Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2004, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 29.07.2004, Qupperneq 40
28 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Búálfarnir spila á Neistaflugi í Egilsbúð.  23.00 Skítamórall er með órafmagn- aða tónleika á Útlaganum, Flúðum.  23.00 Búðabandið með Bryndísi Ásmundsdóttur í broddi fylkingar skemmtir á Glaumbar í kvöld.  Bítlarnir spila á Hverfisbarnum.  dj andrés með eletronic house á Kaffi Sólon.  10. verslunarmannahelgin í Úthlíð hefst. Í ár er dagskráin stíluð fyrir fjölskyldur. Kvikmyndin Kaldaljós hefur fengið góðar viðtökur á alþjóð- legum kvikmyndahátíðum en nú hefur verið opnuð myndlistar- sýning á veitingahúsinu Jóm- frúnni í Lækjargötu sem tengist bíómyndinni. „Verkin á sýning- unni eru afrakstur vinnu minnar við kvikmyndina Kaldaljós en ég var það sem kallað er leik- myndahöfundur kvikmyndar- innar,“ segir myndlistarmaður- inn og leikmyndahönnuðurinn Sigurjón Jóhannsson en á sýn- ingunni er um að ræða teikning- ar sem Grímur Hermundsson yngri, leikinn af Ásláki Ingvars- syni, teiknar í Kaldaljósi. „Ég þurfti að útbúa myndir sem trú- verðugt væri að tíu ára drengur hefði teiknað. Það var bæði dálít- ið snúið og skrítið því ég er rosk- inn maður og þurfti þarna allt í einu að setja mig í spor lítils barns.“ Sigurjón segir allmargar skissur hafi birst í bíómyndinni en á sýningunni gefur að líta fullkláraðar vatnslitamyndir. „Ég gat ekki neitað mér um að klára myndirnar til fulls eftir að tökum var lokið á Kaldaljósi því mér þótti þessi einfalda lífssýn sem drengurinn hafði heillandi. Þessi lífssýn persónunnar Gríms gerði það að verkum að ég þurfti að breyta um stíl og taka upp nýja aðferð til að útfæra mynd- irnar.“ Myndirnar sem um ræðir og birtust í Kaldaljósi voru að sögn Sigurjóns partur af frásögn kvikmyndarinnar. „Þær hafa bæði ákveðið forspárgildi í frá- sögninni og lýsa jafnframt hug- arheimi Gríms,“ segir Sigurjón en sem kunnugt er, er Kaldaljós í leikstjórn Hilmars Oddssonar byggð á samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Myndlistarsýningin á Jóm- frúnni stendur fram til 15. sept- ember og er um sölusýningu að ræða. ■ Sýning byggð á verkum úr Kaldaljósi HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 1 Fimmtudagur JÚLÍ MYNDLIST SIGURJÓN JÓHANNSSON ■ Setti sig í spor tíu ára drengs í kvik- myndinni Kaldaljós er hann teiknaði myndir fyrir Grím Hermundsson yngri sem leikinn er af Ásláki Ingvarssyni. ■ MYNDLIST Í kvöld kl.22:00 Hvanndalsbræður Grand Rokk Nánar á www.grandrokk.is Ferðaklúbbur eldri borgara Dagsferð í Veiðivötn 5. ágúst. Þjórsárdalur, Veiði- vötn, Vatnahringur, Hrauneyjar, Landsveit, Reykjavík. Upplýsingar hjá Hannesi s. 892-3011 ■ ■ ÚTIVIST  17.00 Farið verður í fornleifarölt um Hólastað hinn forna. Lagt verður af stað frá Hólum í Hjaltadal.  19.30 Gengið verður um skálda- slóðir Halldórs Laxness og Egils Skallagrímssonar með leiðsögn Bjarka Bjarnasonar. Lagt verður af stað frá Gljúfrasteini.  20.00 Á síðustu fimmtudagskvöld- göngu sumarsins á Þingvöllum mun Þorvarður Árnason heim- spekingur og líffræðingur ræða um náttúrusýn Íslendinga. Göngu- ferðin hefst við Flosagjá og verður farið um Gönguveg í Skógarkot. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Orgelleikarinn Magnús Ragnarsson heldur hádegistón- leika í Hallgrímskirkju.  21.30 Havanabandið leikur í Deiglunni, Akureyri.  22.00 Hvanndalsbræður leika á Grand Rokk.  Hljómsveitin Mannakorn heldur tón- leika á Gamla bauk á Húsavík. Quintet Sigurdórs Guðmundsson- ar rafbassaleikara þeytist nú um landið til að spila frumsaminn djass fyrir landann. „Við erum tveir Íslendingar og þrír Danir í bandinu,“ segir tónlistarmaðurinn Sigurdór Guðmundsson en Dön- unum kynntist hann þegar hann dvaldi við nám í Danmörku. „Ég var í FÍH en fór sem skiptinemi í Den jyske musikkonservatorium um tíma. Tveir af Dönunum eru í bandi sem kallar sig Paven eða Páfinn og hefur verið að gera það gott úti. Við spiluðum saman úti og fljótlega eftir að samstarfið hófst kviknaði áhugi fyrir Ís- landsför.“ Sigurdór segir frumsömdu tón- listina ansi fjölbreytta. „Það er komið víða við og það er talsvert um spuna. Við spilum fönk fusion tónlist og tónlist sem má segja að sé undir balkan áhrifum en inn á milli eru angurværar ballöður sem gætu nánast flokkast undir að vera popplög.“ Tónleikaferð hljómsveitarinn- ar hófst í gær í Duus húsinu í Keflavík en strákarnir verða á Akureyri í kvöld. „Þar spilum við á Græna hattinum klukkan 21.00, förum svo til Húsavíkur til að spila á föstudaginn og verðum á þriðjudagskvöldið klukkan 21.30 á Grand Rokk.“ ■ Frumsaminn djass víða um land QUINTET SIGURDÓRS GUÐMUNDSSONAR Þrír Danir og tveir Íslendingar ferðast nú um landið til að spila djass og verða á Akureyri í kvöld. SIGURJÓN JÓHANNSSON Hefur opnað sýningu á verkum sínum á veitingahúsinu Jómfrúnni í Lækjargötu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.