Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 6

Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 6
6 12. júní 2004 LAUGARDAGUR Skýrsla um fækkun hryðjuverka röng: Hryðjuverkum fer fjölgandi HRYÐJUVERK Bandarísk stjórnvöld eru að tapa stríðinu sem þau hófu árið 2001 gegn hryðjuverk- um í heiminum en tölur fyrir árið 2003 sýna mikla aukningu hryðjuverka hvarvetna. Hefur bandaríska utanríkisráðuneytið dregið til baka skýrslu sem sýndi hið gagnstæða eftir að í ljós kom að hún var full af stað- leysum og beinlínis röng í sum- um atriðum. Sem dæmi sýndi skýrslan eingöngu tölur um hryðjuverk fram að nóvember 2003 og því vantaði tölfræði tveggja mánaða á árinu. Er þetta olía á eld þeirra sem gagnrýnt hafa George Bush, forseta Bandaríkjanna, en hann hefur ítrekað lýst yfir að vel gangi í baráttunni. Colin Powell, utanríkisráðherra landsins, seg- ir það alvarlegt að umrædd skýrsla hafi verið röng og lang- ur vegur sé frá því að stríðið sé að vinnast. „Forsetinn hefur gefið það skýrt í ljós að baráttan heldur áfram og ljóst er að við verðum enn frekar að spýta í lófana.“ ■ Lögreglan á Selfossi: Kannabis á dvalarstað LÖGREGLA Kona um fertugt var tek- in á Selfossi í fyrrakvöld grunuð um að aka undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. Í kjölfarið var gerð hús- leit á dvalarstað konunnar og fundust þar sautján grömm af kannabis. Konan gisti fangageymslur lögreglunnar á Selfossi en var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær. ■ RJÚPA Rjúpnastofninn er í uppsveiflu. Náttúrufræðistofnun: Enn lítið af rjúpu FRIÐUN Uppsveifla hefur orðið í rjúpnasofninum samkvæmt rjúpnatalningu, á vegum Náttúr- fræðistofnunar Íslands, í vor. Mat Náttúrufræðistofnunar er að ekki sé hægt að hverfa frá ákvörðun um þriggja ára veiðibann að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Uppsveifla á stofninum var hafin í fyrravor á friðaða svæðinu á Suðvesturlandi en eftir að veiði- bannið var sett gætir uppsveiflu í nær öllum landshlutum. Þá segir að búast megi við áframhaldandi vexti stofnsins næstu þrjú til fjög- ur árin. Vöxturinn er í samræmi við væntingar sem gerðar voru til friðunaraðgerða. Þrátt fyrir vöxt- inn er enn tiltölulega lítið af rjúpu í landinu. ■ ■ ASÍA GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,64 0,61% Sterlingspund 131,99 -0,05% Dönsk króna 11,72 0,09% Evra 87,12 0,01% Gengisvísitala krónu 122,46 0,07% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 346 Velta 8.8945 milljónir ICEX-15 2.709 -0,09% MESTU VIÐSKIPTIN Marel hf. 813.380 Össur hf 368.662 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 303.253 MESTA HÆKKUN Marel hf. 5,68% Vátryggingafélag Íslands 3,42% Burðarás hf. 2,58% MESTA LÆKKUN Bakkavör Group hf. -2,53% Actavis Group hf. -0,96% Samherji hf. -0,93% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ 10.410,1 lokað Nasdaq 1.999,9 lokað FTSE 4.484,0 -0,1% DAX 4.014,6 -0,2% NK50 1.410,5 -0,1% S&P 1.136,5 lokað *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Nú standa yfir kosningar í öllumlöndum Evrópusambandsins, þar sem kosnir eru fulltrúar í eina af stofnunum ráðsins. Hvaða stofnun er það? 2Hvaða opinbera stofnun í eiguReykjavíkurborgar hefur hækkað gjaldskrá sína um 10% á tveimur árum? 3Hvar fór minningarathöfn um Ron-alds Reagan, 40. forseta Bandaríkj- anna, fram í gær? Svörin eru á bls. 50 Bandaríkjaher: Eyðir eigin eiturefnum BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd hafa ákveðið að láta eyða öllum birgðum sínum af VX eiturgasinu. VX er baneitrað og var grunur um að Írakar ættu slík efni sem var ein af ástæðunum sem nefnd var til stuðnings innrás í Írak. Búist er við að það taki tvö og hálft ár að eyða þeim 1.269 tonnum sem framleidd voru á árunum 1961 til 1969. Þá fyrirskipaði Richard Nixon, nýkjörinn Bandaríkjafor- seti, að framleiðslu þeirra skyldi hætt. Herinn hefur aldrei notað efn- in í hernaði en því var fyrir mistök sprautað á kindur með þeim afleið- ingum að 6.000 þeirra drápust. ■ HRYÐJUVERK Ellefu létust í sprengjuárás í Afganistan í gær en Bandaríkjamenn hafa viðurkennt að árangur í stríði þeirra gegn hryðjuverk- um sé lítill.M YN D /A P TÍU LÉTUST Tíu létust þegar ráðist var á bílalest hershöfðingja í paki- stönsku borginni Karachi. Hers- höfðinginn slapp hins vegar lif- andi. Miklar róstur hafa verið í borginni undanfarið. Stutt er síðan 25 létust í þriggja daga átökum í kjölfar morðs á klerki í borginni. ATVINNULÍF Baugur Group afskrifaði ríflega 2,2 milljarða króna vegna gjaldþrots Bonus Stores í Banda- ríkjunum á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Þá hefur verið gert ráð fyrir áætlaðri skattakvöð vegna hugsan- legra skattbreytinga, sem gætu fylgt í kjölfar frumskýrslu skatt- rannsóknarstjóra, en hún var afhent félaginu 4. júní síðastliðinn. Met- hagnaður varð á rekstri félagsins á síðasta ári eða 9,5 milljarðar króna. „Ég vil ekki gefa það upp,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, spurður um þá upphæð sem lögð hefði verið til hliðar vegna skatt- rannsóknarinnar. Spurður hvernig sú upphæð væri fundin sagði Jón Ásgeir að krafan frá skattrann- sóknarstjóra hefði verið reiknuð út eins og hún liti út í fyrsta umgangi. „Við höfum andmælarétt til 25. júní næstkomandi og teljum okkur geta svarað þessu öllu, en gagnvart okkar lánardrottnum teljum við rétt að gera þetta með þessum hætti,“ sagði hann. Á aðalfundinum kom fram að Baugur Group hf. er nú kjölfestu- fjárfestir í alls 9 félögum hér á landi og erlendis og jafngildir velta þessara félaga um 130 milljörðum króna á ári. Hjá þessum félögum starfa samtals um 9.500 manns. Miklar vonir eru bundnar við að verðmæti hluta félagsins í þessum fyrirtækjum eigi eftir að aukast enda hafa þau öll verið að eflast. Gildir það jafnt um skráðu félögin og hin óskráðu. Í því sambandi má benda á að EBITDA-hagnaður Oas- is á síðastliðnu ári jafngildir um 4,5 milljörðum króna, en Baugur Group hf. á 57% í félaginu. Félagið hyggst auka umsvif sín og fjárfestingar erlendis en draga úr vægi starfsemi sinnar á Íslandi. Baugur Group hf. hefur myndað sterk viðskiptatengsl við margar af virtustu fjármálastofnunum Bret- lands og mun í samstarfi við þær og aðra fjárfesta freista þess að nýta margvísleg fjárfestingartæki- færi þar í landi, einkum á sviði verslunar og fasteignareksturs. Fram kom á fundinum að búist er við að endanleg skýrsla skatt- rannsóknarstjóra verði send til rík- isskattstjóra til afgreiðslu síðar í sumar eða í haust. Skattrannsóknin er sprottin upp úr lögreglurann- sókn embættis ríkislögreglustjóra, en sú rannsókn hófst 28. ágúst 2002 í kjölfar ásakana Jóns Geralds Sul- lenberger í garð þeirra Jóns Ás- geirs Jóhannessonar forstjóra og Tryggva Jónssonar, þáverandi að- stoðarforstjóra. Báðir hafa stað- fastlega haldið fram sakleysi sínu og ekkert hefur komið fram hjá fé- laginu sem bendir til þess að stjórnendur hafi brotið á því, að mati endurskoðenda. jss@frettabladid.is www.plusferdir.is Benidorm 29.955 kr. N E T M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára í íbúð með 1 svefnherbergi í 7 nætur á Halley 23. júní. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Verð miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman 39.990 kr. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 23. júní Verð frá AÐALFUNDUR Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri og Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, eftir aðal- fundinn í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G V A Lagt til hliðar vegna skattrannsóknar Baugur Group hefur lagt til hliðar tiltekna fjárhæð vegna yfirstandandi skattrannsóknar. Þá afskrifaði félagið 2,2 milljarða vegna gjaldþrots Bonus Stores. Þrátt fyrir það er síðasta ár metár í rekstri félagsins. 06-07 11.6.2004 19:40 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.