakerfið í Hollandi. „Allt menntakerfi í Hollandi er mjög fínt og því var skólinn sem ég var í mjög góður og kennarar og nemendur koma allsstaðar að úr heiminum, „ seg- ir Guðlaug og á sjálfsagt alltaf eftir að halda tengslunum við Haag, bæði með því að fara þangað og líka með því að nýta það sem hún lærði þar. ■ Guðlaug ásamt Stúlku með perlu- eyrnalokk eftir Hollenska málarann Vermeer sem málaði myndina skammt frá Haag. Skokkaði fram á drottninguna í Haag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.