Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S E G J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 550 5000 Sumt fólk er þannig að það get-ur nöldrað út af öllu. Sér bara ekki björtu hliðar lífsins og þykir sem aðrir séu alltaf að gera á hlut þess. Svo eru aðrir sem fara í fýlu yfir nánast hverju sem er. Og ekki bara það, eru kannski í fýlu dögum, jafnvel vikum, mán- uðum eða árum saman. Oftast án þess að sá sem fýlan beinist gegn hafi minnstu hugmynd um ástandið. FÁTT er einskisverðara en vel heppnuð fýla. Sá sem er fýlu- gjarn kemst jafnvel svo langt með þetta ástand að hafa nán- ast nautn af því að vera í fýlu. Öll þekkjum við til fólks sem þannig hagar sér. Sumt af þessu fólki er lánsamara en annað. Er í þannig stöðu að geta opinber- að fýluna, sýnt sig í fýlu þannig að aðrir hrökkva við og spyrja hvað hafi nú farið úrskeiðis. Fýlupúkar sem þannig er ástatt um eru lánsamari en hinir sem enginn, í besta falli fáir, vita að eru í fýlu. SAMT sem áður er orkan sem fer í fýluna illa nýtt. Sama er að segja af þeim sem beinlínis verða fyrir fýlunni. Mikið betra er og skemmtilegra þegar fólki tekst að lifa jákvætt og finna ilminn af lífinu. Unaður. Þegar ég var yngri var viðkvæði sumra krakka að hóta að tala aldrei við mann aftur ef gert var eitthvað á hlut þeirra. Dóm- urinn var stundum harður, sér- taklega ef hann kom frá sætri stelpu. Sem betur fer stóðu þær aldrei við þessar hótanir. Fýlan varði stutt. SVO eru það hinir. Þeir sem segjast ekki ætla að hætta öll- um tjáskiptum heldur auka þau sem mest þeir geta mislíki þeim eitthvað, sem er hið venjulega ástand þessa fólks. Mér er sagt að Bjarni heitinn Benediktsson, fyrrum forsætis- ráðherra, hafi kallað þannig fólk nöldurmenni. Sniðugt og vel heppnað orð sem lýsir þess- ari manngerð ótrúlega vel. Að- ferðir nöldurmenna eru margs konar. Þau eyðileggja kaffitíma, saumaklúbba, rútuferðir, ferm- ingarveislur og nánast allar samkomur sem þau koma á. NÚTÍMA nöldurmenni hafi fleiri leiðir en þeir sem á undan fóru. Í dag geta nöldurmenni svalað fíkn sinni í spjallþáttum og á netinu, þar sem sumir hverjir hafa komið sér upp eig- in nöldursíðu þar sem þeir geta hindrunarlaust svalað fíkn sinni. Nútíma nöldurmenni virðast berjast innbyrðis um hver geti kastað mestri rýrð á venjulega borgara. ■ Fýlupúkar og nöldurmenni Tyllidagar í sumar Sumargleði 29/04–17/06 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 24 96 8 06 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is TUSKÖ borð og 2 stólar 8.990,- 1.990,- VÄSSARÖ galvaniseraðir pottar 590,- CACTACEAE 3 stk. kaktusar 295,- ODLA 3 blómapottar og bakki 3.990,- BROMMÖ fellistóll 690,- BRANÄS karfa 25x23 sm690,- TYVÖ motta 76x114 sm marglituð TILJA gólfklæðning 50x50 sm 790,- ÉG ER ÓDÝRASTUR! BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR 64 (52) bak 11.6.2004 18:42 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.