Fréttablaðið - 19.07.2004, Side 2
PALESTÍNA, AP Staða Jassers Arafat,
leiðtoga Palestínumanna, er erfið-
ari en hún hefur verið um margra
ára skeið. Mikillar óánægju gætir
með spillingu sem þykir hafa vaðið
uppi innan heimastjórnarinnar auk
þess sem hópar Palestínumanna
keppast nú um að tryggja sér áhrif
í aðdraganda þess að Ísraelar
draga sig á brott frá Gazasvæðinu.
Palestínskir vígamenn réðust á
stjórnarbyggingu í Gaza í gær til
að mótmæla skipan náfrænda Ara-
fats í embætti yfirmanns öryggis-
stofnana. Þá eru skipulagsbreyt-
ingar á öryggissveitum sem Arafat
tilkynnti á laugardag sagðar engu
breyta þar sem öryggissveitirnar
heyri eftir sem áður undir Arafat
og að ekkert sé gert til að draga úr
spillingu.
Mikil mótmælaalda reis um
helgina. Í gær komu hundruð
manna saman á götum Gazaborgar,
margir vopnaðir, til að mótmæla
skipun Moussa Arafat. Tugir
grímuklæddra vígamanna gengu
um Nusseirat flóttamannabúðirnar
og kölluðu „Nei við Moussa Arafat,
já við umbótum“. Fjölmenn mót-
mæli áttu sér einnig stað á
laugardag.
Mótmælin gegn Arafat og
stjórn hans eru þær mestu um
rúmlega eins árs skeið. Í fyrra
urðu mótmæli gegn spillingu í
heimastjórninni svo mikil að Ara-
fat varð að lofa umbótum og skipa
nýja ríkisstjórn undir stjórn for-
sætisráðherra. Sú staða var þá tek-
in upp í fyrsta sinn í palestínsku
heimastjórninni. Fyrsti maðurinn
til að gegna henni, Mahmoud
Abbas, sat þó aðeins í fjóra mánuði
áður en hann sagði af sér. Abbas,
líkt og Ahmed Qureia, var ósáttur
við að Arafat gæfi ekki nógu mikið
eftir af völdum sínum.
Qureia sagði af sér í fyrradag en
Arafat neitar að taka afsagnar-
beiðnina gilda. Heimastjórnin á að
funda í dag og þar gæti framtíð
Qureia ráðist.
Gomma Ghali, yfirmaður
strandgæslunnar, sem hefur verið
tryggur stuðningsmaður Arafats,
sagði af sér í gær í mótmælaskyni
við skipun Moussa Arafat. ■
2 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR
LONDON Fyrrum vopnaeftirlits-
sérfræðingur Bandaríkjanna,
David Kay, segir að George W.
Bush Bandaríkjaforseti og Tony
Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, hefðu átt að gera sér grein
fyrir því áður en þeir hófu stríð-
ið í Írak að upplýsingar um ger-
eyðingarvopn Íraka hefðu verið
byggðar á veikum grunni og að
ekkert benti til að Saddam
Hussein ógnaði öryggi Vestur-
landa. Kay lét þessi orð falla í
viðtali við breska sjónvarpsstöð.
Kay sagði af sér embætti í
janúarmánuði síðastliðnum og
var sú niðurstaða hans að Írakar
ættu ekki birgðir af vopnum sem
eru á bannlista afar óþægileg
fyrir Bush og Blair. Réttlæting
þeirra á stríðinu hafði byggst á
gereyðingarvopnaeign Íraka.
David segir að leiðtogarnir hefðu
ekki verið nægilega gagnrýnir á
upplýsingar um vopnaeign Sadd-
ams þar sem þeir hefðu haft
nægar aðrar ástæður fyrir inn-
rásinni og því hafi efinn um tilv-
ist gereyðingarvopna ekki verið
jafn alvarlegur í þeirra huga og
hann var í hugum heimsbyggðar-
innar. ■
Hart sótt að Arafat
Mikil mótmælaalda hefur risið gegn Jasser Arafat um helgina. Óánægja ríkir með
að lítið sé gert til að vinna gegn spillingu innan heimastjórnarinnar og nokkrir
hópar reyna að tryggja áhrif sín fyrir brotthvarf Ísraela frá Gaza.
Sundgarpi bjargað:
Synti til
Engeyjar
LÖGREGLA Rétt fyrir sjö í gær-
morgun var lögreglunni í Reykja-
vík tilkynnt um mann sem hafði
hent sér í sjóinn við Reykjavíkur-
höfn.
Samferðarmenn sundkappans
létu lögreglu vita og mætti lög-
regla á Olísstöð við Sæbraut til að
tala nánar við fólkið. Maðurinn
hafði þá hent sér út í sjó og ætlaði
að synda til Viðeyjar. Neyðaráætl-
un var sett í gang og björgunar-
bátur lögreglunnar fór af stað að
ná í manninn. Þegar björgunar-
bátur náði manninum var hann
kominn út í Engey.
Maðurinn var ekki fluttur á
sjúkrahús og virtist hann vera í
góðu lagi að sögn lögreglu. Mað-
urinn gaf enga aðra ástæðu fyrir
þessu uppátæki sínu og hann var
allsgáður. ■
■ BANDARÍKIN
„Sagan segir að Manchester United
taki þetta en ég vildi óska að
Manchester City gerði kraftaverk.“
Magnús Ragnarsson er framkvæmdastjóri Íslenska
sjónvarpsfélagsins hf. sem rekur sjónvarpsstöðina
Skjá 1. Enski boltinn mun hefja göngu sína á Skjá
einum 15. ágúst og vinna starfsmenn
stöðvarinnar nú hörðum höndum að því að bæta
dreifikerfið á sem ódýrastan máta.
SPURNING DAGSINS
Magnús, hverjir verða meistarar?
Breskir kjósendur:
Treysta Blair
ekki í stríð
BRETLAND Meirihluti breskra kjós-
enda treystir Tony Blair forsætis-
ráðherra ekki lengur til að leiða
land sitt í stríð samkvæmt niður-
stöðum skoðanakönnunar sem
birtist í Sunday Times.
57 prósent segjast ekki myndu
treysta Blair ef kæmi til annars
stríðs og aðeins 31 prósent sagðist
treysta honum til að leiða landið í
öðru stríði. Nær helmingur, eða 46
prósent, sagðist telja að Blair
hefði vísvitandi beitt blekkingum
í tengslum við innrásina í Írak en
litlu færri, eða 43 prósent, telja að
forsætisráðherrann hafi trúað því
sem hann sagði.
Þrír af hverjum fimm vilja að
Blair biðjist afsökunar. ■
MÓTMÆLI GEGN ARAFAT
Sú ákvörðun Jassers Arafat að skipa frænda sinn Moussa yfirmann öryggissveita vakti
mikla reiði. Moussa er sakaður um mannréttindabrot og pyntingar.
TONY BLAIR
61 prósent telur að hann eigi að biðja
þjóðina afsökunar vegna rangra upplýs-
inga um gjöreyðingarvopn Íraka.
Hjónaerjur:
Kona barin
með krókódíl
BANDARÍKIN, AP Karlmaður í Flórída
er sakaður um að hafa barið unn-
ustu sína með krókódíl, auk þess að
hafa hent í hana flöskum. Krókó-
díllinn, sem maðurinn hafði geymt
í baðkari, hefur verið afhentur
dýraverndunarsamtökum.
Unnustan sagði lögreglu að
kærastinn hefði barið hana með
hnefunum, síðan gripið krókódílinn
og sveiflað honum í átt að henni
þegar hún reyndi að flýja. Hún
segist hafa fengið að minnsta kosti
eitt högg með krókódílnum. Hún
sakar unnustann einnig um að hafa
hent tómum bjórdósum í sig. Kær-
astinn segir aðra sögu, hann heldur
því fram að kærastan hafi bitið
hann í höndina vegna þess að hún
var í uppnámi yfir því að ekkert
áfengi var til á heimilinu. ■
KAUPMÁTTUR MINNKAR Laun
bandarískra verkamanna halda
ekki í við verðbólgu. Atvinnu-
leysi undanfarinna ára hefur leitt
til þess að laun hafa að mestu
staðið í stað. Þetta hefur orðið til
þess að hagfræðingar telja hættu
á að hagvöxtur verði minni en
ella fari laun ekki að hækka. ■
Viðræður um lyfjaverð:
Viðmiðunarverð afnumið
LYFJAVERÐ Nú standa yfir viðræður á
milli félags íslenskra stórkaup-
manna og heilbrigðisráðuneytisins
um lækkun á lyfjaverði. Félag ísl-
enskra stórkaupmanna vill afnema
svokallað viðmiðunarverð á lyfjum
og koma nýju kerfi á laggirnar.
„Við viljum leita annarra leiða og
nema viðmiðunarverðið úr gildi. Það
er margt annað hægt að gera og vilj-
um við skapa sérstakt kerfi. Við vilj-
um skoða aðra þætti í lyfjamálum en
ekki aðeins verðlagningu og koma
því þannig fyrir að lyfjaverð sé ekki
alltaf ádeiluefni. Yfirleitt fer um-
ræða um lyfjaverð úr böndunum á
hverju ári. Við viljum skapa kerfi
sem flestir eru sáttir við og hægt sé
að nota það til framtíðar,“ segir
Hjörleifur Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins
Glaxo Smith Kline og einn af fulltrú-
um félags íslenskra stórkaupmanna
í þessum viðræðum.
„Mál þetta skýrist allt í næstu
viku en ég er mjög bjartsýnn maður
að eðlisfari. Báðir aðilar vilja ná
sáttum á þeirri leið sem á að fara og
því er ég handviss um að við lendum
þessu,“ bætir Hjörleifur við. ■
BÍLVELTA Í SVÍNAHRAUNI Bifreið
valt um hálfsjöleytið í gærmorgun
rétt fyrir neðan Hveradalabrekku í
Svínahrauni. Einn maður var í bíln-
um og var hann fluttur á Land-
spítala - háskólasjúkrahús til skoð-
unar. Tildrög slyssins eru ókunn en
bifreiðin er mikið skemmd að sögn
lögreglunnar á Selfossi. Maðurinn
var lítillega slasaður og var hleypt
heim eftir skoðun að sögn vakt-
hafandi læknis á slysadeild.
ERILL Á DALVÍK Fjórir voru teknir
fyrir of hraðan akstur aðfaranótt
sunnudags í umdæmi lögreglunnar
á Dalvík. Einn ölvaður einstakling-
ur var síðan fjarlægður af ættar-
móti aðfaranótt sunnudags sem og
einn einstaklingur í annarlegu
ástandi í Hrísey og fluttur á
sjúkrahús. ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
LÆKKUN Á LYFJAVERÐI
Félag íslenskra stórkaupmanna vill afnema viðmiðunarverð og skapa kerfi
þar sem deilur blossa ekki reglubundið upp um lyfjaverð á Íslandi.
VÍGAMAÐUR GEFUR SIG FRAM
Ibrahim al-Sadeq al-Qaidy, varð
fjórði sádí-arabíski vígamaðurinn
til að gefa sig fram eftir að þar-
lend stjórnvöld hétu því að krefj-
ast ekki dauðadóms yfir víga-
mönnum sem það gerðu. Al-
Qaidy gaf sig fram í Sýrlandi og
var flogið með hann til Sádí-Ara-
bíu. Krafist verður dauðadóms
yfir þeim vígamönnum sem ekki
gefa sig fram en nást. ■
EFTIRLÍKINGAR AF BUSH OG BLAIR
Maðurinn sem stjórnaði vopnaleit Banda-
ríkjanna í Írak segir Bush og Blair ekki hafa
verið nógu gagnrýna á upplýsingar.
Vopnaeftirlitssérfræðingur gagnrýninn á þjóðarleiðtoga:
George W. Bush og Tony
Blair áttu að vita betur
■ MIÐAUSTURLÖND
Stúlka datt af baki:
Ekki alvar-
lega slösuð
SLYS Ung stúlka slasaðist er hún
datt af hestbaki síðdegis í gær í
Heydal í Mjóafirði í Ísafjarðar-
djúpi. Stúlkan var flutt á Landspít-
ala - háskólasjúkrahús í Reykja-
vík og þjáðist af höfuðmeiðslum.
Hún gekkst undir nokkrar rann-
sóknir á sjúkrahúsinu og átti eftir
að fá niðurstöður úr þeim þegar
Fréttablaðið fór í prentun í gær-
kvöldi. Að sögn vakthafandi lækn-
is á slysadeild þá virtist hún ekki
alvarlega slösuð. ■
02-03 18.7.2004 21:57 Page 2