Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 46

Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 46
Sannleikur er fegurð, fegurð sannleikur. John Keats Twiggy hrósar Da Vinci lyklinum Da Vinci lykillinn er enn í fyrsta sæti metsölulista New York Times og hún er einnig á metsölulista í Bretlandi. Lesendur keppast um að lofa bókina og þar á meðal fyrrverandi ofurfyrirsætan Twiggy. Í nýlegu viðtali sagðist hún ætíð lesa skáldsögur í rúminu fyrir háttinn, hún hefði nýlega fengið Da Vinci lykilinn og hefði orðið svo spennt að hún hefði ekki þorað annað en að hafa öll ljós kveikt meðan á lestrinum stóð. Hér á landi trónir bókin á toppi metsölulista og á tveimur mánuðum hafa selst 6000 eintök. BÓKASKÁPURINN 34 12. júní 2004 LAUGARDAGUR Ný spennusaga slær í gegn í Bandaríkjunum Spennusagan The Rule of Four er að slá rækilega í gegn í Bandaríkjunum. Höfundarnir eru tveir karlmenn, 28 ára gamlir, og þetta er fyrsta skáldsaga þeirra. Á fyrstu tveimur vikunum sem bókin var á markaði var hún endurprentuð ellefu sinnum og seldist í 325.000 eintökum. Bókin er nú í öðru sæti á metsölulista New York Times (á eftir Da Vinci lyklinum) og selst eins og heitar lumm- ur á Amazon-vefnum. Dómarnir hafa verið misjafnir en enginn efast um afþreyingargildið. Í bók- inni fást fjórir menntaskólanemendur við að ráða í dulmál miðaldahandrits og munkurinn Savonarola kemur við sögu. Höfundarnir, Ian Caldwell og Dustin Thomason, eru skólafélagar sem hófu að vinna að bókinni árið 1998. Eftir fimm ár sendu þeir handritið til nokkurra útgáfuforlaga sem öll höfnuðu því áður en Dial Press samþykkti að gefa út endurbætta útgáfu þeirra. Dial Press fór svo fram á enn meiri breytingar og eftir átján mánaða endurskrif var bókin gefin út. AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BETTÝ Arnaldur Indriðason HÁLENDISHANDBÓKIN 2004 Páll Ásgeir Ásgeirsson ÍSLENSK SPENDÝR Páll Hersteinsson STÓRA GARÐABÓKIN Forlagið SKYNDIBITAR FYRIR SÁLINA Barbara Berger SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold GENGIÐ UM ÓBYGGÐIR Jón Gauti Jónsson ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Stöng GÖNGULEIÐIR Í REYKJAVÍK Reykjavíkurborg SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSL. KV. Ýmsir höfundar DON KÍKÓTI I&II. Cervantes JÓN Í BRAUÐHÚSUM. Halldór Laxness STORMUR Einar Kárason ILÍONSKVIÐA Kviður Hómers I STEINN STEINARR - Ljóðasafn. Steinn Steinarr HEIMSLJÓS I&II Halldór Laxness ÞJÓÐSKÁLDIN - STÓRBÓK Ýmsir höfundar Í LEIT AÐ GLÖTUÐUM TÍMA Marcel Proust ÞORPIÐ Jón úr Vör SKÁLDVERK - KILJUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BETTÝ Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson MÝRIN Arnaldur Indriðason ALKEMISTINN Paulo Coelho SVARTIR ENGLAR Ævar Örn Jósepsson ÉG ER EKKI HRÆDDUR Niccolo Ammaniti VILLIBIRTA Liza Marklund SYNIR DUFTSINS Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 02.06. - 08.06.2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 SAGAN AF DIMMALIMM EFTIR MUGG Þetta tímalausa ævintýri er komið út að nýju og er ljósmynduð frumútgáfa bókarinnar sem kom út hjá Bókabúð Kron árið 1942. Dimmalimm er skyldulesning allra barna og þeir fullorðnu verða ekki sviknir af að lesa ævintýrið á ný. Og endalaust má dást að mynd- skreytingum Muggs. EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Í Þýskalandi kom út á síðastaári bókin Martha Freud: DieFrau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar. Höfundurinn er frá Hamburg, eins og Martha, og hefur víða leitað fanga, meðal annars í skjölum fjölskyldu Mörthu og bréfum Mörthu og Freuds en þau skipta hundruðum. Í ævisögunni er dregin upp mynd af líflegri konu sem var á undan samtíma sínum. Barnabarn Mört- hu, Anton Freud, hefur fagnað út- gáfu bókarinnar og sagt að amma sín hafi verið svo miklu meira en einungis eiginkona og húsmóðir. Kókaín sem gleðigjafi Sigmund Freud var fátækur 25 ára læknastúdent þegar hann hitti hina tvítugu Mörthu Berna- ys. Það var ást við fyrstu sýn. Ein ástæða þess að Martha hreifst samstundis af Freud var að hann minnti hana á föður hennar sem lést þegar hún var 18 ára. Móður Mörthu var illa við samdrátt þeirra og taldi Freud ekki sam- boðinn dóttur sinni. Hún flutti frá Vín til Hamborgar með Mört- hu til að reyna að sundra parinu. Þar bjó Martha í fjögur ár en þau Freud skrifuðust á og hittust ein- ungis örsjaldan. Martha var hins vegar viljasterk og ætlaði sér að giftast Freud. Eftir að hún sneri aftur til Vínar trúlofuðu þau sig. Martha hafði mikinn áhuga á listum. Freud var afar afbrýði- samur og varaði Mörthu við öðr- um karlmönnum og sérstaklega listamönnum sem hann sagði eiga auðvelt með að tæla konur. Hann notaði Mörthu sem eins konar tilraunadýr við rannsóknir sínar á kókaíni. Hann sagði kóka- ín hafa hressandi áhrif á sig og sendi henni skammta sem hann sagði myndu færa roða í kinnar henni. Martha svaraði og sagðist ekki þurfa á kókaíni að halda en hún hefði prófað það og það hefði verið ánægjuleg tilfinning. Hvorugt hjónanna varð háð kókaíni en Freud átti til að fá sér smáskammt fyrir mikilvæga fundi. Ævisagnahöfundurinn Katha Behling álítur að hefði Freud ekki hitt Mörthu hefði hann orðið vísindamaður og full- komnað rannsóknir á læknis- mætti kókaíns. Sveppir helsta deiluefnið Á fyrstu átta hjónabandsárum þeirra fæddi Martha sex börn. Freud var gagntekinn af starfi sínu sem sálkönnuður og það kom því í hennar hlut að ala upp börnin. Í rúmlega hálfrar aldar hjónabandi er sagt að eina ágreiningsefni þeirra hafi verið hvort elda ætti sveppi með stilk- unum eða án þeirra. Freud reyndi að yfirfæra kenningar sínar á Mörthu og fór margsinnis fram á það að hún hætti að fela neikvæðar tilfinn- ingar heldur leyfði sér að vera reið. En Mörthu fannst ekki við hæfi að sýna tilfinningar sínar opinskátt. Ævisagnaritari Mörthu segir að Freud hafi í rauninni ver- ið feginn, í starfi sínu hefði hann séð svo mikla reiði að hann vildi ímynda sér að það ríkti engin reiði á heimili hans. Hann trúði því að Martha væri betri en heimurinn. Þótt Martha hefði átt sinn þátt í að Freud sneri sér að sálgrein- ingu vildi hún ekki vita of mikið um starf eiginmanns síns. Hún sagði frönskum sálfræðingi að sér fyndist það einkennilegt og lýsti því jafnvel sem klámfengnu. Systir Mörthu, Minna, bjó um tíma hjá hjónunum og hafði mik- inn áhuga á starfi Freuds. Þau Freud voru svo náin að sögur komust á kreik um ástarsamband. Ævisagnahöfundur Freuds telur að samband Freuds og Minnu hafi verið djúpt en platónskt. Líknardráp Í aprílmánuði 1923 frétti Martha af eiginmanni sínum á sjúkra- húsi. Hann hafði orðið var við æxli í munni sem var greint sem krabbamein og fór á sjúkrahús án þess að segja fjölskyldu sinni. Þetta var byrjunin á krabbameini sem þjáði Freud það sem hann átti eftir ólifað. Þegar herir Hitlers réðust inn í Austurríki urðu breytingar á hög- um fjölskyldunnar sem leitaði hælis í London. Martha var þá 77 ára gömul. Í september 1939 sneri hundur Freuds frá húsbónda sín- um vegna þess að fýlan sem kom úr munni Freuds var honum óbærileg. Þessi litli atburður varð til þess að Freud ákvað að binda enda á líf sitt. Læknir Freuds sam- þykkti að gefa honum banvænan skammt af morfíni. Hann lést 23. september 1939. Martha lést árið 1951, níræð. kolla@frettabladid.is MARTHA FREUD Hún sagði frönskum sálfræðingi að sér fyndist starf manns síns einkennilegt og lýsti því jafnvel sem klámfengnu. [ BÓK VIKUNNAR ] Sigurgeir með bók um Íslendinga Ný bók ljósmyndarans Sigurgeirs Sigurjónssonar, Íslendingar, kemur út í næstu viku, en síðasta bók hans Amazing Iceland er ein söluhæsta ljósmyndabók sem gefin hefur verið út hér á landi. Í þetta skiptið beinir Sigurgeir linsu sinni að fólkinu í landinu auk þess að mynda fjöll og landslag. Unnur Jök- ulsdóttir er höfundur texta bókarinnar en hún og Sigurgeir ferðuðust í tvö ár um Ísland og heimsóttu fólk í öllum landshlutum. Markmiðið var að skilja betur lífsviðhorf þeirra sem lagað hafa hefðbundin störf að nútímanum, standa á mörkum þess gamla og nýja. Bókin kemur út á ensku og íslensku. Á síðasta ári kom út ævisaga eiginkonu Freuds: Áhrifavaldurinn í lífi Freuds Anna Frank fær dagbók Á þessum degi árið 1942 fékk hin 13 ára gamla Anna Frank dagbók í afmælisgjöf. Mánuði seinna fór fjölskylda hennar í felur undan nasistum. Tveimur árum seinna fundu nasistar fjölskylduna og fluttu í fangabúðir þar sem Anna lést mánuði áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk. Faðir Önnu lifði helförina af og gaf út dagbók dóttur sinnar árið 1947. Bókin hefur verið þýdd á um 30 tungu- mál, þar á meðal íslensku. 46-47 (34-35) bækur bs 11.6.2004 20:29 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.