Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 19
17MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004 Kennarar athugið Tálknafjörður er toppurinn Við grunnskólann á Tálknafirði vantar kenn- ara til starfa. Mögulegar kennslugreinar, stærðfræði, íslenska og raungreinar á ung- lingastigi sem og kennsla í upplýsinga og tæknimennt. Að auki umsjón með fjarnáms- veri fyrir nemendur í framhaldsnámi. Grunnskólinn á Tálknafirði er í samstarfi við Grunnskóla Vesturbyggðar um verkefni sem hefur hlotið nafnið „Dreifmennt í Vestur Barð- astrandarsýslu.“ Verkefnið byggir á notkun nýjustu tölvu- og fjarskiptatækni til að tengja skólana t.d. þannig að sami kennari kennir í þeim öllum á sama tíma m.a. um fjarfunda- búnað. Einnig hafa skólarnir sl. tvö ár tekið þátt í Olweusarverkefni Menntamálaráðun- eytisins gegn einelti. Öll aðstaða í skólanum er með því besta sem gerist. Kennarar fá far- tölvur til afnota vegna starfsins, auk þess sem nemendur hafa aðgang að fartölvuveri. Vinnuaðstaða kennara er til fyrirmyndar. Í húsnæði skólans er einnig starfræktur Tón- listarskóli. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Allar frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Ingólfur Kjartansson Símar: 456 2660 og 897 6872 Netföng: ingolfur@talknafjordur.is, grunnskolinn@talknafjordur.is Veffang: www.talknafjordur.is Æskulýðsfull trúi S E L T J A R N A R N E S B Æ R A ug l. Þó rh ild ar 2 2 0 0 .2 18 Starfsfólk óskast í Félagsmiðstöðina Selið á Seltjarnarnesi Félagsmiðstöðin Selið á Seltjarnarnesi auglýsir eftir starfsfólki í hlutastörf veturinn 2004 – 2005. Um er að ræða störf leiðbeinenda í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10–16 ára. Skilyrði er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og æskilegt er að þeir hafi einhverja reynslu, þekkingu eða menntun í starfi með börnum og unglingum. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað inn í Félags- miðstöðina Selið v/Suðurströnd fyrir 15. ágúst n.k. Hreppsnefnd Höfðahrepps auglýsir eftirfarandi stöður: Tómstunda- og íþrótta- fulltrúa, 75% starf, sem hefði eftirfarandi hlutverk: • Yfirumsjón með tómstunda- og íþróttamálum á Skagaströnd. • Umsjón með félagsmiðstöð unglinga. • Framkvæmdastjórn ungmennafélagsins. Um er að ræða nýtt starf og því er reiknað með að umræddur starfsmaður hafi mikil áhrif á mótun þess. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september. Umsjónarmanns Námsstofu, 25% starf, sem hefði eftirfarandi hlutverk: • Umsjón og aðstoð vegna fullorðinsfræðslu og fjarnáms í Námsstofu • Eftirlit með aðstöðu og búnaði Námsstofunnar. • Kynning á starfsemi Námsstofunnar. • Umsjón tengsla við menntastofnanir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun sept- ember. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Hö- fðahrepps og skulu umsóknir sendar þangað fyrir 23. júlí nk. Sveitarstjóri. Sérfræðingar: Félagsvísindi – Hagfræði Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri er öfl- ug og sívaxandi rannsóknastofnun sem vaxið hefur mikið á undanförnum árum. Stofnunin fæst einkum við rannsóknir á byggðamálum í breiðum skilningi, sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, samgöngu- málum, stjórnsýslu, nýsköpunarmálum, mati á um- hverfisáhrifum auk framkvæmdar kannana af ýmsu tagi. Vegna fyrirsjáanlegrar aukningar á verkefnum er því auglýst eftir tveimur sérfræðingum til rann- sókna- og ráðgjafastarfa í fullu starfi. Nauðsynlegt er að þeir einstaklingar sem ráðnir verða hafi reynslu af þátttöku í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og tali og riti dönsku, sænsku eða norsku. Þá er nauð- synlegt að umsækjendur hafi góð tök á megindlegri aðferðafræði og reynslu af tölfræðilegum greining- um. Fyrst og fremst er leitað að starfskröftum með háskólapróf í hagfræði, félagsfræði eða stjórnmála- fræði og er meistarapróf skilyrði. Búseta og starfs- staður viðkomandi er Akureyri, en höfuðborgar- svæðið getur undir ákveðnum kringumstæðum einnig komið til greina. Launakjör eru skv. kjarasamningum Félags háskóla- kennara á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar gefur dr. Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður í síma 892 0561 eða á netfanginu gretar@unak.is. Einnig má kynna sér stofnunina á www.unak.is/rha. Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst og skulu umsóknir ásamt staðfestum prófvottorðum og ferilskrá sendar til Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, Þórunnarstræti 99, 600 Akureyri. ATVINNA Framtíð fjölmiðlamanna: Þurfa að vinna við fleiri miðla en einn Nú er komin út skýrsla sem fjallar um framtíð fjölmiðlamanna á vinnumarkaðinum en danska blaðamannafélagið er meðal þeir- ra sem stóðu að verkefninu. Leit- að var til um það bil hundrað vinnuveitenda í fjölmiðlaiðn- aðinum í Danmörku en könnun fór síðan fram í fyrrahaust. Rannsókn þessi bendir til þess að eftir um tvö ár muni það ráða úrslitum um samkeppnishæfni blaðamanna og fjölmiðlamanna á vinnumarkaðinum hvort þeir hafi getu og þekkingu til að vinna við og framleiða efni fyrir fleiri fjölmi- ðla en einn. Þeir sem aðeins sér- hæfa sig á einu sviði og geta ekki framleitt og unnið efni fyrir útvarp, sjónvarp og/eða prentmiðla, munu líklegast hverfa úr starfi. Í skýrslunni er einnig bent á það að atvinnurekendum finnist mikilvægt að menntun nýrra blaðamanna og endurmenntun þeirra sem þegar eru á vinnumarkaðinum geri þeim kleift að starfa við fleiri fjölmiðla en einn. ■ Sjónvarpskonan Oprah Winfrey vinnur eingöngu við sjónvarp og því gæti hún verið í vondum málum eftir um það bil tvö ár. Arnar Snæbjörnsson er bílastæðavörður með aðsetur í ráðhúsinu. Hann er ánægður með starfið og starfsandann. Starfið mitt Fólk óánægt með sektirnar Arnar Snæbjörnsson bílastæðavörður hefur verið í starf- inu sínu í tæp sjö ár. Hann byrjaði sem stöðumælavörður en er nú bílastæðavörður í ráðhúsinu. „Það var stundum talsvert álag að vera úti við stöðu- mælavörsluna, fólk er auðvitað aldrei ánægt með sekt- irnar og lætur það stundum bitna á vörðunum. En við erum bara að vinna starfið okkar,“ segir Arnar. Nú sér Arnar um bílastæðahúsið undir ráðhúsinu og stæðið í Vonarstræti og hefur aðsetur í ráðhúsinu. „Mér líkar þetta vel, starfið er auðvitað frekar einhæft en á móti kemur að hér er margt skemmtilegt fólk og góður andi. Ég vinn alla virka daga kl. 8–18 og er á bakvöktum þriðju hverja helgi. Bakvaktirnar felast meðal annars í að opna fyrir fólki sem hefur orðið innlyksa með bílana sína í bílastæðahúsum, en það gerist þó æ sjaldnar. Dagsdag- lega hef ég umsjón með bílastæðunum, sel út laus stæði og passa að alltaf séu laus stæði fyrir fólk sem hefur keypt sér mánaðarkort. Ég aðstoða líka fólk ef það lendir í vand- ræðum með sjálfsalann og þvíumlíkt.“ Arnar segist ekki fá miklar kvartanir enda séu á- kveðnar vinnureglur í gangi. „Við bjóðum fólki einfaldlega að fylla út kvörtunar- eyðublöð og sendum þau svo til Bílastæðasjóðs sem skoðar málið.“ Hann segist ekki kvarta yfir kaupinu, en yfirvinnan sé auðvitað það sem heldur kaupinu uppi. „Svo eru ákveðin fríðindi, við fáum föt, afslátt af matarmiðum í ráðhúsinu og frítt í strætó.“ En bílastæði? „Jú, við höfum bílastæði, en þurfum að víkja ef allt er orðið fullt,“ segir Arnar, og tekur undir það að bílastæðin í miðbænum séu ekki nógu mörg. ■ 18-19 (02-03) Alt Atvinna 17.7.2004 19:54 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.