Fréttablaðið - 12.06.2004, Side 14

Fréttablaðið - 12.06.2004, Side 14
FISKELDI Tvær fiskikvíar í Hval- firði gegnt álveri Norðuráls hafa vakið athygli margra vegfarenda um Hvalfjörðinn síðustu mánuði og hafa þeir bent Fréttablaðinu á að fyrir utan nálægð álversins við kvírnar séu viðkvæmar lax- veiðiár í grenndinni. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er þarna um þorskeldi að ræða í annarri kvínni en hin stendur auð. Hætta er því ekki á ferðum enda hefur sá einstaklingur sem að þessu stendur öll tilskilin leyfi. Ekki náðist í eigandann sjálfan svo óvíst er hvort hann hyggst halda þorskeldi sínu þarna áfram. ■ 14 12. júní 2004 LAUGARDAGUR BUDWEISER Í PEKING Pekingbúi hjólar fram hjá auglýsingaskilti bandaríska bjórframleiðandans Budweiser í gær. Framleiðendur bjórsins yfirtóku í síðustu viku eina stærstu bjórverksmiðju Kína en mikil barátta stendur yfir um þennan fjölmennasta bjórmarkað heims. Frjálshyggjufélagið: Hvetur stjórnvöld til að hafna reykingalöggjöf REYKINGAR Frjálshyggjufélagið hvetur stjórnvöld til að hafna öll- um hugmyndum um sérstaka lög- gjöf um reykingar í fréttatilkynn- ingu sem félagið sendi út. Þar seg- ir að slík löggjöf sé óþörf þar sem eignarréttur leysi allan þann vanda sem reykingar kunna að valda öðrum en reykingamönnum. Eigendur heimila, veitingastaða og annarra bygginga eiga sjálfir ákvörðunarrétt um hvort reykt sé á eignum þeirra eða ekki. Þá bend- ir félagið á að ekki megi gleyma því að reykingar valdi fólki ánægju en kunni jafnframt að valda því skaða. Sama gildi þó um sykur, majones og aðrar neyslu- vörur sem kunna að valda offitu og hjartasjúkdómum. Segir félagið að niðurstöður skoðanakannana sem segja að þrír af hverjum fjórum vilji reyklaus kaffihús sé ekki merki um að setja þurfi sérstök lög. Frekar vísbend- ing um að mikil eftirspurn sé eftir slíkum kaffihúsum. Þá segir að smekkur meirihlutans sé ekki rök- stuðningur fyrir frelsisskerðingu minnihlutans. ■ Indland: HIV-sýkt börn eftir blóðgjöf ALNÆMI Eftirlit með indverskum blóðbönkum hefur verið hert til muna eftir að fregnir bárust af því að 30 börn hefðu smitast af HIV- veirunni við blóðgjöf á síðustu þremur árum. Fjölmiðlar í Kalkútta greindu frá því að börn niður í þrig- gja ára hefðu smitast en alls eru 58 blóðbankar starfræktir á vegum yf- irvalda í Kalkútta. Talið er að 610 þúsund hafi smit- ast af HIV í fyrra en fjöldi smitaðra á Indlandi er talinn vera um 4,5 milljónir. Hvergi í heiminum eru jafn margir smitaðir af HIV- veirunni, ef frá er talin Suður-Afr- íka. ■ KB banki: Styrkir 15 námsmenn STYRKIR Fimmtán námsmenn sem stunda nám á háskólastigi hafa fengið 200 þúsund kr. hver úr Náms- mannalínu KB banka en styrkirnir eru veittir árlega. Er þetta fjórtánda árið sem bankinn veitir styrki úr Námsmannal ín - unni. Í ár barst bank- anum 451 umsókn sem er mikil aukning frá því í fyrra en þá sóttu 335 námsmenn um námsstyrk. Að þessu sinni ganga fimm út- skriftarstyrkir til stúdenta við Há- skóla Íslands, þrír útskriftarstyrkir til nemenda í íslenskum sérskólum og sjö námsstyrkir til íslenskra námsmanna erlendis. ■ LANDBÚNAÐUR Kálfadauði er vax- andi vandamál á íslenskum búum og hefur aukist umtalsvert allra síðustu ár. Baldur H. Benjamíns- son, nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir það ekki hafa verið fyrr en fyrir um áratug síðan að meira fór að bera í milli í samanburði við önnur lönd. „Síðustu fimm árin hefur svo sigið dálítið á ógæfu- hliðina og við vitum ekki af hver- ju það stafar. Þetta er svo geysi- lega flókið kerfi þarna að baki, það er ekkert eitt sem setur allt úr skorðum heldur eru þetta sam- verkandi þættir,“ segir Baldur. Í máli hans kom fram að í fyrra hafi að jafnaði um 15 prósent nautkálfa fæðst dauðir og um 12 prósent kvígukálfa. „En svo er þetta mjög breytilegt eftir búum. Til eru bú þar sem vanhöld eru nánast engin og svo allt upp í 20 til 30 prósent vanhöld annars stað- ar.“ Baldur segir menn velta fyrir sér mögulegum ástæðum þessar- ar þróunar, búið sé að útiloka sjúkdóma og því horft til um- hverfisþátta svo sem fóðrunar annarra þátta. „Svo vitum við líka að skyldleikaræktun í stofninum eykst frá ári til árs og hefur ör- ugglega einhver neikvæð áhrif. Hún eykst hins vegar mjög hægt og getur ekki skýrt allan þennan breytileika,“ segir Baldur en bæt- ir við að í Danmörku hafi bændur komist fyrir sambærileg vanda- mál með kynbótum. ■ UNDARLEGIR NÁGRANNAR Einn viðmælenda blaðsins sagðist ætla að sleppa þorskáti á næstunni og halda sig við pasta. Undrun margra hefur verið vakin vegna fiskikvía í Hvalfirði: Þorskeldi við hlið stóriðju FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA REYKINGAR Frjálshyggjufélagið segir að þó að þrír af hverjum fjórum vilji reyklaus kaffihús sé það ekki merki um að setja þurfi sérstök lög. Hýr hjónabönd: Bæjarstjóri sýknaður BANDARÍKIN, AP Líkurnar á því að Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York-ríki, fari í fangelsi fyrir að gefa samkynhneigð pör saman minnkuðu heldur þegar dómari vís- aði ákæru á hendur honum frá dómi. Ákæruvaldið getur þó áfrýjað úrskurðinum. „Ef sagan segir okkur eitthvað er þetta upphafið að breytingum í New York ríki sem ekki verður snú- ið við,“ sagði West, sem gaf saman hátt í 30 samkynhneigð pör í febrú- ar þegar deilur um rétt samkyn- hneigðra til að ganga í hjónaband stóðu sem hæst. Hann var ákærður fyrir að gefa pör saman þó þau hefðu ekki hjúskaparleyfi. Hjónabönd samkynhneigðra hafa verið mikið hitamál i Bandaríkjunum síðustu misseri.■ Bændur hafa áhyggjur af auknum kálfadauða: Sigið á ógæfuhlið síðustu fimm ár KÁLFUR Unnið er að rannsóknum á vegum Bændasamtaka Íslands til að grafast fyrir um ástæður vaxandi kálfadauða. Síðustu ár hefur þróunin hér á landi verið á annan og verri veg en í nágrannalöndunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E RL IN G U R KR IS TE N SS O N HÁSKÓLI ÍSLANDS SKJALDARMERKI HÖFUÐBORGARINNAR Vinnuflokkur á vegum Reykjavíkurborgar vann að því í vikunni að mynda skjaldarmerki höfuðborgarinnar með blómum í Ártúnsbrekkunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / PJ ET U R 14-15 11.6.2004 18:05 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.