Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 57
„Við höfum verið í tvö ár að undir- búa þessa opnun,“ segir María Karen Sigurðardóttir, forstöðumað- ur Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en myndavefur safnsins hefur verið opnaður. Á vefnum má nú finna um 3000 ljósmyndir en að sögn Maríu mun þeim fjölga verulega á næstu mánuðum og stefnan er sett á 10.000 myndir í árslok. „Það er metnaður okkar að auka þjónustuna við almenning og bregð- ast við kröfum nútímans.“ Á vefn- um má nú finna myndir eftir þrjá ljósmyndara, þá Tempest Anderson, Magnús Ólafsson, Gunnar Rúnar Ólafsson og Andrés Kolbeinsson. „Í eigu safnsins eru um 40 myndasöfn og myndirnar eru á aðra milljón,“ segir María og bætir því við að almenningi er boðið að festa kaup á myndum sem eru í eigu safnsins. „Þetta er mjög ódýr en jafnframt falleg og skemmtileg myndlist. Myndirnar á vefnum eru frá lok- um 19. aldar fram til 1960 og eru fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna mynd tekna árið 1890 af börn- um við torfbæi í Þingholtunum og stemningsmynd frá Austurstræti upp úr 1960.“ María segir Ljósmyndasafnið gegna margvíslegu hlutverki ásamt því að varðveita ljósmyndaeign Reykjavíkurborgar og halda utan um myndasöfnin. Safnið heldur þrjár sýningar árlega og leggur mikið upp úr þjónustu við almenning. „Sýning- in sem við erum með núna er á finnskum samtímaljósmyndum en það er í tengslum við Listahá- tíð. Í haust opnar sýningin „Fyrir og eftir“ en á henni verður borin saman ljósmyndatækni fyrr á tímum og nú. Áður fyrr var mál- að ofan í ljósmyndir til að fegra fólkið en nú notum við einfald- lega photoshop. Á sýningunni verður þetta borið saman en til- hneigingin er alltaf að fegra,“ segir María. Ótrúleg breyting hefur orðið á starfsemi safnsins eftir að það flut- ti úr Borgartúninu í Grófarhúsið í Tryggvagötu. „Nú erum við í sama húsi og tvö önnur söfn ásamt því að vera í návistum við Listasafn Reykjavíkur,“ segir María og bætir því við að fjöldi gesta hafi marg- faldast, farið úr þúsund gestum á ári í tíu þúsund. Ljósmyndavefurinn verður opn- aður í dag og er slóðin ljosmynda- safnreykjavikur.is. ■ 45LAUGARDAGUR 12. júní 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ KVIKMYNDIR LJÓSMYNDAVEFUR LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR ■ hefur opnað myndavef. Um 3000 myndir er finna þar núna en þeim mun fjölga jafnt og þétt. Torfbæir og stemningsmyndir GUITAR ISLANCIO Spila á Jómfrúnni við Lækjargötu klukkan 16 í dag. Í sumarskapi á Jómfrúnni Á sumartónleikum Jómfrúarinn- ar, sem jafnan eru klukkan fjögur síðdegis á laugardögum, spilar í dag tríóið góðkunna, Guitar Islancio, sem skipað er gítarleik- urunum Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni ásamt kontrabassaleikaranum Jóni Rafnssyni. Tríóið er nýbúið að senda frá sér nýja plötu, sem ber heitið Scandinavian Songs. Þar taka þeir ýmis þekkt lög frá Norðurlöndun- um svipuðum tökum og þeir hafa áður gert með íslensk þjóðlög. Tónleikarnir verða í garðinum á bak við Jómfrúna, nema veðrið verði brjálað – þá verða þeir inni á veitingastaðnum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÚR BÖRNUM NÁTTÚRUNNAR Kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar verða sýndar á Bíódögum á Ísafirði. Vestfirskir Bíódagar Nú stendur yfir á Ísafirði kvik- myndahátíðin Bíódagar sem er lið- ur innan listahátíðarinnar Menn- ing og náttúra á Vestfjörðum. Sýndar verða myndir eftir Friðrik Þór Friðriksson og fara sýningarnar fram í Ísafjarðarbíói. Í kvöld klukkan níu verður Djöflaeyjan sýnd en á morgun verður kvikmyndin Börn náttúr- unnar sýnd klukkan fimm. Enginn aðgangseyrir er á þessar sýningar. Á morgun flytur Elfar Logi Hannesson leikari fyrirlestur á Langa Manga um sögu kvikmynd- anna og ber fyrirlestur hans heit- ið Hvíta tjaldið. ■ RÓSKA Myndin er tekin af Ragnhildi Óskarsdóttur er hún fær sér ís á Austurbar sem staðsettur var í Austurbæjarbíó. Myndin er tekin árið 1957 af Andrési Kolbeinssyni. 56-57 (44-45) Slanga 11.6.2004 17:52 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.