Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 50

Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 50
EM Í PORTÚGAL Varnarmaðurinn sterki John Terry mun ekki leika með Englendingum gegn Frökk- um á sunnudaginn. Terry meidd- ist í vináttuleiknum gegn Japön- um um daginn og hefur lítið æft síðan. Sven-Göran Eriksson lands- liðsþjálfari setti það sem skilyrði að hann þyrfti að taka fullan þátt í æfingunni í gær til þess að kom- ast í liðið en það gekk ekki eftir þar sem Terry gat aðeins skokkað á æfingunni. „Hann er ekki alveg orðinn nógu góður og því finnst mér glórulaust að tefla honum fram gegn Frökkum. Ég held samt að hann verði orðinn í lagi fyrir næsta leik á fimmtudag,“ sagði Eriksson á blaðamannafundi í gær. Það verður því annað hvort Jamie Carragher eða Ledley King sem leikur með Sol Campbell í miðju ensku varnarinnar á morg- un. ■ EM Í PORTÚGAL Hann er jafnvígur á báða fætur, með góða skallatækni og meðfæddur markaskorari og Portúgalar treysta mjög á þennan snjalla leikmann. Með þessa hæfileika, og Luis Figo og Rui Costa fyrir aftan sig, má leiða líkur að því að Pauleta, aðalframherji portúgalska lands- liðsins, skori nokkur mörk á Evr- ópumótinu. Hann skoraði 65 mörk í í 98 leikjum með Bordeaux í Frakk- landi en fór til Paris Saint Germ- ain fyrir síðasta tímabil og skor- aði 18 mörk í 37 leikjum. Hann hefur tvisvar verið kosinn besti leikmaður Frakklands. ■ 38 12. júní 2004 LAUGARDAGUR Spáð í liðin í A-riðli Evrópukeppninnar í Portúgal sem hefst í dag: Nágrannar berjast EM Í PORTÚGAL Í A-riðli er að finna gestgjafa keppninnar í ár, Portú- gal, og helstu erkifjendur þeirra, Spánverja. Grikkland og Rúss- land eru lið sem ekki eru talin lík- leg til að velgja þessum þjóðum undir uggum, og finnst mörgum mesta spennan vera í kringum innbyrðis viðureign Portúgals og Spánar, en sá leikur mun senni- lega ráða því hvort liðið hafnar í efsta sæti riðilsins. Ber þó að var- ast þessa minni spámenn, til að mynda náðu Grikkir ofar en Spán- verjar í undankeppni EM, þar sem þjóðirnar voru saman í riðli. Hungrar í velgengni Portúgalar eru þekktir fyrir gríðarlega hreyfanlega knatt- spyrnu sem er skemmtileg áhorfs. Luis Felipe Scolari er þjálfari liðsins og mun vonast til þess að endurtaka leikinn frá því á HM fyrir tveimur árum, þegar hann stjórnaði liði Brasilíu til heimsmeistaratitilsins. Nú hyggst hann ná Evróputitlinum með Portúgal. Portúgalar munu leggja traust sitt á Luis Figo og Rui Costa, reynda og hungraða í vel- gengni með landsliðinu - vel- gengni sem þeir hafa aldrei feng- ið að njóta. Nánast á heimavelli Spánverjar græða mikið á því að keppnin fer fram í nágranna- landinu Portúgal, og gerir þjóðin sér vonir um að landsliðið nái aft- ur þeim árangri sem liðið náði árið 1964, þegar liðið hampaði Evrópumeistaratitlinum. En sí- endurtekinn slakur árangur á stórmótum síðustu ára gæti setið í mönnum og valdið því að trúna vanti hjá leikmönnum. Spánn spil- ar sóknarleik með Raul sem leið- toga og hafa tvo frábæra mark- menn, Iker Casillas and Santiago Canizares, til að stjórna heldur vafasamri vörn. Frábær liðsandi Grikkland, sem er nú að taka þátt á EM í fyrsta skipti í 24 ár, spilar varnarsinnaða og skipu- lagða knattspyrnu. Þýski aginn er í fyrirrúmi, enda situr hinn gam- alkunni Otto Rehhagel við stjórn- artaumana. Gríska liðið er án stórstjarna og virðist við það hafa skapast frábær liðsandi sem stóru þjóðirnar gæti vantað. Grikkir höfðu leikið 15 landsleiki í röð án taps áður en liðið tapaði fyrir Hollandi í æfingaleik í apríl síð- astliðnum. Vængbrotið lið Rússar koma til með að sár- sakna leikstjórnanda síns, Yegor Titov, en hann er í árs banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi nýlega, og leiðtoga varnarinnar, Viktor Onopko, sem er meiddur. Þeir mæta til leiks með vængbrotið lið og liggur helsta vonin í að Alex- ander Mostovoi, hæfileikaríkasti leikmaður liðsins, nái að búa eitt- hvað til upp á eigin spýtur. Það kæmi ekki á óvart ef Rússar fara illa út úr keppninni. ■ EM Í PORTÚGAL Brasilíumaðurinn Luis Felipe Scolari hefur alltaf haft gaman af erfiðum áskorun- um og má með sanni segja að hann hafi staðist þær allar. Síðast tók hann að sér brasil- íska landsliðið þegar það var ein rjúkandi rúst. Hann þjappaði hópnum saman og gerði þá að heimsmeisturum í Asíu. Nú hefur hann tekið það erfiða verkefni að sér að gera gullkynslóðina frá Portúgal að Evrópumeisturum á heimavelli. Sérfræðingar eru sammála um að ef honum tækist það verkefni væri það hans stærsti sigur til þessa. „Ég tel að það verði erfiðara að gera Portúgal að Evrópumeistur- um en það var að gera Brasilíu að heimsmeisturum,“ sagði stóri Phil, eins og Scolari er oftast kall- aður. „Það eru að minnsta kosti tíu lið sem geta unnið þetta mót en á HM er meira af slökum liðum. Hér eru öll bestu lið í heimi fyrir utan Brasilíu og Argentínu.“ ■ ÁST Cristiano Ronaldo þykir vænna um Deco en Luis Figo. Ronaldo faðmar hérna Deco á æfingu. Portúgalinn Luis Figo: Ósáttur við Deco EM Í PORTÚGAL Luis Figo varpaði léttri sprengju í portúgalska landsliðshópinn í gær þegar hann gagnrýndi hinn brasilíska Deco, leikmann Porto, sem hefur portú- galskt ríkisfang og hefur leikið með portúgalska landsliðinu síð- ustu ár. Figo gagnrýndi harkalega þá ákvörðun landsliðsþjálfarans þegar hann valdi Deco fyrst í hóp- inn á síðasta ári og hann er ekki hættur. „Ég hef ekki trú á því að fólk frá Spáni yrði ánægt ef ég fengi mér spænskt ríkisfang og færi að spila með spænska landsliðinu,“ sagði Figo í gær. „Þetta hefur áhrif á andann í liðinu og ég er ekki ánægður með þetta. Fyrir mér er þetta einfalt. Ef þú fæðist í Kína þá spilarðu með kínverska landsliðinu. Mér finnst að menn séu að misnota aðstöðu með þessu og ég mun ekki breyta skoðun minni þótt Deco sé í landsliðinu núna.“ ■ TÆPUR Óvíst er hvort van der Sar geti varið mark Hollands gegn Þjóðverjum. Edwin van der Sar: Meiddur á fingri EM Í PORTÚGAL Hollendingar urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar markvörðurinn Edwin van der Sar meiddist á fingri á æfingu. Meiðslin eru það alvarleg að óvíst er hvort hann geti spilað gegn Þjóðverjum á þriðjudag. Það er einnig að frétta af hol- lenska landsliðinu að Clarence Seedorf er orðinn heill heilsu á ný og æfði með liðinu í gær. Það breytir litlu um fyrirætlanir landsliðsþjálfarans, Dicks Advocaat, sem hefur þegar sagt að ungstirnið Rafael Van der Vaart frá Ajax muni byrja leikinn í stað Seedorfs. Það er aftur á móti óvíst hver leikur á vinstri kantinum en þar þarf Advocaat að velja á milli Arjen Robben, sem er á leið til Chelsea, og Andy van der Meyde, leikmanns Inter á Ítalíu. ■ EM Í PORTÚGAL ■ FYLGSTU MEÐ Portúgalanum Pedro Pauleta Luis Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins: Erfiðasta áskorunin HARÐUR STJÓRI Scolari segir hér Luis Figo til á æfingu hjá portúgalska landsliðinu í gær. ■ Pauleta er baráttuhundur, mjög sterkur og algjörlega óútreiknanlegur framherji. Vahid Halihodzic, þjálfari PSG. Vandamál hjá Króötum: Pletikosa meiddur EM Í PORTÚGAL Otto Baric, þjálfari króatíska landsliðsins, stendur frammi fyrir stóru vandamáli því nú er ljóst að aðalmarkvörður liðsins, Stipe Pletikosa, verður ekki með í fyrstu tveimur leikjum liðsins, gegn Svisslendingum og Frökkum, á Evrópumótinu í Portúgal. Það er einnig tæpt að Pletikosa verði búinn að ná sér fyrir síðasta leik liðsins í riðlinum gegn Englendingum en læknar liðsins telja að hann verði frá næstu 10-15 dagana. Tomislav Butina, sem spilar með belgíska liðinu Club Brugge, mun að öllum líkindum leysa Pletikosa af á meðan hann er meiddur en fjarvera hans er mik- ið áfall fyrir króatíska liðið. ■ Enski varnarmaðurinn John Terry er meiddur aftan á læri: Ekki með gegn Frökkum MEIDDUR John Terry getur ekki leikið með Englend- ingum gegn Frökkum. Svissneska landsliðið: Vefst tunga um tönn EM Í FÓTBOLTA Svissneska landsliðið stendur frammi fyrir mjög sér- stöku vandamáli á EM sem gæti komið mörgum á óvart. Þannig er mál með vexti að leikmenn liðsins tala bæði frönsku og þýsku og þar að auki margar mállýskur af þess- um tungumálum. Það sem gerist í kjölfarið er að leikmenn liðsins eiga ákaflega erfitt með að skilja hvern annan. Varnarmaðurinn Stephane Henchoz, sem leikur með Liverpool, hefur stórar áhyggjur af þessu vandamáli. „Það hefur verið erfitt að venj- ast þessu og þetta hefur oft verið mikill hrærigrautur þar sem eng- inn hefur skilið neinn,“ sagði Henchoz. „Ég er viss um að fólk utan Sviss skilur ekki hvernig við náum í lið en það er alveg ljóst að þetta vandamál hjálpar okkur ekki í því að ná árangri.“ ■ SOPINN ER GÓÐUR Spænski sóknarmaðurinn Fernando Morientes fær sér sopa af vatni í hitanum í Portúgal. LYKILMENN Í A-RIÐLI Portúgal Sókn Pedro Pauleta Miðja Luis Figo Vörn Fernando Couto Spánn Sókn Raul Gonzalez Miðja Ruben Baraja Vörn Carles Pyuol Grikkland Sókn Demis Nikolaidis Miðja Vassilis Tsiartas Vörn Yiannis Goumas Rússland Sókn Dmitry Sychev Miðja Alexander Mostovoi Mark Sergei Ovchinnikov 50-51 (38-39) sport 11.6.2004 19:47 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.