Fréttablaðið - 12.06.2004, Side 12

Fréttablaðið - 12.06.2004, Side 12
Breska þingið felldi fyrr á árinulagafrumvarp þess efnis að setja skyldi í lög skilyrði um lág- marksþátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslu ef telja ætti hana gilda. Þótti það ólýðræðislegt að krefjast þess að helmingur kosningabærra manna þyrfti að mæta á kjörstað svo kosningin teldist gild. Breska ríkisstjórnin var mót- fallin hugmyndinni. Í máli full- trúa stjórnarinnar á þinginu kom fram að það væri „rangt“ að setja þessi skilyrði. „Það væri of stíf og ósveigjanleg nálgun að setja skil- yrði um helmingsþátttöku í öllum þjóðaratkvæðagreiðslum undir hvaða kringumstæðum sem er. Mikilvægt er að hver þjóðar- atkvæðagreiðsla sé skoðuð á eigin forsendum. Í grundvallaratriðum er það rangt að hafa skilyrði um lágmarksþátttöku og gefa þannig þeim sem kjósa ekki synjunarvald í raun.“ Þeir gætu hafnað lögum með því að mæta ekki á kjörstað. „Er það algjörlega ólýðræðisleg nálgun. Þeir sem vildu að mál yrði fellt gætu haft uppi áróður sem hvetti fólk til að mæta ekki á kjör- stað.“ Utanaðkomandi þættir verða mikilvægari Skilyrði um lágmarksþátttöku voru einnig til umræðu í Bret- landi 1996. Var þá skipuð nefnd um málið. Í niðurstöðum hennar segir meðal annars að helsta vandamálið við að setja skilyrði um lágmarksþátttöku liggur í því að ákveða hvaða hlutfall eigi að velja. Hvort setja eigi mörkin við til að mynda 60%, 65% eða 75%. Ef ætlunin með þjóðar- atkvæðagreiðslunni er að fá lög staðfest vandast málið enn frekar, segir jafnframt í skýrslu nefndar- innar. Sumir kjósendur gætu talið að með því að nýta ekki atkvæðis- rétt sinn séu þeir í raun að kjósa gegn málinu sem kosið er um. „Því gætu skilyrði um lágmarks- þátttöku valdið misskilningi hjá kjósendum og framkalla niður- stöður sem væru ekki í samræmi við ætlun kjósenda,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á að skil- yrði um lágmarksþátttöku geri ut- anaðkomandi þætti mikilvægari, svo sem veður á kjördag eða dag- setningu kosninganna. Þátttökuskilyrði til verndar stjórnarskrá Umræðan um skilyrði um lág- marksþátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslum í Bretlandi hófst 1975 er fyrsta og eina þjóðaratkvæða- greiðsla landsins til þessa var haldin. Í skýrslu sem unnin var af því tilefni kom fram að hægt væri að færa rök fyrir því að setja ætti skilyrði sem þessi. Því mætti halda fram að einfaldur meiri- hluti, sem tölfræðilega gæti ráðist af einu atkvæði, nægði ekki í svo stórum málum sem þjóðar- atkvæðagreiðsla yrði haldin um. Hægt væri að setja skilyrði um að fyrirfram ákveðinn meirihluta þyrfti annaðhvort til að fella eða samþykkja málið. Fordæmi séu fyrir slíku í öðrum löndum, en það sé yfirleitt í því skyni að ekki sé of auðvelt að knýja í gegn breyt- ingar á stjórnarskrá. Í skýrslunni segir jafnframt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að mikilvægt sé að góð þátt- taka sé í þjóðaratkvæðagreiðslu og sé hún sannfærð um að svo verði. Einnig skipti það afar miklu að útkoman sé skýr og afgerandi. Þó sé það vilji ríkisstjórnarinnar að setja ekki sérstök skilyrði um þátttöku eða aukinn meirihluta. Það verði að fallast á það að úrslit í atkvæðagreiðslu geti ráðist af einu atkvæði. Mikil umræða var um málið á þinginu. Þingmaður Íhaldsflokks- ins vildi að sett yrðu ákvæði í lög að ef færri en sex af hverjum tíu á kjörskrá mættu ekki á kjörstað yrði kosningin gerð ógild. Einnig vildi flokkurinn að ná þyrfti aukn- um meirihluta til að fella eða sam- þykkja mál og miða ætti við tvo þriðju hluta atkvæða. Ríkisstjórn- in var þessu mótfallin og var til- laga þingmannsins felld. Reglur í öðrum löndum Í öðrum löndum er algengt að aukinn meirihluta kjósenda þurfi til að samþykkja breytingu á stjórnarskrá. Í Austurríki er skylt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu við al- gjöra endurskoðun stjórnarskrár- innar. Ef um endurskoðun á hluta getur þriðjungur þingmanna farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Í Frakklandi verður að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn- arskrárbreytingar nema ef þrír fjórðu hlutar beggja deilda þings- ins greiði atkvæði með breyting- unum. Forseti Frakklands, sem er höfuð ríkisstjórnarinnar, getur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu hvenær sem er. Á Ítalíu er ekki skylt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breyt- ingu á stjórnarskrá. Hins vegar kemur það til greina og einnig ef hálf milljón kjósenda fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu, fimmti hluti annarrar deildar þingsins eða fimm sveitarstjórnir. Ekki er þó hægt að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu ef málið sem um ræðir hefur verið samþykkt af tveimur þriðju meirihluta beggja deilda þingsins. Á Spáni þarf að fara fram þjóð- aratkvæðagreiðsla við algjöra end- urskoðun stjórnarskrár. Einnig ef einungis hluti er endurskoðaður, sé um tiltekin grundvallaratriði stjórnarskrárinnar að ræða. Hægt er að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um önnur mál ef þess er krafist af tíunda hluta þingmanna í hvorri deild þingsins sem er. Fordæmi um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu Fordæmi eru fyrir lögum um lágmarksþátttöku í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Á Ítalíu gilda þær reglur að helmingur kjós- enda plús einn verði að mæta á kjörstað svo kosningin teljist gild. Í Danmörku er þess krafist að fjórir af hverjum tíu á kjörskrá verði að veita samþykki sitt fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þar gilda einnig þau lög að þriðjungur þingsins geti krafist þjóðar- atkvæðagreiðslu um lög sem samþykkt hafa verið á þinginu. Til þess að fella lögin þarf meiri- hluti kjósenda að greiða atkvæði gegn þeim, þeir þurfa þó að vera fleiri en 30% þeirra sem eru á kjörskrá. Engin lög eru í Noregi um þjóð- aratkvæðageiðslu. Sett voru sér- stök lög um þjóðaratkvæða- greiðsluna sem fram fór 1994 þar sem kosið var um hvort Noregur ætti að ganga í Evrópusambandið. Þar réð einfaldur meirihluti nið- urstöðunni, er 52,2 prósent sögðu nei og 47,8 prósent já. ■ 12 12. júní 2004 LAUGARDAGUR EFNAFRÆÐIPRÓF Í AFGANISTAN Skólakerfið í landinu er frumstætt miðað við íslenska mælikvarða en grettistaki hef- ur þó verið lyft í menntunarmálum síðan stjórn talibana hraktist frá völdum. Tíu ára afmæli Reykjanesbæjar: Þakkar sameiningunni góða stjórnsýslu AFMÆLI „Besta afmælisgjöfin er líklega mjög góð niðurstaða í svokölluðu Bertelsmannsprófi sem er alþjóðlegur mælikvarði á gæði í stjórnsýslu,“ sagði Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæj- ar, á tíu ára afmæli bæjarins í gær. Árni segir Bertelsmannsprófið sýna að sveitarfélagið standi sig mjög vel í stjórnsýslu og þakkar hann það sameiningu sveitarfé- laganna þriggja fyrir tíu árum síðan. Hann segir alveg ljóst að niðurstaðan úr prófinu hefði ekki verið svona góð ef sveitarfélagið væri minna, en um ellefu þúsund manns búa í sveitarfélaginu. Margt komi til og þá helst kostn- aður tengdur þjónustu. Árni sagði góða stemningu vera í bænum enda alltaf gaman í tíu ára afmælum. „Við vildum hafa afmælið alþýðlegt og fá okk- ur kaffitár með bæjarbúum og landsmönnum. Hér hefur veðrið líka verið mjög fallegt,“ sagði Árni. Fyrir krakkana var settur upp hoppukastali og þrautabraut í skrúðgarðinum auk annarra uppá- koma. Þá var opnuð sýning á byggðasafninu. Á sýningunni eru bornir saman gamlir og nýir tím- ar og stendur hún yfir í eitt ár. ■ Skilyrði um lágmarks- þátttöku ólýðræðisleg Breska þingið hafnaði frumvarpi um lög um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögin voru sögð ólýðræðisleg. Þeim sem mættu ekki á kjörstað yrði þar með gefið synjunarvald. ■ EVRÓPA HVALSKURÐUR Gert að hrefnu í fiskbúðinni Sæbjörg. Hrefnuveiðar: Þrjú dýr veidd HVALVEIÐAR Búið er að veiða þrjár hrefnur það sem af er sumri af þeim 25 sem stendur til að veiða í ár. Í fyrra tók það þrjú skip hálfan annan mánuð að veiða dýrin. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust frá Hafró eru dýrin af svipaðri stærð og þau sem veiddust í fyrra en þau þóttu í magrara lagi. Samkvæmt vísindaáætlun stendur til að veiða alls 200 hrefnur, 200 langreyðar og 100 sandreyðar. Óvíst er hvenær veiðar á lang- og sandreyðum hefjast en líklega verða gömlu hvalveiðibátarnir notaðir þegar þar að kemur. ■ BIÐJA UM FRAMSAL Spænska rík- isstjórnin hefur farið þess á leit við Ítali að Rabei Osman Sayed Ahmed verði framseldur. Hann var handtekinn á dögunum og er grunaður um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í Madríd 11. mars. TILNEFNDUR Á NÝ Þrátt fyrir að pólska þingið hafi neitað að stað- festa stjórn undir forsæti Marek Belka í síðasta mánuði vonast Aleksander Kwasniewski forseti til þess að hann verði forsætis- ráðherra. Hann hefur því tilnefnt Belka aftur sem forsætisráð- herra og verður þingið að kjósa um hann á næstu vikum. KJÓSA FORSETA Litháar kjósa sér forseta um helgina. Kjósa verður forseta í stað Rolandas Paksas, sem var rekinn úr embætti sak- aður um að hafa uppljóstrað um ríkisleyndarmál og tengjast rúss- nesku mafíunni. Valdus Adam- kus, fyrrum forseti, þykir sigur- stranglegastur. M YN D /A P Land 1. 2. 3. 4. 5. 6. Austurríki Já Já (1) Já Ríkisstjórn eða minnihluti löggjafans Nei Bindandi Belgía Nei Nei Nei Ríkisstjórn Nei Til viðmiðunar Bretland Nei Nei Nei Ríkisstjórn Já Til viðmiðunar Danmörk Já Já Já Minnihluti löggjafans Já Bindandi Finnland Já Nei Já Ríkisstjórn Nei Til viðmiðunar Frakkland Já Já (2) Já Ríkisstjórn (3) Nei Bindandi Grikkland Já Nei Já Þjóðhöfðingi Nei Bindandi Holland Nei Nei Nei Á ekki við Nei Á ekki við Írland Já Já Já Þjóðhöfðingi eða minnihluti löggjafans Já Bindandi Ísland Já Nei (4) Já Þjóðhöfðingi Nei Bindandi Ítalía Já Nei (5) Já Ákveðið hlutfall kjósenda (6) Já Bindandi Noregur Nei Nei Nei Ríkisstjórn Nei Bindandi Portúgal Já Nei Já Þjóðhöfðingi Nei Bindandi Spánn Já Já (7) Já Ríkisstjórn Nei Bindandi Sviss Já Já Já Ákveðið hlutfall kjósenda Já Bindandi Svíþjóð Já Nei Já Ríkisstjórn eða minnihluti löggjafans Já Bindandi og til viðmiðunar Þýskaland Já Nei Nei Á ekki við Nei Bindandi 1. Er þjóðaratkvæða- greiðsla nefnd í stjórnarskrá? 2. Er skylt að halda þjóðaratkvæða- greiðslu vegna breyt- inga á stjórnarskrá? 3. Er þjóðaratkvæða- greiðsla nefnd í stjórnarskrá vegna lagasetninga er varða ekki stjórnarskrár- breytingar? 4. Hver boðar? 5. Eru ákvæði um einfaldan meirihluta? 6. Eru niðurstöður bindandi eða til við- miðunar? (1) Við algjöra endurskoðun stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun á hluta getur þriðjungur þingmanna farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. (2) Annar möguleikinn. Hinn er sá að þingdeildirnar tvær sameinist um 75% meirihluta. (3) Forsetinn, sem jafnframt situr yfir ríkisstjórninni, getur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu hvenær sem er. (4) Aðeins þegar breyta á stöðu kirkjunnar. (5) Einn möguleiki. Aðrir eru ef hálf milljón kjósenda fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu eða fimmti hluti annarrar deildar þingsins eða fimm sveitarstjórnir. Ekki er þó hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu ef málið sem um ræðir hefur verið samþykkt af meirihluta að tveimur þriðju beggja deilda þingsins. (6) Fimm sveitarstjórnir eða hálf milljón kjósenda. (7) Við algjöra endurskoðun eða að hluta til ef um ákveðin grundvallaratriði er að ræða. Hægt er að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um önnur mál ef þess er krafist af tíunda hluta þingmanna í hvorri deild þingsins sem er. ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁM Í LÖNDUM Í VESTUR-EVRÓPU SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING LÖG UM ÞJÓÐAR- ATKVÆÐAGREIÐSLU Kennaraháskólinn: Metaðsókn MENNTAMÁL Annað árið í röð er metaðsókn í Kennaraháskóla Ís- lands. Nemendur skólans eru nú rúmlega 2300 og hefur fjölgað verulega á síðustu árum, að því er segir í frétt frá skólanum. Umsóknir um nám hafa aldrei verið fleiri en nú í vor. Því miður verður aðeins hægt að bjóða tæp- lega helmingi þessa hóps skóla- vist vegna fjárhagsramma skól- ans. Alls bárust 1825 umsóknir um nám við Kennaraháskólann skóla- árið 2004-2005. Af þeim voru 1497 um nám í grunndeild og verður um 660 boðin skólavist. Umsóknir um nám í framhaldsdeild voru 334 og hefur 235 umsækjendum þegar verið boðin skólavist. ■ ÁRNI SIGFÚSSON Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði góða stemningu í bænum á tíu ára afmælinu. M YN D V ÍK U RF RÉ TT IR 12-13 11.6.2004 21:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.