Fréttablaðið - 12.06.2004, Side 16

Fréttablaðið - 12.06.2004, Side 16
Um þessar mundir er drjúg hreyfingin í kringum Guðrúnu frá Lundi. Ungar skáldkonur eru svo æstar yfir hvernig var farið með hana að ef hún væri á lífi myndu þær kasta tölvunum sín- um í tunnuna og fara norður í land á reiðhjóli af einskærri fórnarlund til að skúra, elda og hella upp á könnuna svo hún gæti helgað sig ritstörfum og indælu molakaffi. Sumar vilja hafa manninn með og hann gæti þá smurt ofan í hana tíukorna heilsubrauðið. Ekki eru ungir menntamenn síðri. Og jafnvel eldri, viður- kenndir og gráhærðir ólátabelgir síns tíma, játa núna að þeir hafi bara verið róttækir á pappírnum en innilega hrifnir af Guðrúnu, sem þeir telja að hafi verið písl- arvott stalínstímans á Íslandi, eins og þeir líka sem urðu að lig- gja í Dalalífi í felum niðri í kjall- ara. Því ef komist hefði upp um þá hefði kommaafinn rotað þá með Kiljani. Maður gæti haldið að öld væri liðin frá dauða Guðrúnar og bók- menntasinna með sektarkennd- arsár langi að græða þau og má út syndir feðranna með hátíð sem hreinsar bókmenntasöguna af svívirðu. Varla hittir maður karl eða konu af menntaðri millistétt, kjósendur Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar, án þess að Guðrúnu beri ekki á góma eftir tvær mínútur. Því er óhætt að segja að ef allir vildu Lilju kveð- ið hafa eftir kaþólskan sið á Íslandi, vildu nú allir hafa borið Guðrúnu á höndum sér eftir and- lát Kiljans. Hrifningin er mest hjá ætt- mönnum úr gæðingaflokki sósí- alista, sem áttu rauða afa af prestaættum og sovétsinnaða pabba kringum Kristinn E. Andr- ésson, versta kommúnista í sög- unni. Sumir ganga með Dalalíf á sér í vasabroti, prentað hjá sam- einingarútgáfu sósíalista og sjálfstæðismanna, Eddunni. Ást- in á Guðrúnu fer einkennilega en eðlilega saman við áhuga þannig sambandssinna á glæpasögum og reyfurum, sem mátti ekki minn- ast á þegar maðurinn sem kæfði Kristmann réð öllu í bókmennt- um með dólgslegum orðum, stofnaði Mál og menningu, ham- aðist gegn Ellery Queen og hefði langað að brenna bók hans Dou- ble, Double. En þá bregður svo við á mót- sagnakenndum vængjum sam- félags okkar, að hið gagnstæða gerist. Afkomendur hins sauð- svarta almennings, sem las á sín- um tíma ekkert nema bækur Guðrúnar, vita varla hver hún var eða að hún sé framúrstefnu- feministakerling fyrir háskóla- fólk. Sem er á vissan hátt rétt í ljósi smekks þess tíma sem við lifum á. Svipað gerist hjá afkomendum kanasinnaðra kvenna og karla sem var „gott í enskunni“ og áttu svo troðfull herbergi af amerísk- um glæpasögum að varla var hægt að komast inn, en tækist það kafnaði maður næstum í dauni af kiljupappír. Þetta íhaldspakk, mömmudrengir, kerlingasubbur eða dægurlagafólk, lá alla daga í reyfurunum meðan aðrir lásu rót- tæka höfunda. Nú hefur allt snúist við. Annað hvort lesa afkomendur almenn- ings eða kanaleppa ekkert eða bækur innan stefnu sem heitir lyklastraumurinn: DaVinci- lyklinn, Dantelyklinn, Stúlkuna með perlueyrnalokkana, þótt þeir hafi ekki hugmynd um hver Leon- ardo da Vinci var, enn síður Dante og alls ekki Vermeer. Að þeirra viti eru þetta bara bækur sem eru mikið „teknar“. Allir hóparnir eiga eitt sameig- inlegt: Uppstrílaðan áhuga sem einkennist af þykjastþekkingu á stjórnmálum og menningarsögu. Í lesefni þeirra er nóg af henni og þeir ræða um reyfara, fléttur, lykla og Guðrúnu yfir hvítvíni kringum ostabakka og spyrja með R-listalegum lausnasvip hvort ekki væri spennandi að púsla sama kertafleytingu og flösku- skeytum á næstu listahátíð í Reykjavík. Enginn greinarmunur er gerð- ur á athafnasemi og listsköpun. Svo bráðum skrifar einhver Snorralykilinn með kvikmynd í huga. Á síðustu síðunum leysist fléttan í göngunum í Reykholti þar sem saman fer dularfullt völund- arhús í anda Snorra Sturlusonar og þéttriðið net þeirra sem vilja hann feigan. Í lokin er honum drekkt í lauginni og hann flýtur þar uppbelgdur þegar börn koma til að baða á sér tærnar. Mynd- rænt séð er réttara að drekkja Snorra en láta höggva hann. ■ Varla hittir maður karl eða konu af menntaðri millistétt, kjós- endur Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar, án þess að Guðrúnu beri ekki á góma eftir tvær mínútur. Því er óhætt að segja að ef allir vildu Lilju kveðið hafa eftir kaþólskan sið á Íslandi, vildu nú allir hafa borið Guðrúnu á höndum sér eftir andlát Kiljans. ,, Og núna Velvakandi Við sögðum frá því í gær að vegna hinnar nýju þjóðmálabaráttu Morgunblaðsins, sem er ekki við vinstri menn eins og forð- um daga heldur við aðra fjölmiðla, við- skiptablokkir og forsetaembættið, væri búið að endurvekja Staksteina. Þeir voru árum saman safn tilvitnana í aðra fjöl- miðla en þar birtast nú daglega baráttu- greinar eftir Styrmi Gunnarsson og sam- starfsmenn hans. En greinilega er ekki nóg að tjalda til Staksteinum. Velvakandi. sem er fornfrægur vettvangur fyrir ýmiss konar boðskap, ekki síst frá „húsmæðrum í Vesturbænum“, var fyrir mörgum árum aflagður í sínu gamla hlutverki. Þar hafa undanfarin ár aðeins birst tilkynningar um týnda páfagauka, kettlinga sem eru gefins og lyklakippur í óskilum. Ekki lengur, því stríðið kallar. Á mánudaginn hét húsmóðir Velvakanda „Sigrún“, á þriðjudaginn bara „Kona“ og í gær skrifar „Guðrún Magnús- dóttir“ um að verið væri að kaupa landið og æðstu menn þess. „Það er mafíulykt af því,“ segir „hún“. Vald forsetans Sjálfstæðismenn geta ekki lengur sagt að flokkur þeirra hafi aldrei talið forseta Ís- lands hafa neitt pólitískt vald. Á ráðstefnu Sagnfræðingafélagsins í vikunni dró Svan- ur Kristjánsson prófessor fram ávarp sem forystumenn flokksins, Ólafur Thors, Bjarni Ben. og Jóhann Hafstein, sendu trúnaðar- mönnum sínum í forsetakosningunum 1952, þegar þeir reyndu að fá Bjarna Jóns- son vígslubiskup kosinn forseta í stað stjórnmálamannsins Ásgeirs Ásgeirssonar (sem sigraði). Í ávarpinu segir: „Forseta- embættið er pólitísk staða, svo pólitísk, að á vissum örlagaríkustu augnablikum fer forsetinn með meira vald og getur því ráð- ið meiru um framtíðarheill þjóðarinnar en nokkru sinni hefur verið á eins manns færi að gera, allt frá því að land byggðist“. Viðskiptablaðið segir í gær að Svanur hefði átt að birta meira úr þessu bréfi því þar sé varað við því að forsetavaldið sé mist- notað til framdráttar stjórnmálaflokkum og þjóðin sundrist um sameiningartákn sitt. Þetta er auðvitað rétt ábending, en breytir ekki hinu að í bréfinu er mikið vald forsetans, sem ýmsir sjálfstæðis- menn draga nú í efa, viðurkennt. Það er sama hvaðan gott kemur. Ef stjórnarflokkarnir násaman um lækkun virðisaukaskatts á þeim forsendum aðmeð því geti ríkissjóður greitt niður vaxandi verðbólgu, þá má sætta sig við það. Það verður hins vegar að teljast hæp- in hagstjórn. Það er meiri hætta á að lækkun virðisaukaskatts skili sér ekki í verðlagið á þenslutíma en ef stjórnvöld næðu fyrst betri tökum á hagstjórninni og lækkuðu skattinn þegar nokkur kyrrð væri komin á verðlagið. Háir skattar á Íslandi eru ekki ástæða verðbólgunnar nú heldur sú að ekki hefur tekist að mæta auknum umsvifum í samfélaginu með aðhaldsaðgerðum. Það gæti því orðið skammgóður vermir fyrir stjórnvöld að lækka virðisaukaskatt til að hemja verðbólgu. Sú aðgerð gæti jafnvel byrgt sýn á raunverulega verðbólguhvata. En ef til vill er betra að fá skattalækkanir á röngum forsend- um en fá þær alls ekki. Þótt til séu kenningar um að það sé hag- fellt að ríkið taki til sín aukið fé á uppgangstímum til að draga úr þenslu þá þekkjum við Íslendingar fá dæmi þess að þessi kenn- ing raungerist. Ríkið okkar eyðir yfirleitt mestu af skattfé sínu jafnóðum og það nær að komast yfir það – og þá skiptir litlu hvort það er uppgangur eða samdráttur í öðrum geirum samfélagsins. Það má finna betra samhengi milli ríkisútgjalda og þess hversu langt er til kosninga en stöðu efnahagslífsins. Við þekkjum líka dæmi þess að þeir sem gæta almannafjár hafi smitast af bjart- sýni í samfélaginu á ofþenslutímum og ausið úr ríkissjóði á báðar hendur – til dæmis í þenslunni um aldamótin síðustu. Fyrir síðustu kosningar hafnaði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hagfræðikenningum um að ríkið ætti að taka til sín sem mest fé á uppgangstímum með þeim rökum að ekkert benti til að almenningur færi verr með fé en ríkisvaldið. Hvort sem þessi kenning er gagnslaus alls staðar í veröldinni er ljóst af reynslu okkar Íslendinga að ef hún á að duga þarf henni að fylgja aðhaldssemi í ríkisrekstri. Og þar sem ekkert bólar á henni er ástæðulaust að láta sem þessi kenning gagnist okkur. Skattalækkun nú væri því fremur réttlætismál en hag- stjórnaraðgerð. Og löngu tímabært réttlæti. Það er auðvitað engin hemja að ríkisvaldið leggi tæp 25 prósent ofan á alla neysluvöru og 14 prósent ofan á þá allra nauðsynlegustu. Þenn- an skatt þurfa allir að greiða hvort sem þeir eru aflögufærir eða ekki. Það er hins vegar vandséð að ríkisvaldið skorti fé. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum framförum á undan- förnum áratugum. Samhliða hagsæld hafa ýmsar hömlur verið lagðar af og aukinn þróttur færst í samfélagið. Af einstökum ágöllum sem greina íslenskt samfélag frá nágrannalöndum okkar er hátt matarverð líklega sárasti bletturinn. Lækkun virðisaukaskatts er því gott skref til að bæta íslenskt samfélag. Stöðvun stjórnlausar þenslu ríkisútgjalda yrði síðan óhjá- kvæmilegur fylgifiskur slíkrar aðgerðar. Það er einnig jákvæð- ur þáttur því það er löngu tímabært að endurskoða ríkisrekst- urinn og marka nýja og skilvirkari stefnu í menntamálum, heil- brigðismálum og velferðarþjónustu. ■ 12. júní 2004 LAUGARDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Skattalækkanir komnar til umræðu aftur – en á skrítnum forsendum. Lækkun skatta bætir samfélagið ORÐRÉTT Annir kaupsýslumanna Jæja, nú er laxveiðitímabilið hafið og fyrstu fiskarnir eru komnir á land. ... Og um leið lamast íslenskt viðskiptalíf og lömunin nær hámarki í júlí og fram yfir miðjan ágúst, þegar forstjórar og æðstu stjórnendur halda til veiða. Týr, dálkahöfundur Viðskipta- blaðsins. Viðskiptablaðið 11. júní. Byggt á rannsókn? Fá ungmenn hugsa: „Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, ís- lenskufræðingur eða hóra?“ Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið 11. júní. En ef það er Hannes Hólmsteinn? Það segir mér nákvæmlega ekki neitt, og í því felast nákvæmlega engin tíðindi, að einhver „prófessor við Háskóla Íslands“ hafi einhverja skoðun. En af ein- hverjum ástæðum eru prófessor- ar, dósentar og lektorar í guða- tölu hjá mörgum fréttamönnum ljósvakamiðlanna. Ólafur Teitur Guðnason í viku- skammti sínum um fjölmiðla sem raunar fjallar aðeins um „Baugs- miðla“. Viðskiptablaðið 11. júní. Smá andsemítisma líka Ólafi Ragnari forseta er fundið allt til foráttu. Hann er jafnvel kallaður Ólafur R. Grímsson. Verst er að hafa gert embættið „pólitískt“. En svo er líka vakin athygli á því að hann hafi ekki gifst í kirkju - og stungið upp á að jafnvel hefði mátt finna rab- bína til að gefa saman Ólaf og Dorrit. Spurning hvort við fáum líka smá andsemítisma til að krydda stjórnmálabaráttuna í sumar. Egill Helgason blaðamaður. DV 11. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Það er auðvitað engin hemja að ríkisvaldið leggi tæp 25 prósent ofan á alla neysluvöru og 14 prósent ofan á þá allra nauðsynlegustu. Þennan skatt þurfa allir að greiða hvort sem þeir eru aflögufærir eða ekki. Það er hins vegar vandséð að ríkisvaldið skorti fé. ,, Uppbyggileg og skemmtileg námskeið þar sem lögð er áhersla á hópefli og styrkingu einstaklingsins. Í lok hvers námskeiðs er farið út fyrir borgina og grillað. Leikjanámskeið, 6 – 10 ára (‘94 – ‘98) 14. – 18. júní 21. – 25. júní 3. – 6. ágúst 9. – 13. ágúst Ævintýranámskeið, 10 – 12 ára (‘92 – ‘94) 21. – 25. júní 9. – 13. ágúst Námskeiðin eru frá klukkan 13:00 til 17:00 alla dagana. Verð krónur 3.000. Innifalið í því eru allar ferðir og nesti. Skráning í Neskirkju í síma 511-1560 eða á neskirkja@neskirkja.is Leikja- og ævintýranámskeið í Neskirkju degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ANDLEGT LÍF GUÐBERGUR BERGSSON Sigurganga Guðrúnar frá Lundi 16-17 leiðari 11.6.2004 20:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.