Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 28

Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 28
Á dögunum voru gerðar stærstu bílaprófanir sem um getur og komu bílarnir Volvo XC90 og S40 best út úr þeim. Volvo XC90 var einnig valinn bíll ársins 2004 í tímaritinu Fleet News en hann var valnn bíll ársins í fyrra af tímaritinu Auto Express. Brimborg er umboðsaðili Volvo á Íslandi. Hollráð Kaup á notuðum bíl: Mikilvægt að prufukeyra Þegar bíll er keyptur, hvort sem hann er notaður eða nýr, er mjög mikilvægt að prufukeyra hann. Áður en farið er í aksturinn er gott að spyrja bílasalann í þaula um bílinn, kosti hans og galla. Eindregið er mælt með því að kaup- endur skoði bílinn vel og vandlega að innan fyrir og eftir prufukeyrsluna, þannig er hægt að sannreyna ástand bílsins og staðfesta þau svör sem bíla- salinn gaf fyrir prufukeyrsluna. Munið að ástand notaðs bíls, og hvernig um hann var séð áður, er alveg jafn mikilvægt og tegund, aukabúnaður eða stærð þegar hann var nýr. Við prufukeyrsluna er gott að líta eftir smærri vandamálum sem gætu lækkað bílinn í verði. Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu! Nýir tímar fyrir tjónaþola: Það skiptir engu máli hvernig bíl þú ert á! Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON UPPLÝSIR AÐ GUFUR ÚR PÚSTRÖRINU SEGI MIKIÐ UM ÁSTAND MÓTORSINS. Gufurnar sem koma úr púst- rörinu á bílnum geta sagt mikið til um ástand mótorsins. Til dæmis þegar bíll tekur upp á því að gefa frá sér blágráan reyk þegar honum er startað á morgn- ana, þá er það merki um að það hafi komist olía inn í sprengihólf (cylinder) vélarinnar á meðan bíllinn stóð ónotaður alla nóttina. Á meðan vélin brennir þetta af sér myndast blár reykur. Lík- legast er að olían hafi komist niður eftir ventlunum, en það gefur til kynna að ventlastýring- arnar séu orðnar lélegar. Þó svo að svona sé komið er engin ástæða til að hafa miklar áhyggj- ur ef þetta varir bara í stutta stund. Þetta ástand hefur engin áhrif á gang vélarinnar eða þjöp- pu mótorsins. Að gefa frá sér smá reyk á morgnana er ekkert ólíkt því að komast framúr á morgnana, maður er svona aðeins stirðari með árunum en eftir smástund virkar allt eðli- lega og maður er kominn í gang. Vantar þig góð ráð? Sendu póst á bilar@frettabladid.is Mikilvægt er að athuga ástand bíls áður en farið er út í kaup á honum. Blæjubílar eru æ algengari sjón á götum borgarinn- ar. Hörður Már Harðarson bílasali er eigandi blæju- bíls af gerðinni Camaro SS Xenon árgerð 2001. Bíl- inn keypti hann í fyrrasumar og fékk hann á góðu verði. „Ég er bílasali hjá fyrirtæki sem heitir Bílar og List og við notum bílinn sem auglýsingu fyrirtæk- isins og einnig bara til að njóta á góðum degi,“ segir Hörður Már. Hann telur ómissandi að setja blæjuna niður á góðviðrisdögum og vill ekki meina að honum verði neitt kalt þó að hann keyri þannig um göturnar. „Svona bílar eru miklu vandaðri í dag en þeir voru hér áður fyrr. Á sólskinsdegi um hávetur er ekkert mál að hafa blæjuna niðri, þá setur maður bara mið- stöðina í gang og líður ljómandi vel í bílnum,“ segir hann. Hörður Már segist fá mikla athygli út á bílinn og þá sérstaklega frá kvenþjóðinni. „Stelpurnar eru veikar fyrir bílnum og hef ég að sjálfsögðu bara gaman af því,“ segir hann. Haraldur Hannesson, sölumaður hjá Ræsi hf., telur töluverða aukningu hafa orðið á innflutningi nýrra og notaðra sportbíla og þar á meðal blæjubíla. „Eftir að snjór fór að minnka á Íslandi fóru þeir sem voru mikið á vélsleðum að snúa sér frekar að mótor- hjólum og sportbílum. Þetta er meðal annars ástæða þess að eftirspurn eftir báðum farartækjum hefur aukist á undanförnum árum,“ segir Hörður. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L „Stelpurnar eru veikar fyrir bílnum og hef ég að sjálfsögðu bara gaman af því,“ segir Hörður Már Harðarson blæjubílaeigandi. Blæjubílar vinsælir hér á landi: Gengur í augun á stelpunum smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Pústið segir sögu smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 28-29 (2-3) bílar ofl 11.6.2004 15:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.