Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 8

Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 8
8 12. júní 2004 LAUGARDAGUR REAGAN KVADDUR Dómkirkjan í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, var þétt setin meðan minningar- athöfn um Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fór fram. Þar voru meðal annarra 167 sendiherrar, 25 núverandi þjóðarleiðtogar, fjórtán utanríkisráðherrar og ellefu fyrrver- andi þjóðhöfðingjar. Kvikmyndamiðstöðin braut reglugerð Kvikmyndamiðstöð Íslands gerði ekkert formlegt mat á umsóknum Passport kvikmynda um eftirlits- og kynningarstyrki áður en þeim var synjað. Passport kærði niðurstöðuna til mennta- málaráðuneytisins, sem felldi annan úrskurðinn úr gildi. STJÓRNSÝSLUKÆRA Menntamálaráðu- neytið hefur fellt úrskurð Kvik- myndamiðstöðvar Íslands um að neita kvikmyndafyrirtækinu Pas- sport um kynningarstyrk vegna myndarinnar Þriðja nafnið úr gildi. Kvikmyndamiðstöðinni er gert að taka málið upp að nýju þar sem ekkert formlegt mat fór fram áður en ákveðið var að hafna um- sókninni. Einar Þór Gunnlaugsson, fram- leiðandi og eigandi fyrirtækisins Passport, telur að gagnrýni hans á Kvikmyndamiðstöðina hafi ráðið úrslitum um að hann fékk ekki styrkinn sem og styrk um eftir- vinnslu. Hann segir úrskurðinn áfellisdóm yfir Laufeyju Guðjóns- dóttur forstöðumanni og Hirti Grétarssyni, framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvarinnar, þar sem bæði voru í nefnd sem vann að gerð reglugerðar fyrir Kvik- myndamiðstöðina. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands, segir ákvörðun Kvikmynda- miðstöðvarinnar ekki hafa verið vegna gagnrýni Einars. „Þegar það er takmarkaður sjóður og margir umsækjendur með verðugar um- sóknir þá, því miður, veit maður að margir verða óánægðir og gagn- rýna,“ segir Laufey. „Það er rétt að kvikmyndin fékk ekki skriflega umsögn kvikmyndaráðgjafa. Við fengum mjög margar umsóknir og voru margir sem biðu svara, með- al annarra Einar.“ Laufey segir það hafa verið mistök að ekki hafi farið fram formlegt mat á umsókn- inni. „Við viljum ekki meina að það hafi að minnsta kosti verið vilj- andi. Það lá ekki fyrir að myndin væri tilbúin,“ segir Laufey en það sé skilyrði fyrir kynningarstyrk. Hratt hafi hins vegar verið unnið. „Við vitum það núna að hún er sannarlega tibúin, myndin, og okk- ur ekkert að vanbúnaði að fjalla um umsóknina aftur.“ Einar segir mikilvægt að menntamálaráðuneytið endur- skoði reglugerðina og geri hana ít- arlegri til að forðast svona uppá- komur. „Kvikmyndamiðstöð Ís- lands verður að vera hafin yfir all- an grun, að þar sé heiðarlega og eðlilega að mati umsókna staðið því heil atvinnugrein stólar á þessa stofnun.“ gag@frettabladid.is Bandarísk ungmenni: Sjálfsvígum fækkar BANDARÍKIN, AP Sjálfsvígum banda- rískra ungmenna hefur fækkað undanfarin ár og aðferðirnar sem þau beita til þess hafa breyst. Fyrir tólf árum frömdu að meðaltali 6,2 af hverjum hundrað þúsund tíu til nítján ára Banda- ríkjamönnum sjálfsvíg. Árið 2001 var tíðnin komin niður í 4,6 sjálfs- víg á hver 100.000 ungmenni. Algengast er að ungmenni skjóti sig en mjög hefur aukist að þau hengi sig eða kæfi með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við meðal tíu til fjórtán ára ung- menna, 163 kæfðu sig árið 2001 en 90 skutu sig. ■ Þingvellir: Nýr prestur í sumar KIRKJUHALD Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur falið sr. Kristjáni Val Ingólfssyni prests- þjónustu í Þingvallaprestakalli til loka ágústmánaðar. Mun hann meðal annars sinna helgihaldi á Þingvöllum yfir sumarmánuðina en það verður með fjölbreyttum hætti og verður leitast við að koma til móts við þarfir þeirra er sækja þennan þjóðarhelgidóm. Auk guðsþjónustu í Þingvalla- kirkju á sunnudögum verður fjöl- breytt helgihald í sumar. Verður það á íslensku, ensku og þýsku. Dagskrá þess hefur verið unnin í samráði við þjóðgarðsvörð á Þingvöllum. ■ ÞINGVALLAPRESTUR Sr. Kristján Valur Ingólfsson mun sjá um prestsþjónustu á Þingvöllum í sumar. LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands segir brot á reglugerð ekki viljandi og ekkert sé að vanbúnaði að fjalla aftur um kvikmyndina Þriðja nafnið. ÚTFLUTNINGUR Færi hross voru flutt út á fimm fyrstu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þá höfðu verið flutt út 619 hross á móti 591 nú. Ef litið er á útflutning til hinna ýmsu landa hafa verið flutt 30 hross til Austurríkis á móti 17 á sama tíma í fyrra. Samtals 116 hafa farið til Þýskalands nú á móti 91 í fyrra. Til Danmerkur hafa nú verið seld 94 hross en voru 74 í fyrra. Samdráttur hefur aftur orðið á Svíþjóðarmarkaði. Þangað fóru 235 hross á fyrstu fimm mánuðum síð- asta árs, en 178 í ár. Sala til Noregs hefur einnig dregist saman það sem af er árinu, því í fyrra fóru þangað 86 hross, en 43 í ár. ■ ÚTFLUTNINGUR Færri hross hafa verið flutt út fyrstu fimm mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Útflutningur til ýmissa landa: Færri hross en í fyrra FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA SVONA ERUM VIÐ Heimild: Svar landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller. Ár 2000 2001 2002 1 .6 7 7 .2 7 4 1 .8 9 3 .9 9 3 1 .9 5 1 .7 0 8 GREIÐSLUR TIL SAUÐFJÁRBÆNDA Beinar greiðslur sveitarfélaga til sauðfjár- bænda í þúsundum króna. Þorsteinn Pálsson heimsótti Reagan 1988: Mjög skýr markmið MINNING „Það var mér alveg ljóst í þessum samtölum að það var ekki til- viljun ein að hann hafði náð þessari lýðhylli og þessum áhrifum í Banda- ríkjunum,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, um Ronald Reagan, fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, sem hann ræddi við í op- inberri heimsókn til Bandaríkjanna árið 1988. Þorsteinn var eini íslenski forsætisráðherrann sem hitti Banda- ríkjaforseta að máli í Hvíta húsinu. „Hann hafði greinilega mjög skýr markmið. Var ef til vill ekki best allra manna að sér í smáatriðum og hafði litla miða í lófanum til að styðjast við þegar kom að slíkum hlutum en hans hugmyndafræði og markmið voru greinilega mjög skýr,“ segir Þorsteinn um Reagan. „Þó að endalok kalda stríðsins hafi ef til vill verið spurning um tíma er engum vafa undirorpið að hans staðfesta og hans klára hugs- un í þeim efnum réði mestu um hversu fljótt dró til loka kalda stríðsins.“ Á fundi sínum ræddu Þorsteinn og Reagan fyrst og fremst stöðu varnar- liðsins og varnarsamstarfið, en ein- nig möguleika á afnámi vegabréfsá- ritunar sem varð veruleiki upp úr þessari heimsókn.■ ÞORSTEINN PÁLS- SON Fundaði með Ronald Reagan 1988. LÖGREGLUMÁL Maður um þrítugt var í gær í Héraðsdómi Reykja- víkur úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um aðild að stóru fíkniefnamáli, þar sem maður var handtekinn í Leifsstöð 24. maí síðastliðinn með eitt kíló af amfetamíni og annað eins af kókaíni. Meintur samverkamaður var handtekinn síðdegis í fyrradag og yfir- heyrður í gær. Það leiddi síðan til þess að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Umræddur maður er af höfuðborgarsvæð- inu. Hann hefur áður komið við sögu í fíkniefnamálum og verið dæmdur fyrir. Upphaf þessa máls er að Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli fann fíkniefnin við eftirlit á íslenskum manni sem var að koma frá Kaupmannahöfn þann 24. maí. Hafði hann falið efnin innanklæða á nokkrum stöðum en hafði ekki límt þau á lík- amann eins og gjarnan er gert þegar um er að ræða tilraunir til smygls af þessu tagi. Maður- inn reyndist vera með eitt kíló af kókaíni og eitt kíló af am- fetamíni. Er þetta mesta magn þessara efna sem einn maður hefur reynt að smygla inn í landið til þessa. Hann var úr- skurðaður í 3 vikna gæsluvarð- hald í Héraðsdómi Reykjavíkur daginn eftir komuna til lands- ins. Umræddur maður er 39 ára. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins hefur hann gerst brotlegur við lög áður. Fíkniefnalögreglan verst frekari frétta af málinu, en rann- sókn stendur enn yfir. ■ LEIFSSTÖÐ Maðurinn með tvö kíló af hörðum fíkniefnum innanklæða var handtekinn í flugstöðinni. Línur í stóra amfetamín- og kókaínmálinu að skýrast: Maður um þrítugt í gæsluvarðhald London og París: Vilja banna umferð jeppa UMFERÐARMÁL Jeppaeigendur í París munu eiga um sárt að binda árið 2006 ef nýjar hug- myndir innan borgarstjórnar Parísar ganga eftir um að banna akstur allra jeppa í borginni. Er forsendan sú að létta örlítið á hinni gríðarlegu umferð sem teppir götur borgarinnar oft á dag og eru rökin þau að enginn þurfi á jeppa að halda í borgum. Eru þetta sama viðkvæði og hjá borgarstjóra London fyrir nokkru þegar hann sagði að jeppar væri slæmir og ónauð- synlegir með öllu í borgarum- ferð. ■ 08-09 11.6.2004 19:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.