Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 22
22 12. júní 2004 LAUGARDAGUR „Mér hefur tekist ótrúlega vel að gera bara það sem mér finnst skemmtilegt og koma mér hjá verkefnum sem ekki hámarka hamingju mína,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson spurður út í yfirlýs- ingu hans í sýningarskrá um áætl- anir og viðfangsefni. „Ég er auð- vitað ekkert öðruvísi en aðrir menn að því leyti að ég þarf að gera fleira en gott þykir, t.d. að borga reikninga, gera skatt- skýrslu og sinna öðru daglegu streði. En þetta er spurning um viðhorf. Að setja sér sem mark- mið í lífinu að gera viðfangsefnin áhugaverð. Það er mesta furða hvað hægt er að gera hversdags- leikann áhugaverðan ef maður bara setur sér það.“ Þorvaldur segir mikilvægt, eigi þetta að ganga eftir, að líta á umhverfi sitt sem hráefni og ákveða að maður sjálfur stjórni ferðinni. „Ég hef vanið mig á að það sé ég sem móta minn heim. Það er undir sjálfum mér komið hversu lengi ég dvel við leiðinleg eða sorgleg atvik af því að það er ég sem ræð. Auðvitað tekst þetta ekki alltaf en þetta hef ég lært og þetta notfæri ég mér.“ Hann samsinnir fullyrðingu blaðamanns um að fæstir velji sér þessa leið í lífinu og segir alltof marga böðlast í gegnum lífið. „Það er til gríðarlega mikið úrval af neikvæðni og sjálfsvorkunn í samfélaginu og ég tek svosem þátt í því líka. En það er sorglegt þegar maður horfir á gott fólk verða að atvinnusyrgjurum,“ seg- ir hann og vitnar til þriðju bókar sinnar um Blíðfinn þar sem sam- tíma Íslendingurinn er viðfangs- efnið, maður sem er fastur í sín- um vesældómi og vill helst hafa það þannig. Beðið fyrir gestum Þorvaldur situr ekki við orðin tóm, hann boðar og miðlar já- kvæðni og geta sýningargestir meira að segja notið hennar með þráðbeinum hætti. Í einu verk- anna gefst fólki kostur á að setjast í hægindastól, setja fæturna upp á fótaskemil og láta biðja fyrir sér. Dagskrá er við stólinn þar sem fram kemur hvaða einstaklingur, söfnuður eða trúfélag biður, þá og þá stundina, og getur fólk valið sér þá fyrirbiðjendur sem því lík- ar best. „Það að setjast í stólinn er yfir- lýsing um að fólk vilji þiggja að- stoð. Því gefst færi á að taka sjálft ákvörðun um að nýta sér þá hjálp eða góðu strauma sem eru í boði. Þetta er í raun til merkis um þetta dásamlega nútímasamfélag okkar þar sem við eigum öll hispurslaus- an aðgang hvert að öðru. Það er engin skömm að því lengur að leita sér hjálpar og ræða vanda- mál sín. Og það er svo merkilegt hér á Íslandi hvernig allir hafa að- gang að öllum. Fólk tekur bara upp símann og pantar tíma. Það nær upp í topp í öllum deildum samfélagsins og þetta er ótrúlega lítið misnotað. Það má segja að það sé vel varðveitt, fallegt leynd- armál hvernig fólk getur borið sig upp við hvern sem er í þessu landi.“ Málar af mikilli gleði Margvísleg og ólík verk eru sýn- ingunni. Þar eru málverk, teikn- ingar og ljósmyndir, textar, hljóð- og vídeóverk auk innsetn- inga af ýmsu tagi. Þorvaldi er mikið í mun að sýna fram á að hann sé ekki heilsteyptur. „Ég leyfi mér að gera hluti sem ég jafnvel kann ekki alveg, ég er t.d. ekkert sérlega góður málari í hefðbundnum skilningi en ég mála af mikilli gleði og þykir mjög vænt um málverkin mín. Ég nota líka ljósmyndir, bæði mínar eigin og eins myndir sem ég hef unnið með atvinnuljós- myndurum. Það má. Ég hef líka látið mig hafa það að vinna með fólki sem ég þekki ekki neitt. Ég hef leitað til stofnana eins og Sjónvarpsins og fyrirtækja á borð við Icelandair og það eru engar reglur sem banna mér það en það er oft ótrúlega djúpt á því Kannski á ég lítið erindi FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI Sýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar var opnuð í Hafnarhúsinu í gærkvöld. Þar getur að líta teikningar, málverk, ljósmyndir, texta-, hljóð- og veggverk. Þorvaldur kallar sýninguna samsýningu og segist vona að hún sé skýrt dæmi um hvernig einn maður getur leyft sér að vera ekki heilsteyptur. Flest verkanna eru til sölu. „Þorvaldur Þorsteinsson hefur alla tíð forðast að verða eitthvað. Hann hefur aldrei gert raunhæfa áætlun um líf sitt eða sett sér annað markmið en að sinna því sem honum finnst skemmtilegast að gera hverju sinni. Þannig telur hann sig best geta hjálpað öðrum í leitinni að sjálfum sér. Rétt eins og þegar flugfreyjan minnir okk- ur á að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf áður en við aðstoðum næsta mann. Þorvaldur hefur þannig markvisst komið sér hjá verkefnum sem ekki eru til þess fallin að hámarka hamingju hans.“ (úr sýningarskrá) Megas er því lykil- maður að þessu leyti í mínu lífi því hann hjálpaði mér að gangast við tilfinningum mínum. Hefði hans ekki notið við hefði ég auðveldlega dagað uppi sem einhverskonar þriðja kynslóð af Snorra Hjartarsyni skrifandi og þriðja kynslóð af Súmurum, reynandi að búa til djúp myndverk sem gengju upp hugmyndafræðilega séð. ,, 22-23 þorvaldur þors- lesið 11.6.2004 18:03 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.