Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Evrópuþingið. Orkuveita Reykjavíkur. Í Washington, DC. 50 12. júní 2004 LAUGARDAGUR ... fá bifhjólamenn með Sniglana í broddi fylkingar fyrir að minn- ast með kyrrðarstund í Kúagerði við Reykjanesbraut þeirra sem látist hafa í umferðarslysum. HRÓSIÐ „Saga borgaralegrar óhlýðni hér á landi er frekar fátækleg. Hún hefur ekki verið stunduð mikið hér,“ segir Páll Hilmars- son hjá Samtökum her- stöðvaandstæðinga. „En það kannski breytist.“ Á vegum samtakanna eru kom- in hingað til lands hjónin Milan Rai og Emily Johns, sem eru þekktir breskir friðar- og um- hverfisverndarsinnar. Þau verða með námskeið nú um helgina í borgaralegri óhlýðni og á mánu- daginn. Hvert námskeið stendur í fimm tíma, og hefjast þau klukkan þrjú í dag og á morgun, en klukkan 18 á mánudaginn. „Þau sérhæfa sig í svona nám- skeiðum og hafa haldið mörg slík, aðallega í Bretlandi. Þau hafa líka skipulagt mótmæli mikið, og þau vilja meina að stundum sé nauð- synlegt að brjóta lög. Sérstaklega ólög.“ Milan Rai hefur starfað náið með Noam Chomsky í gegnum árin og hefur skrifað bækur um efni á borð við stríðsreksturinn í Írak og um kenningar Chomskys. Í gær hélt hann fyrirlestur í Reykjavíkurakademíunni um Íraksstríðið. Þar fjallaði hann meðal annars um hvað hefði mátt gera betur af hálfu friðarhreyf- ingarinnar og einnig hvað var vel gert. „Hann vill meina að stríðið í írak hafi ekki verið til að skipta um stjórnarfar heldur að skipta um stjórnarherra, það sé eina merkjanlega breytingin.“ Eiginkona hans, Emily Johns, er þekktur listamaður innan al- þjóðlegu friðar- og umhverfis- hreyfingarinnar. Þau búa á Bret- landi, en Milan Rai er fæddur í Nepal. „Þau koma hingað ekki bara sem friðarsinnar, heldur líka sem aktivistar. Þau eru harðir and- stæðingar Kárahnjúkavirkjunar og ætla þangað í næstu viku.“ Milan rekur vefsvæðið Justice not Vengeance, á www.j-n-v.org. ■ Finnski stórmeistarinn HeikkiWesterinen var efstur eftir tvær umferðir á Sumarskákmóti Ístaks, sem Hrókurinn heldur í höfuðstöðv- um sínum í Skúlatúni. Í annarri um- ferð bar hæst sigur Björns Þorfinns- sonar á tékkneska stórmeistaranum Jan Votava, sem er langstigahæsti keppandinn á mótinu. Skák Björns og stórmeistarans var mjög spenn- andi, og náði Björn að leika laglega á hann í tímahraki. Önnur úrslit urðu þau að Lenka Ptacnikóva, nýjasti stórmeistari Íslendinga, sigraði ald- ursforsetann Ingvar Ásmundsson, Páll Þórarinsson sigraði Bjarna Hjartarson eftir að hafa lent í kröpp- um dansi og jafntefli gerðu þeir Faruk Tairi og Ingvar Jóhannesson. Staðan eftir tvær umferðir var því sú að Heikki Westerinen er efstur með 2 vinninga, síðan komu Lenka, Ingv- ar Jóhannesson og Björn Þorfinns- son með 1,5 vinning. Mótið heldur áfram um helgina og það verður hart barist og því má eiga von á óvæntum úrslitum. Þeir sem komast ekki upp í Skúlatún til þess að fylgjast með framvindunni eiga þess kost að sjá skákirnar í beinni útsendingu á net- inu á slóðinni Hrókurinn.is. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 FRÉTTIR AF FÓLKI Sýningin Með næstum allt á hreinu verður frumsýnd á Broad- way 2. október næstkomandi. Verður hún að hluta til byggð á tónlistinni úr hinni vinsælu Stuð- mannamynd Með allt á hreinu. Handritshöfundur og listrænn stjórnandi sýningarinnar er Stuð- maðurinn fyrrverandi Valgeir Guð- jónsson. „Það var leitað til mín og þessi hugmynd þótti nægilega góð til að skoða hana,“ segir Valgeir. „Það efni sem þarna um ræðir er að heilmiklu leyti frá mér komið sem höfundi og það freistaði mín að ganga á hólm við það og skoða það í öðru samhengi en áður. Þetta er efni sem stendur mér svo nærri að mér finnst mjög skemmtileg áskorun að takast á við það.“ Aðspurður játar Valgeir að ef- laust hafi verið kominn tími á sýn- ingu sem þessa. „Efni Stuðmanna er það mikið að vöxtum að það væri hægt að gera úr því margar uppfærslur í sjálfu sér. Þessi sýn- ing gerir fyrst og fremst út á skemmtun og grín. Þarna er leið- arljósið að skemmta fólki og leyfa því að hlusta á tónlist sem það hefur oft heyrt áður.“ Ekki hefur verið ákveðið að fullu hverjir muni taka þátt í sýn- ingunni en að sögn Valgeirs verð- ur það mjög öflugur hópur leikara og tónlistarmanna. ■ Mjög skemmtileg áskorun VALGEIR GUÐJÓNSSON Valgeir er handritshöfundur sýningarinnar Með næstum allt á hreinu sem verður frumsýnd í nóvember. SÝNING MEÐ NÆSTUM ALLT Á HREINU ■ VERÐUR FRUMSÝND 2. OKTÓBER. Nauðsyn brýtur lög MÓTMÆLI SAMTÖK HERSTÖÐVA- ANDSTÆÐINGA ■ hafa fengið til landsins breska sérfræðinga í mótmælum. gg, óði, ins, l, Lárétt:1möglar, 6óra, 7mó, 8nn, 9nes, 10fær, 12rík, 14met, 15ka, 16ás, 17hak, 18stór. Lóðrétt: 1móna, 2örn, 3ga, 4ameríka, 5rós, 9nær, 11hest, 13kaka, 14más, 17hr. Lárétt: 1 kvartar, 6 gruna, 7 þýft land, 8 óþekkt- ur, 9 tangi, 10 hlotnast, 12 auðug, 14 skoða, 15 íþróttafélag, 16 spil, 17 agnúi, 18 umfangsmikill. Lóðrétt: 1 sælgætisgerð, 2 fugl, 3 skammstöfun, 4 heimsálfa, 5 urt, 9 fangar, 11 jó, 13 terta, 14 stunur, 17 herra. Lausn: ÞRÍR UNDARLEGIR NAFNAR ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Hann hefur geymt mikið af myndum af sjálfum sér, mjög oft fáklæddum úti við, ósjaldan á suðrænum slóðum. Ég var píndur til þess að laga til úti í geymslu í vikunni. Ég hef lengi komið mér undan því verk- efni vegna þess að það er fátt sem mér líkar verr en lítil kvik- indi sem skríða hratt yfir gaml- ar bækur án þess að lesa þær. Ég komst að raun um að það eru fleiri en ég sem nota þessa geymslu fyrir gamalt drasl, með- al annars þrír alnafnar mínir. Sá fyrsti er einstaklega barnalegur og hégómlegur í senn. Hann geymir ýmislegt öm- urlegt föndur eftir sjálfan sig, klunnalegar bókastoðir, ösku- bakka sem minnir á kúadellu og allar viðurkenningar sem hann virðist hafa geta komið höndum sínum yfir, einkunnir og alls kyns skírteini sem sönnun á félagsaðild. Næsti nafni minn er tvíklofinn persónuleiki. Hann virðist drif- inn áfram af einhverri mjög frumstæðri hvöt til þess að mynda líkamleg sambönd við kvenkyns borgara á sama aldri. Hann hefur geymt mikið af myndum af sjálfum sér, mjög oft fáklæddum úti við, ósjaldan á suðrænum slóðum. Og í stað þess að safna viðurkenningum og ein- kunnum eins og fyrsti Þorsteinn- inn safnar þessi erótískum at- hugasemdum og heimilisföngum. En hann á sér aðra hlið sem myndi beinlínis kallast væmin því hann hefur geymt ljóð sem hann hefur auðsjáanlega sjálfur ort til ömmu sinnar og mörg fyrirgefningar- og afsökunarbréf til ýmissa aðila. Hann er veik- lunda persónuleiki, minnir eigin- lega mest á Enrique Iglesias. Elsti Þorsteinninn er undar- legastur. Hann leggur mest upp úr því að safna að sér alls kyns kvittunum og nótum. Hann flokkar þetta niður í möppur og merkir eftir ártölum. Það væri auðveldlega hægt að afgreiða hann sjálfan sem óáhugaverðan ef ekki væri fyrir nýja áráttu sem hann virðist vera að taka upp á, að safna kjánalegu föndri. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L. MILAN RAI OG EMILY JOHNS Þau verða með námskeið um borgaralega óhlýðni. 62-63 (50-51) fólk 11.6.2004 19:31 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.