Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 12. júní 2004 31
Ég er 35 ára karlmaður og vil
meina að rót vandans byrji
þegar ég er um átján ára. Ég
var þá mjög hrifinn af stúlku
sem var með mér í skóla, en sú
notaði hrifningu mína til að
valda afbrýðisemi hjá öðrum
og ná athygli hans og ástum.
Að vera notaður á þennan hátt
hafði djúpstæð áhrif á mig og
síðan hef ég sífellt þurft að
sanna fyrir sjálfum mér að ég
sé ekki minni en hver annar.
Ég er afburðagreindur; með
gífurlega menntun að baki.
Hef unnið mig upp í ábyrgðar-
stöðu þar sem ég ræð öllu og
hef mikil mannaforráð. Launa-
lega hef ég það mjög gott; með
rífleg bankastjóralaun á ís-
lenskan mælikvarða og get
þannig leyft mér hvað sem ég
vil. Ég er giftur, á dásamlega
konu sem ég elska meira en
allt annað, og eigum við þrjú
yndisleg börn.
Eftir því sem velgengnin
hefur aukist hefur áhugi
kvenna á persónu minni aukist
í sama hlutfalli. Ég er ósköp
venjulegur útlits; þyki frekar
sætur en alls ekkert módel. Er
feitvaxinn; 180 cm á hæð og
100 kíló. Á vinnustað mínum er
gnótt kvenfólks og hvort sem
skýringin liggur í útliti mínu
eða velgengni er ljóst að marg-
ar þeirra hafa áhuga á nánu
samneyti við mig. Þannig byrj-
aði þetta smátt og smátt. Í
vinnustaðateitum fór ég ein-
staka sinnum að fylgja dömum
heim og prufa hvernig þær
væru. Bera þær saman við
konuna heima. Þurfti að ganga
úr skugga um hvort grasið
væri grænna hinum megin. Við
höfum síðan flutt til útlanda
og ég haldið
u p p t e k n u m
hætti, en
það sem
var ein-
s t a k a
s i n n -
um er
n ú
o r ð i ð
d a g -
l e g t
brauð.
Nú á ég
tvær vinkon-
ur á Íslandi
sem báðar eru
giftar og ég hitti báðar
daglega þegar ég er heima.
Auk þess á ég eina hjásvæfu
þar sem ég bý ytra og enn
aðra í landi sem ég fer oft til
vegna vinnunnar. Ég verð að
hafa samfarir minnst tvisvar
á dag og ef ég sé álitlega
dömu verð ég að fá hana. Hef
allar klær úti til að finna
dömur; hef konuna mína og
fjórar aðrar, en það er ekki
nóg. Grasið hefur aldrei ver-
ið grænna hinum megin en
samt held ég áfram að leita. Á
Íslandi nota ég einkamál.is
og private.is til að finna
dömur. Í svörtu bókinni
eru sömuleiðis nöfn þrigg-
ja vændiskvenna því ég
verð einfaldlega að fá mitt
hvað sem það kostar og ef ekk-
ert annað býðst þá borga ég
hiklaust fyrir greiðann. Ég er
mikið í Noregi og Danmörku
og þar hef ég sama háttinn á.
Annars eru vinnustaðateitin
best til að finna dömur til kyn-
maka. Partíin eru makalaus.
Fólk vinnur náið saman og smá
daður verður auðveldlega að
meiru. Samkvæmt rannsókn-
um halda meira en fjörutíu
prósent karla fram hjá konum
sínum og á milli 20 og 25 pró-
sent kvenna. Það sýnir sig og
sannast á slíkum samkomum.
Í dag upplifi ég kynlífsfíkn-
ina sem hreint helvíti. Ég reyni
að stoppa og er virkilega
ánægður með fjölskylduna, en
eftir stutt hlé er eins og eitt-
hvað bresti og ég byrja á nýjan
leik og þá tvíefldur. Þetta er
martröð sem erfitt er að
stoppa. Ég reyni að sannfæra
sjálfan mig um að ég sé ekki
svo slæmur því ég nota smokk
og ver þannig eiginkonuna fyr-
ir sjúkdómum. Ég reyni í ör-
væntingu að finna eithvað til
að réttlæta sjálfan mig og ég á
enga ósk heitari en að sigra
glímuna við fíknina áður en
spilaborgin hrynur til grunna.
Til að auka spennuna hef ég
svo byrjað að stunda ýmsar kyn-
lífsgrúppur; til að mynda Nor-
dicgangbang og Norskgangbang
sem halda úti kynlífsorgíum um
allan heim. Götuvændi í Noregi
og Danmörku er tvenns konar.
Heimakonur eru dópistar og
þær lætur maður vera, en svo
fást fallegar konur frá ýmsum
löndum, Rússlandi, Eistlandi, Al-
baníu, Tékklandi og víðar að.
Góður efnahagur og gott að-
gengi gerir mönnum eins og mér
létt fyrir að svala fíkninni. ■
Í Reykjavík:
Tveir skráðir fundir í viku í (Al-Anon) Héðinshúsinu, herb. 3.
Sunnudagar: Blandaður fundur kl. 20.15. Upplýsingar í síma 898 5698.
Miðvikudagar: Blandaður fundur kl. 19.15. Upplýsingar í síma 695 7541.
Á Akureyri:
Einn fundur í viku haldinn Í Al-Anon-húsinu, Geislagötu 12.
Laugardagar: Blandaðir fundir kl. 11. Upplýsingar í síma 820 5889.
Heimasíða: geocities.com/slaais
Aukið þol sem einkennist af þörf fyrir aukið magn
til að ná sömu áhrifum, eða áberandi minni áhrif af sama
magni hegðunar.
Vart er fráhvarfseinkenna eða gripið er til sömu
eða svipaðrar hegðunar til að milda fráhvarfseinkenni.
Hegðun gengur lengra og varir í lengri tíma en
ætlað var í fyrstu.
Viðvarandi löngun eða misheppnaðar tilraunir til
að minnka eða ná stjórn á þessari hegðun.
Miklum tíma er varið í að komast í aðstæður til að
stunda þessa hegðun. Miklum tíma varið í hegðunina
sjálfa eða til að jafna sig eftir hana.
Fjölskylda og vinna vanrækt vegna hegðunar. Hætt
við eða dregið úr ýmsum heilbrigðum venjum og tóm-
stundum.
Hegðuninni er viðhaldið þótt viðkomandi geri sér
grein fyrir að hún valdi viðvarandi eða endurteknum lík-
amlegum eða andlegum veikindum.
7
6
5
4
3
2
1
Saga kynlífsfíkils
Greiningarviðmið kynlífsfíknar Fundir SLAA-samtakanna
Úr banvænum fjötrum lostans
SLAA-samtökin á Íslandi voru
stofnuð fyrir rúmu ári og eru fé-
lagsskapur karla og kvenna sem
samhæfa reynslu sína, styrk og
vonir, svo þau megi leysa sam-
leiginlegt vandamál sitt og séu
fær um að hjálpa öðrum til að
losna úr fjötrum ástar og kyn-
lífsfíknar. Samtökin eru byggð
upp á sama 12 spora kerfi og
erfðavenjum AA-samtakanna,
en SLAA stendur fyrir Sex and
Love Addicts Anonymous og er
rekið sem samtök fyrir kynlífs-
og ástarfíkla um allan heim.
„Það er augljós þörf fyrir
starfsemi SLAA á Íslandi og
góðu fréttirnar fyrir kynlífs-
fíkla eru þær að það er vel hægt
losna undan þessari fíkn. Það er
til lausn,“ segir félagi SLAA-
samtakanna, sem ekki vill láta
nafn síns getið. „Sjálfur hef ég
öðlast frelsi frá fíkninni og líf
mitt hefur breyst til mikils
batnaðar. Ég hef ekki farið inn á
stefnumótaheimasíður eða
spjallrásir í níu mánuði og fyrir
fimm mánuðum strokaði ég út
símanúmer bólfélaganna úr
gemsanum mínum. Bati minn á
svo án efa eftir að birtast í fleiri
myndum, sem ég treysti Guði
fyrir. Það sem ég hef fyrst og
fremst grætt á þessu eru
klukkustundirnar í deginum, en
ég eyddi að meðaltali tíu
klukkutímum á dag fyrir fram-
an tölvuna í kynferðislegum til-
gangi. Ástar- og kynlífsfíkn er
banvænn sjúkdómur, bæði í
orðsins fyllstu merk-
ingu vegna sjálfs-
vígshættu, en ein-
nig í mörgum öðr-
um skilningi.
Hann rústar at-
vinnutækifær-
um, tæmir budd-
una hjá fólki, af-
vegaleiðir fólk
félagslega, skekk-
ir sjálfsmynd
þeirra, stofnar
hjónaböndum í hættu og getur
klippt á samskipti við börn og
fjölskyldu. Fyrir utan þetta er
maður alls óstarfhæfur þegar
fíknin nær yfirhöndinni. Því
miður eru dæmi þess að kynlífs-
fíklar hafi verið myrtir þegar
þeir bjóða ókunnugum gestum
inn á heimili sín fyrir skyn-
dikynni. Einnig þekki ég kyn-
lífsfíkla sem dáið hafa úr sjúk-
dómum sem þeir fengu vegna
þess að þeir stunduðu hættulegt
kynlíf. Fyrsta sporið í átt að
bata er að viðurkenna vanmátt
sinn gagnvart kynlífsfíkn og að
manni sé orðið um megn að
stjórna eigin lífi. Maður nær
nefnilega bata á sama augna-
bliki og maður er tilbúinn til
þess að öðlast bata. Ef maður er
ekki tilbúinn notar maður hvaða
afsökun sem er til að forðast
batann. Sumir reyndar kjósa að
velta sér upp úr eymdinni árum
saman, eða þar til líf þeirra er í
rúst. Flestir mæta á SLAA-fund
þegar þeir hafa náð botninum.
Botninn hjá hverjum og einum
er svo einstaklingsbundinn; hjá
einum að halda fram hjá maka
sínum; öðrum að verða þrælar
ástarsambands við manneskju
sem hefur ekkert að gefa til-
finningalega.
Persónulega óttaðist ég að
ganga í SLAA-samtökin vegna
þess að ég hélt að með því þyrfti
ég að hætta að stunda kynlíf að
eilífu. Það er vitaskuld bull.
Eina skilyrðið er löngunin til
að losna undan áþján ástar-
og kynlífsfíknar. Við erum
í hlekkjum sjúkdóms og
erum óhæf að taka
ákvarðanir í ásta- og
kynlífsmálum, eins og
venjulegt fólk getur
gert. Fíknin heimtar
alltaf meira og meira,
og við gefum henni
lausan tauminn þar til
hún er komin út í al-
gjört stjórnleysi. Það
sem byrjar sem
saklaust
fikt og ævintýr, endar sem
martröð. Fólk missir jafnvel
sjónar á eigin kynhneigð og fer
að telja sér trú um að það sé tví-
eða samkynhneigt, bara til að
prófa eitthvað annað og nýtt.
Við þurfum því að læra að elska
upp á nýtt og kynnast sjálfum
okkur sem tilfinningaverum á
nýjan leik.
Á fundum SLAA forðumst
við að segja neyslusögur því
þær geta komið virkum fíklum
inn á fundina til að næra hana
og fóðra. Fundirnir eru mjög
sterkir og vel haldið á spöðun-
um; við gerum allt eftir bókinni.
Mér líður alltaf svo mikið betur
í hjartanu eftir fundina og hef
svo minn eigin trúnaðarmann
sem ég leita til þegar bjátar á og
með sértæk vandamál mín. Við
höfum sameiginlega velferð í
fyrirrúmi; erum í liði með hvort
öðru. Það er ómetanlegt að
sækja fund þar sem maður þarf
ekki að afsaka neitt eða útskýra
ofan í kjölinn þar sem hinir skil-
ja upp á hár hvað talað er um.
Þetta hefur breytt lífi mínu en
áður sá ég ekki sjálfan mig geta
orðið frjálsan undan fíkninni.
Ég var orðinn tilfinningadofinn
svampur sem gat ekki sofnað á
kvöldin nema stunda sjálfsfró-
un vegna skyldurækni. Fyrst
eftir að ég hætti á spjallrásun-
um fékk ég fráhvarfseinkenni,
lagðist í rúmið veikur í nokkra
daga, með hita- og kuldasótt til
skiptis. Seinna var mér sagt að
spennan við að sitja negldur við
tölvuna sólarhringum saman og
spennan við að vera skotinn í
ósýnilegu manneskjunni; þetta
líkamlega álag sem maður legg-
ur á líkamann og hjartað, jafn-
gildir því og að vera á kókaíni
allan daginn. Nú lifi ég öðru lífi
þar sem forgangsröðin er rétt:
sé sjálfur um þarfir mínar og
sjálfan mig, og er hættur að
hlýða þörfum fíknarinnar. Ég
mæti í vinnuna og get þar af
leiðandi greidd reikningana, hef
reglulega matmálstíma, rækta
sambandið við fjölskyldu og
vini, og rækta ekki síst líkama
og sál, er snyrtilegur til fara, og
skúra og vaska upp heima hjá
mér! Kannski næ ég að stofna
til ástarsambands í framtíðinni,
hver veit? Þangað til er ég í það
minnsta hamingjusamur, einn
með sjálfum mér. Ég þakka
Guði fyrir SLAA-samtökin, því
ég er að fá tækifæri til að byrja
nýtt líf sem er miklu auðveldara
fyrir mig að lifa. ■
Ef þú svarar þremur af sjö greiningarviðmiðum á tólf
mánaða tímabili ertu kynlífsfíkill með vandamál.
Heimasíða SLAA samtakanna á Íslandi er: geocities.com/slaais
42-43 (30-31) kynlíf / ee lesið 11.6.2004 18:07 Page 3