Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 18
F ylgi Ástþórs Magnússonar í forsetakosning-unum sem framundan eru mældist aðeins0,6% í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði fyrir tæpri viku. Möguleikar hans til að ná kjöri til helstu virðingarstöðu þjóðarinnar á Bessa- stöðum virðast því heldur litlar – svo vægt sé til orða tekið. En Ástþór lætur það ekki á sig fá og heldur kosningabaráttu sinni ótrauður áfram, enda má víst með sanni segja að kosninga- baráttan snúist ekki í alvöru um B e s s a s t a ð i heldur að vekja athygli á eigin persónu og heldur óljósum mál- stað um frið í heiminum sem hann telur sig standa fyrir. Sá boðskapur er ekki að- eins ætlaður til innlendr- ar notkunar því svið Ást- þórs er h e i m u r i n n allur. Hann er þekktur í ýmsum kreðs- um utanlands sem Thor Magnusson og hefur tekist að fá ólíklegustu menn og stofnanir til að taka mark á sér sem friðarpostula og samtökunum Peace 2000 sem alvöru fyrirbæri. Í samræmi við al- þjóðahyggjuna er ekki minni texti á ensku en íslensku á kosningavef hans á netinu, þótt enskumæl- andi kjósesndur séu líklega fáir. Ástæðulaust er að tala undir rós um það álit sem þjóðin hefur á Ástþóri. Hann er í dag- legu tali fólks nefndur „kjáni“ og öðrum álíka nöfnum. Er þá vísað til furðulegrar framkomu hans á opinberum vett- vangi árum saman. Ætti að vera óþarfi að rifja upp þau mál svo mikla umfjöllun sem þau hafa fengið í fjöl- miðlum í gegnum tíð- ina. Sé Ástþór ósáttur við þetta umtal þarf hann líklega að líta í eigin barm. Það gerir hann þó tæpast því á heimasíðunni minnir hann á að enginn sé spámaður í eigin föðurlandi og fullyrðir að hann sé „lagður í einelti með róg- burði í fjölmiðlum“. Hitt er svo annað mál að eng- inn frýr Ástþóri vits; hann er gæddur margvísleg- um hæfileikum. En „jarðsambandið“ þykir ekki alveg í lagi. Aðferð Ástþórs í þeim tveim forsetakosningum, sem hann hefur tekið þátt í, 1996 og núna, felst ekki í að kynna skýr málefnaleg sjónarmið heldur að vera stöðugt með upphlaup til þess að komast í fjölmiðla sem virðist vera sjálfstætt markmið hjá honum. Einn daginn setur hann á svið leit að forseta Íslands og fer í kappakstur við hann, annan daginn færir hann út- varpsstjóra tómatsósu um leið og hann klagar stofn- unina fyrir hlutleysisbrot, hinn þriðja kærir hann framkvæmd forseta- kosninganna til alþjóðlegra eftirlitsaðila og þannig mætti áfram telja. Sumt af þessari vitleysu rat- ar í fjölmiðla en ekki allt – því þótt ótrú- legt megi virðast er langlundar- geði fjölmiðla líka takmörk sett. Á s t þ ó r er rúmlega fimmtugur, fæddur í Reykjavík 1953. Hann s t u n d a ð i nám í Versl- unarskólan- um og fór síðan til Bretlands í nám við M e d w a y College of Art and Design og lauk prófi í auglýsinga- l j ó s m y n d u n og markaðs- fræðum. Hann kveðst upphafs- maður að stofnun Eurocard á Ís- landi árið 1979, fyrsta kredit- k o r t a f y r i r t æ k i landsins. Ástþór stofnaði einnig og rak um árabil ljós- myndagerð og póst- vers lunarfyrirtæki með útibúum í Færeyj- um og Danmörku. Sú starfsemi fór í þrot og flutti hann þá til Dan- merkur og síðan til Bretlands þar sem hann sinnti ýmsum viðskipt- um. Hann kom einnig að flugrekstri um ára- bil og segist vera með yfir 2000 flugtíma, mest við stjórn á litlum einkaþotum. Núverandi starf sitt skilgreinir Ástþór sem „ráðgjafafyr ir tæki sem sérhæfir sig í notk- un tækni til fjáröflunar yfir Internetið og notkun kreditkorta á netinu fyrir nokkur af stærstu líknar- og fótboltafélög Bretlands, m.a. Age Concern, Manchester United og Wolves“. Hvernig hann fer að því að sinna slíkum verkum meðfram upphlaupum sínum öllum er mönnum hulin ráðgáta. En það má hann eiga að hann gefst ekki upp þótt á móti blási og virðist frekar eflast við hverja raun. ■ 12. júní 2004 LAUGARDAGUR18 Ekki alveg í jarðsambandiRonald Reagan, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, er látinn þann 5. júní 2004, 93 ára að aldri. Kvikmyndastjarnan og ríkisstjór- inn fyrrverandi, Ronald Reagan, tók við forsetaembættinu banda- ríska árið 1981. Róstursöm stjórnartíð hans stóð til ársins 1989, þegar varaforseti hans, Ge- orge Bush, eldri, tók við forseta- embættinu. Stjórnartíð Reagans einkenndist af skattalækkunum, niðurskurði í félagsútgjöldum samfara mikilli aukningu hernað- arútgjalda, skuldasöfnun og yfir- gengilegri utanríkisstefnu. Ronald Reagan var vaskur liðsmaður í baráttunni fyrir frelsi í heiminum, sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ný- lega, þegar hann minntist forvera síns. En fyrir utan George W., hverjir ætli syrgi forsetann mæl- ska? Ætli almenningur í Níkaragúa syrgi Ronald Reagan? Landið var eyðilagt í valdatíð Reagans af Contra-skæruliðunum, sem voru fjármagnaðir, vopnaðir og þjálfaðir af Bandaríkjamönnum. Algeng skotmörk skæruliðanna voru m.a. skólar, sjúkrahús og samyrkjubú, og morðum og pynt- ingum á almennum borgurum var beitt í pólitískum tilgangi. Þetta var gert til þess að grafa undan Sandinista-ríkisstjórn Níkaragúa, sem þótti ógna hagsmunum heimsveldisins í þessum heims- hluta. Tugþúsundir Níkaragúabúa létu lífið. Ronald Reagan sagði Contra- skæruliðana „siðferðilega sam- svara stofnendum Bandarríkj- anna“ (“the moral equivalents of our founding fathers“). Hvað með Grenadabúa, ætli þeir syrgi Reagan fyrir að ráðast ínn í landið, drepa hundruðir og koma á kúgunarstjórn? Eða íbúar El Salvador fyrir að styrkja harð- stjóra og dauðasveitir, sem drápu þúsundir? Hvað með Guatemala, þar sem tugþúsundir létust? Líbía? Líbanon? Hvað með íbúa hins stríðs- hrjáða Afganistan? Ætli þeir syrgi Reagan fyrir að hafa þjálf- að og vopnað Moujahedeen- skæruliðana, sem eyðilögðu land- ið á síðustu 20 árum. Margir þeir- ra betur þekktir sem al-Qaeda í dag? Hvað með bandarískan al- menning? Hagfræði Reagan-ár- anna snérist í grófum dráttum um að draga úr eyðslu í félagsmálum, auka útgjöld til hersins og lækka skatta, sem bættu kjör sumra, að- alega þeirra efnameiri, en leiddi til versnandi kjara hinna efna- minni. M.a. skar Reagan-stjórnin niður í heilbrigðismálum, sem m.a. átti sinn þátt í HIV-faraldri níunda áratugarins, setti þúsund- ir geðsjúkra á götuna og olli því að heilbrigðistryggingar snar- hækkuðu í verði. Reagan skar niður bandaríska velferðarkerfið, og réðst á styrki til einstæðra mæðra með gróusögum um „vel- ferðardrottningar, keyrandi á Cadillac“. Útgjöld til bandaríska hersins jukust um 63% frá 1981 til 1989, annar bitlingur frá Reagan til hinna efnameiri í Bandaríkjun- um, og aldrei fyrr í sögu banda- rísks forseta, að núverandi for- seta mögulega frátöldum, var al- menningi haldið jafn skipulega óupplýstum um gjörðir ríkis- stjórnar sinnar og fleiri skjöl en fyrr merkt sem leynileg, en undir Reagan-stjórninni. Enda var líka nóg að fela. Samkvæmt viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna (www.bea.org) áttfaldaðist viðskiptahallinn á Reagan-tímabilinu. Tekjuhalli ríkissjóðs rúmlega tvöfaldaðist. Þjóðarskuldir Bandaríkjanna þrefölduðust, jukust úr 730 í 2.100 milljónir dollara! Reagan-tíma- bilið var fyllerí og bandarískur almenningur stóð eftir með timb- urmennina. Þeir sem trúlega syrgja Reag- an mest, eru þeir sem högnuðust mest á stefnu hans; bandarískir milljónamæringar, harðstjórar í þriðja heiminum, dauðasveitir í Suður-Ameríku, hergagnafram- leiðendur, auk nokkurra átta- villtra frjálshyggjumanna. George W. Bush fór stórum orðum um Reagan, enda ljóst að fyrirrennari hans er fyrirmynd í mörgum efnum: - Bush aflaði sér áhrifa og vin- sælda á nokkurn veginn sömu forsendum og Reagan, þ.e. á orða- gjálfri um stríð gegn hryðjuverk- um og „Hið illa Veldi“ samtímans, al-Qaeda. - Bush vinnur með sömu mönn- um og Reagan; Donald Rumsfeld, Dick Cheney, Otto Reich, John Negroponte, Elliot Abrahams o.fl. Þeir þrír síðastnefndu voru beint viðriðnir stuðning bandarískra yfirvalda við Contra-skæruliða, og bera þ.a.l. ábyrgð á þeim óhæfuverkum sem unnin voru í Níkaragúa. -Auk þess vinnur Bush á svip- uðum nótum og Reagan gerði, þ.e. eyðir úr hófi í bandaríska herinn, grefur undan bandaríska velferð- arkerfinu og berst gegn hryðju- verkum með hryðjuverkum. Það er því ekki furða að Reag- an sé minnst sem baráttumanns fyrir frelsi í heiminum, í skilningi pattans í hvíta húsinu. ■ Þeir sem trúlega syrgja Reagan mest, eru þeir sem högnuðust mest á stefnu hans; bandarískir milljóna- mæringar, harðstjórar í þriðja heiminum, dauða- sveitir í Suður-Ameríku, hergagnaframleiðendur, auk nokkurra áttavilltra frjálshyggjumanna. ,, FREYR BJÖRNSSON LAGANEMI UMRÆÐAN RONALD REAGAN Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósann- gjarnt og algerlega að ósekju. Or- sakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjöl- miðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum. Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráð- herra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu. Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóð- hættulega lið sagði fyrir um stór- fellda gengisfellingu og koll- steypu vegna aðhaldsleysis í rík- isfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórn- ina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurða- nefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólun- um. Hæstiréttur er svo sérkapit- uli. Guð sé lof að hægt hefur ver- ið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt. Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna takt- inn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt. Samsærismenn og félög er vit- anlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt (“Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna“), Gallup sem leyfði sér að spyrja um af- stöðu til Evrópusambandsins (“virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja“), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðra- styrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður. Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hver- ju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tár- um. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunn- ar í seinni tíð. ■ SKOÐUN DAGSINS SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN DAGUR B. EGGERTSSON Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. ,, Fórnarlamb víðtæks samsæris MAÐUR VIKUNNAR ÁSTÞÓR MAGNÚSSON FORSETAFRAMBJÓÐANDI Reagan syrgður 18-19 umræða 11.6.2004 18:46 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.