Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 61
49LAUGARDAGUR 12. júní 2004 Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknastofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur algjöra sérstöðu. ÞOL - létt í notkun og myndar sterka lakkfilmu. - mikið veðrunarþol. - fyrir bárujárnsþök og aðra málmfleti utanhúss Þakmálning sem þolir íslenskt veðurálag Akrýl - ÞOL - létt í notkun. - mjög gott veðrunarþol - fyrir bárujárn, ýmsar gerðir af klæðningum og aðra málmfleti utanhúss. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík. Morrissey olli miklu fjaðrafoki átónleikum sínum í Dublin á laugardaginn síðasta. Söngvarinn upplýsti tónleikagesti að Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, væri látinn. Því næst bætti hann við að hann hefði frekað óskað þess að núverandi Bandaríkjaforseti, George W. Bush, hefði dáið. Ekki fannst öllum tónleikagestum þetta smekklegt og írsku dagblöðin skrif- uðu mikið um málið. Tom Cruise hefur opnað sérstakalæknastofnun fyrir þá slökkviliðs- og lögreglumenn sem lögðu líf sitt í hættu til þess að bjarga fólki undir rústum Tvíbura- turnanna eftir hryðjuverkin 11. s e p t e m b e r 2001. Margir þeirra komust í snertingu við hættuleg efni sem eru enn að skaða heilsu þeirra. Þetta finnst leikaranum hræðilegt og vill að hetjurnar fái þá meðferð sem þeir eiga skilið. Talað er um „9/11 sjúk- dóminn“ á meðal þeirra björgunar- manna sem þjást líkamlega vegna efna eftir björgunaraðgerðarnar. Franska kvikmyndastjarnanBrigitte Bardot var á dögunum sektuð um 5000 evrur fyrir að ýta undir kynþáttahatur í bók sem hún gaf út. Í bókinni, Grátur í þögninni, segist hún vera á móti því að Frakk- land sé að breytast í íslamsríki. Í síð- asta mánuði baðst hún afsökunar á þessu fyrir dómara og sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að særa neinn með skrifum sínum. Jennifer Lopez er ekki mjög vinsælí Rússlandi þessa dagana. Fyrst skrópaði hún á opnun verslunar sinnar í Moskvu og svo afboðaði hún þátttöku sína á g ó ð g e r ð a s a m - komu sem forset- inn Vladimir Putin og 450 munaðar- leysingjar mættu á. Í stað þess að mæta eyddi Lopez tíma sínum með nýja eiginmannin- um Marc Anthony á heimili sínu í Beverly Hills. Í kjölfarið hefur hún verið harðlega gagnrýnd í rússnesku pressunni, aðallega vegna þess að börnin voru mjög spennt yfir því að fá að líta goðið sitt augum. Fyrirtæki Mels Gibson sem sérum að dreifa myndum hans hefur kært stærstu bíóhúsakeðju í Banda- ríkjunum vegna vangreiddra launa fyrir Jesúmynd- ina The Passion of Christ. Menn deila um hver- su hátt hlutfall keðjan hafi samþykkt að borga af hverj- um seldum bíómiða. Ekki er vitað hversu hátt hlutfall Jesú fær af hverjum seldum miða. Fagna fimmtán ára afmæli FM 95,7 „Fólk af öllum stærðum og gerð- um hefur starfað á stöðinni í gegnum tíðina,“ segir Heiðar Austmann útvarpsmaður en í dag eru liðin fimmtán ár frá því útvarpsstöðin FM 95,7 fór í loft- ið. „Milli 1989 og 1993 var dag- skrárgerðin á stöðinni líkari því sem Bylgjan er að gera núna. Út- varpsfólkinu var frjálst að spila af geisladiskum þá tónlist sem það fílaði en nú lítum við meira til erlendra útvarpsstöðva og spilum lögin eftir ákveðnu kerfi.“ Ýmsir hafa stigið sín fyrstu útvarpsskref á FM 95,7. „Þáttur- inn Tveir með öllu með Jóni Ax- eli og Gulla Helga byrjaði hér á stöðinni og Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra var með síð- degisþátt á FM 95,7 á sínum tíma. Hulda Bjarna og Anna Björk Birgisdóttir eru meðal þekktra útvarpskvenna sem hafa starfað hér og svo hafa tónlistar- menn á borð við Einar Ágúst og Hreim stjórnað hér þáttum.“ Í tilefni af afmælinu ætlar allt heitasta liðið í bænum að flykkj- ast út í Viðey. „Við ætlum að reisa þar tjald og skapa skemmtilega útihátíðarstemn- ingu og eigum von á að um þrjú hundruð manns taki þátt í fagn- aðinum með okkur. Úti í Viðey bjóðum við upp á ýmsar veigar, grillum, syngjum og skemmtum okkur. Sverrir Bergmann, Kalli Bjarni, Hreimur og Magni ætla sér allir að grípa í gítarinn og ný- stirnin í Nylon stíga á svið en við ætlum að leggja af stað út í Við- ey klukkan sex og vera komin í bæinn um miðnættið.“ ■ HREIMUR Er meðal þeirra sem fara út í Viðey í kvöld til að halda upp á afmæli FM 95,7 en Hreimur hefur starfað beggja megin borðs- ins á útvarpsstöðinni. AFMÆLI ■ Hreimur, Magni og Sverrir Bergmann eru meðal þeirra sem taka lagið í útihá- tíðarstemningu í Viðey í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FRÉTTIR AF FÓLKI 60-61 (48-49) TV 11.6.2004 18:14 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.