Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 53
EM Í PORTÚGAL Í D-riðli, eða „dauða- riðlinum“ eins og hann hefur ver- ið nefndur, mun að minnsta kosti einn af risunum, Þýskaland, Hol- land eða Tékkland, þurfa að pakka saman eigum sínum að lokinni riðlakeppninni og halda heim á leið. Hvert svo sem hið óheppna lið verður er ljóst að litla Lettland mun spila stóra rullu í að ákvarða hver það á endanum verður sem kemst ekki áfram. Hollendingar líklegir Eingöngu með því að líta yfir leikmannalista Hollendinga er hægt að setja liðið á meðal þeirra þjóða sem sigurstranglegastar eru. Svo óheppilega vill til að sam- band nokkurra af þessum framúr- skarandi leikmönnum er ekki eins og best verður á kosið, og gæti það komið niður á leik liðsins. Lið- ið býr yfir góðri blöndu af yngri og eldri leikmönnum og spilar frá- bæran bolta þegar það nær sér á strik. Ef liðið kemst upp úr riðlin- um gæti sú staðreynd að liðið hef- ur fallið úr leik í síðustu þremur EM eftir vítaspyrnukeppni haft áhrif á sálartetur leikmanna, og munu þeir vilja forðast vítin eins og heitan eldinn. Tékkar með frábært lið Tékkar eru með frábært lið og eru margir sem spá því að þeir komi mest allra liða á óvart í keppninni. Með Pavel Nedved, Tomas Rosicky, Karel Poborsky og Tomas Galasek hafa Tékkar einhverja best skipuðu miðju í keppninni, sem getur matað ris- ann Jan Koller í sókninni. Spurn- ingarmerkið er sett við vörnina þar sem bakvarðastöðurnar eru verst mannaðar, og þarf hinn ungi Petr Cech í markinu líklega að eiga gott mót. Þjóðverjar í vandræðum Helsti styrkur þýska liðsins er hefðin sem liðið hefur, en ekkert landslið frá Evrópu hefur verið sigursælla í sögunni. Á pappírun- um þykir liðið ekki hafa verið lak- ara í mörg ár, en ef þeir ná upp sínum agaða bolta má ekki af- skrifa Þjóðverja. Þeim var spáð óförum á HM fyrir tveimur árum en komust samt í úrslitaleikinn. Það sama er uppi á teningnum nú; allir hafa afskrifað liðið fyrir keppnina og munu leikmenn liðs- ins ólmir vilja sýna fram á annað. Erfitt hjá Lettum Lettland hefur verðskuldað tryggt sér sæti á EM með því að slá út þjóðir á borð við Tyrkland og Pólland. Lettar byggja leik sinn á skyndisóknum þar sem hinn eld- snöggi framherji Maris Verpa- kovskis er í lykilhlutverki. Hann skoraði grimmt fyrir liðið í undankeppninni og er þeirra aðal- vopn. Þetta er í fyrsta skipti sem Lettar komast í lokakeppni stór- móts og að komast í gegnum þenn- an dauðariðil yrði ekkert minna en kraftaverk. ■ 41LAUGARDAGUR 12. júní 2004 KLÁR Á ÆFINGU Oliver Kahn hefur ekki miklar áhyggjur af slæmu gengi landsliðsins í síðustu leikjum. Hvað gera Þjóðverjar? Kahn er kokhraustur EM Í PORTÚGAL Fáir tóku mark á markmanni Þjóðverja, Oliver Kahn, þegar hann spáði sínu liði góðu gengi á HM 2002. Annað kom á daginn og ólseigt lið Þjóð- verja fór alla leið í úrslitaleikinn en beið þar lægri hlut gegn Bras- ilíumönnum. Nú er Kahn aftur kominn á ferðina og er sannfærður um að Þjóðverjar geri góða hluti á EM þvert ofan í allar spár sérfræð- inga en liðinu hefur gengið afleit- lega í vináttulandsleikjum að und- anförnu. „Ég hef nákvæmlega sömu til- finningu og ég hafði fyrir HM 2002,“ sagði Kahn, kokhraustur að vanda: „Ég veit að fólk efast um möguleika okkar en ef við spilum sem ein heild og hver einasti leik- maður gefur allt sem hann á, er allt mögulegt. Okkur gekk líka herfilega á undirbúningstímabil- inu fyrir HM 2002 en sagan er með okkur Þjóðverjum og við höf- um margoft sýnt að það borgar sig ekki að dæma okkur úr leik of snemma,“ sagði Oliver Kahn. ■ ■ ■LEIKIR  12.00 HK og ÍA mætast á Kópavogsvelli í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  12.30 Fjarðabyggð og Valur mætast á Eskifjarðarvelli í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  13.00 Víðir og KR mætast á Garðsvelli í 32 liða úrslitum VISA- bikars karla í knattspyrnu.  13.00 KS og Stjarnan mætast á Siglufjarðarvelli í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  13.00 KFS og Þróttur mætast á Helgafellsvelli í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  13.00 Ægir og FH mætast á Þorlákshafnarvelli í 32 liða úrsli- tum VISA-bikars karla í knattspyr- nu.  14.00 Völsungur og Keflavík mætast á Húsavíkurvelli í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  14.00 Sindri og Víkingur R. mætast á Sindravöllum í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  12.00 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV. Endursýnt.  13.00 Leiðin á EM 2004 á RÚV. Fjórir þættir sýndir hver á eftir öðrum.  15.00 EM í fótbolta á RÚV. Upphitun fyrir leik Portúgala og Grikkja.  15.40 EM í fótbolta á RÚV. Setningarathöfn EM í fótbolta í Portúgal.  16.00 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá opnunarleik Portúgals og Grikklands í A-riðli EM í fótbolta.  17.00 Inside the USA PGA Tour 2004 á Sýn.  17.30 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  17.50 Formúla 1 á RÚV. Upptaka frá tímatöku fyrir Montreal-kap- paksturinn í Kanada sem fram fór fyrr um daginn.  18.25 Motorworld á Sýn.  18.30 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Spánar og Rússlands í A-riðli EM í fótbolta.  19.00 Fákar á Sýn. Þáttur fyrir alla hestaáhugamenn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn. Íþróttir um víða veröld.  20.00 Beyond the Glory á Sýn. Fyrri hluti þáttar um hnefa- leikakappann Mike Tyson.  20.55 Beyond the Glory á Sýn. Seinni hluti þáttar um hnefa- leikakappann Mike Tyson.  21.30 Spurt að leikslokum á RÚV. Þorsteinn J. fer um víðan völl í umfjöllun sínni um EM í fótbolta og fær til sín spekinga.  21.50 K-1 á Sýn. Barist með öllu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Laugardagur JÚNÍFréttablaðið spáir í Evrópukeppnina í knattspyrnu í Portúgal: „D“ fyrir dauðariðil Frakkar hafa ekki fengið á sig mark í 1.039 mínútur eða síðan í júnímánuði í fyrra: Erfitt að skora hjá Evrópumeisturunum FÓTBOLTI Frökkum er spáð Evrópu- meistaratitlinum og það ekki að ástæðulausu. Flestir segja að yfir- burðir liðsins liggi í sóknarleikn- um þar sem sóknarmenn á borð við Thierry Henry og David Trezeguet sjá um að enda sóknirn- ar á meðan menn eins og Robert Pires og Zinedine Zidane leggja upp færin fyrir þá. Þegar liðið er krufið nánar kemur í ljós að varnarleikur Frakka er kannski stærsta ástæð- an fyrir því að Evrópumeistararn- ir eru sigurstranglegasta liðið í keppninni í ár. Franska landsliðið er búið að leika í næstum því 12 mánuði og 11 leiki án þess að fá á sig mark. Það eru því samanlagt liðnar 1.039 mínútur síðan skorað var hjá frönsku vörninni, sem hefur lítið breyst frá því liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn 1998. Markvörðurinn er ennþá Fabien Barthez og fyrir framan hann bægja þeir Marcel Desailly, Bix- ente Lizarazu og Lilian Thuram allri hættu frá. Allir eru þeir þó komnir á síðasta hluta ferilsins, Thuram er yngstur, 32 ára, og Desailly elstur, 35 ára. Það bendir því margt til að þeir séu að spila á sínu síðasta stór- móti, Desailly mun hætta og óvist er hvort hinir muni halda sæti sínu í liðinu. Það hefur þó ekki verið hægt að finna nein ellimerki hjá þessum köppum í síðustu leikjum en síðastur til að skora hjá frönsku vörninni var Tyrkinn Tuncay Sanli sem skoraði seinna mark síns liðs í 2-3 tapi fyrir Frökkum í undanúrslitum Álfu- bikarsins 26. júní í fyrra. Síðan þá hafa Frakkar leikið ellefu heila leiki án þess að fá á sig mark og á sama tíma hafa þeir skorað 23 sinnum hjá andstæðing- um sínum. Árangurinn hefur líka verið til mikillar fyrirmyndar, níu sigrar og tvö markalaus jafntefli gegn Brasilíumönnum og Hol- lendingum. ■ FABIEN BARTHEZ ER VEL Á VERÐI Fabien Barthez hefur ekki fengið á sig mark með franska landslinu síðan í lok júnímánuðar í fyrra. LYKILMENN LIÐANNA Í D-RIÐLI Holland Sókn Ruud van Nistelrooy Miðja Wesley Sneijder Vörn Jaap Stam Tékkland Sókn Jan Koller Miðja Pavel Nedved Vörn Marek Jankulovski Þýskaland Sókn Kevin Kuranyi Miðja Michael Ballack Vörn Oliver Kahn, markvörður Lettland Sókn Maris Verpakovskis Miðja Vitalijs Astafjevs Vörn Igors Stepanovs TVEIR GÓÐIR SAMAN HJÁ HOLLENDINGUM Þeir Ruud van Nistelrooy og Roy Makaay spretta hér á æfingu hollenska landsliðsins. Þriðji leikurinn í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta: Detroit Pistons burstaði LA Lakers KÖRFUBOLTI Detroit Pistons malaði Los Angeles Lakers mélinu smærra, 88-68, í þriðja leik lið- anna í lokaúrslitum NBA-deildar- innar í körfubolta og er því komið 2-1 yfir. Leikurinn fór fram á heima- velli Detroit og leikmenn liðsins voru greinilega búnir að jafna sig eftir afar sárt tap í leiknum á und- an þar sem þeir glutruðu niður sex stiga forskoti í blálokin og töpuðu svo í framlengingu. Leikmenn Lakers voru einfald- lega á hælunum í þessum leik og lykilmenn eins og Kobe Bryant og Shaquille O’Neal voru eins og skugginn af sjálfum sér. Reyndar var varnarleikur Detroit frábær og það var ekki mikið pláss sem stjörnur Lakers fengu til að at- hafna sig. Sigur Detroit var aldrei í neinni hættu en liðið tök völdin strax í byrjun leiks og lét þau ekki af hendi. Liðið stjórnaði hraðanum á leiknum og Lakers-liðið náði aldrei að komast inn í sinn leik. Næsti leikur verður því algjör lykilleikur fyrir Lakers því ólík- legt verður að teljast að þeir geti komið til baka eftir að lenda undir 1-3 á móti liði sem er hreinlega stútfullt af baráttu og sigurvilja. Larry Brown, þjálfari Detroit, var stoltur af sínum mönnum í leikslok: „Þetta var frábært hjá strákunum og ég er ekki frá því að liðið geti hreinlega ekki spilað betur - svo gott var þetta,“ sagði hinn reyndi Brown, sem lengi hef- ur verið í bransanum en hefur enn ekki tekist að stýra liði til meist- aratitils - nú er lag. Hjá Detroit var Richard Hamilton atkvæðamestur með 31 stig og tók sex fráköst. Chauncey Billups kom næstur með 19 stig en annars var liðsheildin frábær og skilaði mestu. Hjá Lakers var Shaquille O’Neal með 14 stig og tók átta frá- köst. Þetta er í fyrsta sinn sem hann skorar minna en 25 stig í 21 leik í lokaúrslitum og segir það meira en mörg orð. Kobe Bryant var með 11 stig og það er hreint með ólíkindum að þetta dúó sé aðeins með 23 stig samanlagt í einum leik. Kobe skoraði meðal annars aðeins eitt stig í fyrri hálfleik og það kom úr tæknivíti. ■ BRYANT GERÐI LÍTIÐ Í 3. LEIKNUM Kobe Bryant komst hvorki lönd né strönd gegn varnarmönnum Detroit í þriðja leiknum og skoraði aðeins 11 stig. 52-53 (40-41) sport 11.6.2004 20:03 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.