Fréttablaðið - 03.08.2004, Side 47

Fréttablaðið - 03.08.2004, Side 47
Undarleg uppákoma átti sér stað við alþjóðlega Lilongwe- flugvöllinn í Malawi þegar sást til kaþólsks prests og nunnu stunda kynlíf í bíl sem lagt var á stóru bílaplani. Fólk sem statt var á bílastæðinu tók eftir því hvernig bíllinn hristist skringi- lega og kallaði á lögreglu flug- vallarins. Í ljós kom að 46 ára prestur og 26 ára nunna, voru þar sakhæf um ósiðlega fram- komu á almannafæri. Í fullsetn- um, hálfflissandi réttarsal ját- uðu þau bæði sekt sína og hlutu sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir. Konan sagðist þá iðrast og sjá eftir atburðinum en presturinn sagðist, sem guðs maður, hafa samþykkt að djöfullinn næði á honum tökum. Dómari sagði það spila inn í dómsúrskurð að parið hafi mis- notað stöðu sína sem þjónar guðs og því seint grunuð um glæp af slíku tagi. Þau voru þó samvinnuþýð og mildaði það dóminn ásamt iðrun þeirra. ■ 27ÞRIÐJUDAGUR 3. ágúst 2004 Prestur og nunna við ósiðsamlegt athæfi. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN ■ SJÓNVARP ■ TÓNLIST Með Avis kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Benidorm kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Alicante kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Costa del Sol kr. 2.100,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Spánn AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn Damon Albarn, P.J. Harvey og Nick Cave eru á meðal frægra tónlistarmanna sem eiga lög á nýjustu plötu Mari- anne Faithful, Before the Posion. Síðasta plata Faithful, Kissin’ Time kom út fyrir tveimur árum. Lag Albarn kallast The Last Song. Harvey á þrjú lög á plötunni, auk þess sem hún samdi titillagið og In the Factory við texta Faithful. Cave á einnig þrjú lög og kall- ast þau Crazy Love, There is a Ghost og Desperanto. Tíunda lag plötunnar samdi Jon Brion, samstarfsmaður Amiee Mann. Before the Posion kemur út 27. september. Þess má geta að Faithful kom nýlega fram í leikhúsi í London í söngleiknum „The Black Rider: The Casting of the Magic Bullets,“ eftir Tom Waits og William S. Burroughs. ■ Rokkhljómsveitin Dios frá Kali- forníu, sem gaf út samnefndan frumburð sinn í mars, hefur breytt nafni sínu í Dios Malos. Ástæðan er sú að þungarokkar- inn Ronnie James Dio, fyrrum meðlimur Black Sabbath, kærði sveitina fyrir að stela nafninu sínu. Eftir að Dio hætti í Sabbath árið 1983 stofnaði hann hljóm- sveitina Dio, sem hefur núna gefið út tólf plötur. Meðlimir Dios voru mjög undr- andi á tilburðum Dio en ætla að halda ótrauðir áfram. „Við héldum fyrst að þetta væri grín,“ sagði bassaleikarinn J. P. Cabellaro í við- tali við Rolling Stones. „Þegar við skírðum hljómsveitina vorum við að hugsa um guð,“ sagði hann. „Dios þýðir guð á spænsku. Þrátt fyrir þetta ætlum við að halda áfram í tónleikaferð okkar til að fylgja eftir nýjustu plötu okkar.“ ■ Seacrest af skjánum Spjallþátturinn „On Air With Ryan Seacrest“ verður tekinn af dagskrá hjá um það bil tuttugu sjón- varpsstöðv- um í Banda- ríkjunum á næstunni. S j ó n - varpsstöðv- arnar eru í eigu Sinclair B r o a d c a s t Group sem f r a m l e i ð i r þ á t t i n n . Ástæðan fyrir ákvörðuninni er lít- ið áhorf en erfiðlega hefur gengið að fjölga áhorfendum síðan þátt- urinn hóf göngu sína í janúar á þessu ári. Þetta er mikið áfall fyrir Seacrest, sem hefur staðið sig prýðilega sem stjórnandi American Idol þáttarins. ■ KISS ROKKAR ENN Hljómsveitin fornfræga, Kiss, er komin saman á ný og rokkar nú sem aldrei fyrr. AP /M YN D Prestur og nunna gripin glóðvolg RYAN SEACREST Spjallþættir Seacrest hafa ekki gengið sem skyldi. P.J. HARVEY aðstoðaði goðsögnina Marianne Faithful á nýjustu plötu hennar. Faithful fær góða hjálp DIO Ronnie James Dio, í miðjunni, ásamt félögum sínum í Dio. Dio kærir Dios

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.