Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 4

Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 4
4 12. júní 2004 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Sænski ferðalangurinn sem handtekinn var í Leifsstöð 21. maí síðastliðinn með tvær milljón- ir króna í reiðufé í vösunum var dæmdur til fjögurra mánaða fang- elsisvistar í gær. Hann hafði játað á sig fjársvik við yfirheyrslu og birti sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli honum ákæru í gær. Síðan dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann í fjögurra mán- aða fangelsisvist, þar af þrjá mán- uði skilorðsbundna. Svíinn var síð- an fluttur á Litla-Hraun, þar sem hann afplánar nú. Þetta óvenjulega mál tók á sig endanlega mynd í fyrradag, þegar íslenskur karlmaður var kallaður til yfirheyrslu hjá sýslumanns- embættinu sem vitni. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var það sá maður sem Svíinn játaði fyrir Héraðsdómi í gær að hafa svikið milljónirnar tvær af. Ekki er með öllu ljóst hvernig viðskipti mannanna höfðu verið þar sem framburður þeirra var ekki samhljóða við yfirheyrslur. Ljóst er þó að Svíinn hafði með blekkingum tilgreinda upphæð af Íslendingnum sem hann hugðist síðan taka með sér úr landi. Þá er ekki með öllu ljóst hvernig Svíinn hugðist nýta sér fjár- munina, þegar hann væri kominn á erlenda grund, en talið líklegt að hann hafi verið að flýta sér úr landi og haldið að hann gæti skipt milljón- unum í erlenda mynt þar. Maðurinn hafði dvalið hér á landi síðan 6. apríl. Hann hafði gist á ýmsum gistiheimilum, bæði í Reykjavík og Kópavogi. Þegar á dvölina leið leigði hann sér hús- næði sem hann bjó í þar til hann hugðist yfirgefa landið. Hann er fæddur í Tyrklandi en er með sænskan ríkisborgararétt. Hann hefur lengi búið í Svíþjóð og Nor- egi og hefur komist í kast við lög- in erlendis. ■ Hagvöxturinn á fleygiferð Hagvöxtur mældist 4,9 prósent. Bólga í öllum tölum, segir seðlabanka- stjóri. Íslandsbanki telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku. EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mán- uðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. „Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur,“ segir Birgir Ísleifur Gunn- arsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mán- uð. „Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbend- ingu um betri verðbólguhorfur.“ Birgir Ísleifur bendir á að hag- vöxturinn sé einnig á mikilli fleygi- ferð. „Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er.“ Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. „Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíu- verði og hækkun á húsnæðis- verði,“ segir Birgir Ísleifur. „Olíu- verð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á hús- næðisverði staðið í einhverju sam- bandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni.“ Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tíma- bili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukn- ingu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjár- festing í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist. hegat@frettabladid.is Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ: Óvenjulegt ástand EFNAHAGSMÁL „Íslenska hagkerfið byrjaði mjög snöggt að taka við sér á seinni hluta síðasta árs,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnun- ar Háskóla Íslands. „Þetta er mjög óvenjulegt ástand sem kem- ur upp í kjölfar þess.“ Tryggvi Þór bendir á mikla aukningu einkaneyslu og fjárfest- ingar, aðallega vegna stóriðju- framkvæmda. „Einkaneysla eykst vegna væntinga um betri tíð og mikinn hagvöxt, ekki síst vegna framkvæmda á Austurlandi,“ seg- ir Tryggvi. „Þessi spenna gerir það að verkum að þrýstingur myndast á verðlagið í landinu og verðbólgan fer af stað.“ ■ 2001 I. 8,4 II. 0,8 III. 0,8 IV. 1,5 2002 I. 0,0 II. 0,1 III. -0,4 IV. -1,9 2003 I. 4,6 II. 3,3 III. 3,3 IV. 4,8 2004 I. 4,9 Óttastu aukna verðbólgu? Spurning dagsins í dag: Styður þú fyrirhugað verkfall kennara? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 19% 81% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Miðstjórn ASÍ: Stjórnvöld axli ábyrgð EFNAHAGSMÁL Miðstjórn Alþýðu- sambands Íslands hefur áhyggjur af stöðu og horfum efnahagsmála, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá ASÍ. „Með nýgerðum kjarasamning- um hefur launafólk á almennum vinnumarkaði sýnt að það er reiðu- búið að axla sinn hluta af ábyrgðinni á að viðhalda stöðugleika í efnahags- lífinu,“ segir í tilkynningunni. „Jafn- framt gerir það kröfu til þess að aðr- ir aðilar, einkum stjórnvöld, axli sína ábyrgð með sama hætti.“ Í tilkynningunni segir að ríkis- stjórnin verði að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr of- þenslu. Áform um verulegar skattalækkanir og miklar fram- kvæmdir gangi í þveröfuga átt. ■ Með Avis kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Benidorm kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Alicante kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Costa del Sol kr. 2.100,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Spánn AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn HANDTEKINN Svíinn var handtekinn þegar hann hugð- ist ganga um borð í flugvél sem var á leið til Bretlands. Héraðsdómur Reykjaness: Milljóna-Svíinn dæmdur fyrir fjársvik HAGVÖXTUR 0 2001 2002 2003 2004 8,4 0,8 -1,9 4,6 4,9 HAGVÖXTUR ÁRANNA 2001-2004 Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi ársins mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórð- ungi ársins 2001. Hjálmar Árnason: Skoða þarf svigrúmið EFNAHAGSMÁL Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, telur lækkun virðisauka- skatts eina leið til þess að bregðast við aukinni verðbólgu. „Sumir hagfræðingar hafa reyndar haldið því fram að óráð- legt sé að grípa til skattalækkana þegar hitinn er sem mestur í hag- kerfinu þar sem hún muni ýta und- ir þensluna,“ segir Hjálmar. „Þessu eru þó ekki allir sammála.“ Hjálmar segir þó ljóst að stjórn- arflokkarnir hyggist lækka skatta og skoða þurfi hvaða svigrúm gef- ist til þess. „Jafnframt þarf að hafa í huga að eftir því sem skattar eru lækkaðir minnka tekjur ríkissjóðs og þar með svigrúmið til þess að standa undir velferðarkerfinu,“ segir Hjálmar. ■ EFNAHAGSMÁL Einar Oddur Krist- jánsson, varaformaður fjárlaga- nefndar, telur rétt að lækka virð- isaukaskatt í kjölfar aukinnar verðbólgu. „Við lýstum því yfir í stjórnar- sáttmálanum að við ætlum að lækka skatta um 20 milljarða á kjörtímabilinu,“ segir Einar Odd- ur. „Þessi verðbólguvá sem núna er komin upp segir mér að við eig- um að einbeita okkur að því að lækka virðisaukaskattinn eins mikið og við getum.“ Að sögn Einars Odds þurfa stjórnvöld að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins. „Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að kjara- samningar geti haldið.“ „Lækkun virðisaukaskatts kemur til með að lækka vöruverð og gæti þar af leiðandi unnið gegn verðbólgunni,“ segir Pétur Blön- dal, formaður efnahags- og við- skiptanefndar, þegar hugmyndir Einars Odds eru bornar undir hann. „Mér finnst vel koma til greina að skoða þann flöt í ljósi aðstæðna. Hins vegar megum við ekki gleyma meginmarkmiði okk- ar, sem er lækkun tekjuskatts.“ Pétur telur hins vegar ekki rétt að einblína einungis á ríkisfjár- málin vegna verðbólgunnar. „Þetta er líka spurning um sparn- aðarhegðun landsmanna, sem ég tel ekki síður mikilvæga.“ ■ Varaformaður fjárlaganefndar: Lækkun virðisaukaskatts í forgang FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Varaformaður fjárlaganefndar telur rétt að lækkun virðisaukaskatts verði sett í forgang í ljósi verðbólguvár. Samtök atvinnulífsins: Vara við rýmkun lána EFNAHAGSMÁL „Þessi hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi er að stórum hluta til kominn vegna aukinnar einkaneyslu og mikillar lántöku,“ segir Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. „Hann er því ekki byggður á varanlegri aukn- ingu verðmætasköpunar.“ Hannes telur ástæðu til þess að stjórnvöld beiti þeim ráðum sem tiltæk eru til að reyna að stuðla að auknu jafnvægi í efnahagskerf- inu. „Okkur finnst ástæða til þess að fara mjög varlega í það að rýmka lánareglur Íbúðalánasjóðs og auka lánveitingar til fasteigna- kaupa,“ segir Hannes. „Stór hluti þessarar vaxandi verðbólgu er til kominn vegna verðhækkana á íbúðarhúsnæði.“ ■ 04-05 11.6.2004 21:05 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.