Fréttablaðið - 19.07.2004, Page 18

Fréttablaðið - 19.07.2004, Page 18
Já, það er rétt, ég ætla að biðja Guð að blessa manninnn. Vel getur verið að hann kæri sig hreint ekkert um það, og kannske trúir hann alls ekki á Guð, en mér er alveg sama, ég ætla samt að biðja fyrir honum. Það er minn þakklætisvottur fyrir „Tvær fréttir“ sem hann skrifaði nýverið í Fréttablaðið. Við höfum svo sem heyrt svipaðar fréttir áður: Um strákana sem sitja 4-5 klukkustundir á dag yfir tölvuleikjum í stofufang- elsinu sínu. Um íslensku barna- offituna og þreyttu foreldrana sem sitja eins og klessur í hinu stofufang- elsinu, starandi á sinn skjá, stjörfum þreyttum augum! Er þetta rétt? Já því miður. Á hverju einasta ári í mörg ár sitja ein- hver börn við skjáinn sinn, sérstak- lega drengir, 60 til 80 sólarhringa af 365 sólarhringum ársins án allra at- hugasemda að því er virðist. En ef þessum börnum verður á að færa tölvuleikinn út í veruleikann, þá ætlar allt vitlaust að verða. Er þetta ekki þversögn? Venjulegar fréttir færa okkur hryllinginn frá morðunum, limlest- ingunum, nauðgununum og hvað það nú heitir allt saman og að auki fá börnin okkar risa aukaskammta, þar sem þau sitja lokuð inni í gerviheimi, jafnvel klukkustundum saman, horf- andi á framhalds ofbeldisfréttir og margt þaðan af verra, sem litlar sálir ráða hreint ekkert við, allt þetta, - segi ég aftur - án nokkurra athugasemda að því er virðist. Þurfum við ekki að fara að skoða for- gangsröðunina? Hvað hefur eigin- lega gerst, ekki viljum við hafa þetta svona? Svarið er í raun sára einfalt. Við erum svo upptekin í vinnunni, að afla tekna fyrir nauðsynjum og auka nauðsynjum, fyrir menninguna, fyrir allar uppákomurnar, fyrir öll skemmtilegheitin, fyrir alla vinina, fyrir heilsuræktina, allt, allt, allt og kraftarnir því meira en búnir þegar tíminn er inni til að sinna fjölskyld- unni. Við ráðum ekki einu sinni við gerviþarfirnar hvað þá meira og því ábyrgðarminnst að setjast við skjá- inn, áður en maður dettur alveg útaf. Til hvers erum við að stofna heimili / fjölskyldu, ef hún húkir á hakanum í tóminu og afskiptaleysinu meðan stjórnlausum tækjum og tólum er falið uppeldið. Og svo skiljum við ekkert í því hversvegna fór sem fór. Ofurtrúin á sífelldri dægrastytt- ingu í einhverri mynd er að leiða okkur út í ógöngur, burt frá okkur sjálfum og raunveruleikanum. Á sama tíma og rannsóknir sýna að skjááhorf er komið út yfir allan þjófabálk, og athyglisbrestur er að verða áberandi hjá ungu fólki sem getur varla lagt saman einn og tvo, án reiknis, er talað fjálglega um að tölvuvæða þau minnstu, helst á vöggustofunni hvað þá í leikskólan- um, því það sé svo þroskandi! Þvílíkt rugl. Við sáum fréttir nýverið um að allt bendi til að skjá áhorf barna eins til þriggja ára kunni að örva heila barnanna of mikið og hafa óaftur- kræf áhrif á þroska þeirra (tímaritið Pediatries). Það sem þroskar börn mest og best og gefur þeim fætur til að standa á eru náin samskipti við fólk, við foreldra, við afa, ömmu og vini, að einhver megi vera að því að svara spurningunum, hlusta, vera til staðar. Það ætti heldur að virkja elli- lífeyrisþegana sem leiðist heima hjá sér, fá þá inn í leikskólana og vöggu- stofurnar nokkra tíma á dag, þeim og börnunum til heilla. Gleðin og ánægja barnanna yrði þeirra laun. Hversvegna skyldu unglingar sitja í skuldasúpu sem tvöfaldast og þrefaldast hvert ár rétt eins og lyfja- notkunin. (Lyf eru nauðsyn, en óþarfi að slá öll met í notkun þeirra) Svarið er ekki flókið. Annarsvegar gera bankar og lánastofnanir ótrú- lega hluti til að ná til unga fólksins og að auki er Veruleikafirringin botnlaus!! Stundum vegna þess að enginn hafði tíma til að tala um veru- leikann, tala um áhugaverða ábyrgð daglega lífsins, tala um að lífið sem bæði gefur, krefur og tekur, lítur vissu lögmáli, er regla. Ef vel á til að takast þarf að taka tíma og rýna í lífið. Ímyndaðar þarfir, tímaeyðslan og tímaleysið sem þeim fylgir eru óvinir okkar. Ég sá viðtal við unga hæfileikakonu nýverið, hún var að vinna alla daga sagði hún og öll kvöld og ég hugsaði hver hugsar þá um börnin hennar? Ung kona nýk- omin af fæðingardeild, eftir sólar- hringsdvöl, (þyrfti að vera vika, allt of fátt starfsfólk eða kannske of margir yfirmenn) fyrsta barn, allt í vandamálum og engin hjálp, maður- inn í fæðingarorlofi norður á strönd- um að vinna fyrir einhvern. Til hvers er fæðingarorlofið? Þyrfti ekki að skoða það? Ef þú spyrð fjög- urra barna móðir hvað hún starfi, þá færðu svarið: Í banka, búð, skrifsofu eða á þingi. Ef hún myndi svara ég er móðir. Þá spyrð þú aftur, Ha,! já, en hvað gerir þú? Að vera móðir, fað- ir, foreldri er veigamesta og göfug- asta starf sem til er, allt lífið byggist á því. Án góðra foreldra er ekkert. En að vera góðir foreldrar í þeim kröfum sem neyslusamfélagið setur um þessar mundir, er nánast úti- lokað. Þess vegna fjölgar þeim út- brenndu/ útkeyrðu (sem sitja eins og klessur í sófanum sínum), þeim at- vinnulausu, öryrkjunum og að auki eykst taugapillu- og lyfjanotkunin með hraða ljóssins. Er þetta ekkert ógnvekjandi? Gervikröfurnar og álagið sem fylgir fer óravegu yfir öll vitræn mörk. Allir á flótta. Foreldrar vilja gera vel fyrir börnin sín, en neyslusamfélagið setur foreldrahlutverkið ekki í for- gang, þvert á móti, neyslusamfélag- ið er ófreskja sem engu eirir til að ná sínu fram. Margir foreldrar gera sér ekki grein fyrir gildrunum og áður en þau vita af sitja þau í súpunni og teyga beiskt vandamálaseyðið og verður illt af. Margt mætti hindra, minnka eða útrýma með öllu, ef for- eldrar væru í jafnvægi, ræktuðu hamingjuna, væru mátulega útivinn- andi og mátulega heimavinnandi, ekki margfalt útivinnandi og marg- falt púlandi á mörgum vígstöðvum til að geta komið til móts við allar gerviþarfirnar. Ég tek af heilum hug undir „Tvær fréttir“, það ætti að kalla saman þing hið snarasta og taka upp málefna- lega umræðu um mál allra mála. Ekki þetta sífellda þjark og þras um hreint ekki neitt. Forsetinn mætti vel leggja sitt til málanna og forsæt- isráðherra kalla saman ríkisstjórn- ina en þar eru hinar ágætustu ráðh- errakonur, meðvitaðar og með reynslu, það gæti hjálpað til. Jæja nú er svo komið að ég held bara að ég verði að biðja fyrir öllum. Auðvitað verð ég að biðja fyrir for- eldrunum, biðja fyrir forsetanum og óska honum og konunni hans til hamingju og vona að þau haldi áfam að bera hróður Íslands út um víðan völl og að við hin berum gæfu til að standa á bak við þau. Forsetinn er jú sameiningartákn - best að halda sig við það - hvað sem öllum auðum seðl- um og fullorðins sandkassaleik líður - ótrúlega þreytandi rugl - og auð- vitað gleymi ég ekki að biðja fyrir forsætisráðherra allra forsætisráðh- erra. Ég las nýverið yndislegan jóla- sálm eftir hann, þvílíkur friður, fegurð og auðmýkt og ekki lítil líf- kúnst að kúpla sig út úr öllu þrasinu og innstilla á fegurðar- og friðar bylgjulengdina svona snilldarlega, og ekki má ég gleyma að biðja fyrir biskupnum okkar, að undir hans góðu stjórn aukist kristnar megin- reglur í framkvæmd á Íslandi, ekki veitir af og svo get ég alls ekki annað en beðið fyrir manninum sem gefur okkur Fréttablaðið. Hugsið ykkur allt fátæka fólkið, öryrkjana og gamla fólkið, sem fær alvörudagblað beint heim til sín án þess að borga krónu fyrir og lækkaða vöruverðið sem er honum að þakka. Hann má sko sannarlega vera ríkur mín vegna enda njóta margir góðs af, margir mættu læra af honum. En nú er ég komin heldur betur út á glerhálan ís og svakalega langt frá upphafinu og mál að linni, svo ég bara enda á því að biðja fyrir Hróknum því hann er blessun fyrir börnin okkar. Þökk fyrir lesandi góður að þú tókst tíma til að lesa þennan pistil. Í Guðs friði. ■ 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR18 Ég ætla að biðja Guð að blessa manninn! Ofurtrúin á sífelldri dægrastyttingu í ein- hverri mynd er að leiða okkur út í ógöngur, burt frá okkur sjálfum og raunveru- leikanum. Á sama tíma og rannsóknir sýna að skjá- áhorf er komið út yfir allan þjófabálk, og athyglis- brestur er að verða áber- andi hjá ungu fólki sem getur varla lagt saman einn og tvo, án reiknis, er talað fjálglega um að tölvuvæða þau minnstu. HULDA JENSDÓTTIR FYRRVERANDI YFIRLJÓSMÓÐIR. UMRÆÐAN NEYSLUSAMFÉLAGIÐ ,, Það er von mín að fleiri fyrirtæki átti sig á mikilvægi þess að laga þjónustu sína að breyttum tímum í íslensku samfélagi. Alþjóðahúsið er nú þeg- ar í viðræðum við nokkur af stærri fyrirtækjum landsins EINAR SKÚLASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞJÓÐAHÚSSINS UMRÆÐAN ,, Hlutverk Íslands í alþjóðlegri friðargæslu Því miður er ekki hægt að segja að Íslendingar hafi al- mennt verið atkvæðamiklir í fræðilegri umræðu um frið í heiminum á undangegnum árum, það er að segja „ef undan er skilin óbein þátttaka landsins í stríðsátökum á erlendum svæðum“, sem hlýtur að teljast æði vafasöm átylla fyrir friðar- umræðu, sérstaklega í jafn friðsamlegu landi og Ísland er. Hvað varð um hina fornu lýð- ræðishefð og í senn landfræði- legu og menningarlegu sér- stöðu Íslands sem ásamt ósnortinni náttúru (sem í fyrsta sinn hefur nú verið ógnað) fyllti menn stolti og bjartsýni þegar rætt var um frið og lýðræði? Og lýsti hæstvirtur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ekki einhvern tíma yfir einlægum áhuga sínum á að stofna til frið- arumræðu á Íslandi? Víst er að hann hefur ennþá bæði vit og völd til þess að fylgja þeirri hugmynd eftir. Hvort hann hefur guggnað á þeirri hug- mynd, á þessum síðustu og verstu tímum, frammi fyrir „lítt friðvænlegri“ utanríkis- stefnu stjórnvalda ellegar bara misst friðarneistann sísvona er ómögulegt að segja. Með skel- eggri afstöðu sinni til fátæktar á Íslandi, sem er erkifjandi friðar og lýðræðis, svo ekki sé minnst á synjunina á hinu óvandaða fjölmiðlafrumvarpi, hefur hann engu að síður lagt grunninn að víðtækri umræðu um frið og lýðræði, hvað sem þjóðinni finnst að lokum um. Allt þetta haggar þó ekki þeirri staðreynd að við Íslend- ingar höfum sem heild langt í frá staðið okkur í friðarumræð- unni, hvort heldur á innlendum eða alþjóðlegum vettvangi og sumum finnst jafnvel að grund- vallarmannréttindi séu hér fótum troðin í fyrsta sinn. Frið- arsýn Ástþórs Magnússonar er gefið langt nef, þó hann sé hér um bil sá eini sem tekur fram- tíðarhlutverk Íslands í friðar- málum alvarlega og hugmyndir hans séu studdar af mörgum virtustu fræðimönnum heims um friðarmál. Fáir gera sér nefnilega grein fyrir að líkt og Ástþór efast ýmsir andlegir leiðtogar ekki hið minnsta um að landinn eigi jafnvel eftir að verða leiðandi í friðarmálum í heiminum sem og annarri and- legri þróun. Í sumum jógafræð- um (eins og Sahaja yoga) er beinlínis fjallað um sáttasemj- arahlutverki Íslands þjóða á milli. Frá slíkri friðarumræðu til alþjóðlegrar friðargæslu á Keflavíkurflugvelli, eins og Ástþór hefur boðað, kann að vísu að sýnast löng braut við fyrstu sýn en sem hæglega gæti orðið að veruleika innan ekki svo margra ára ef möguleikar lands og þjóðar eru nýttir í sam- skiptum manna á milli, bæði hér og á erlendri grundu. Höfum hugfast að með auk- inni tækni minnka fjarlægðir landa á milli og smæð eins ríkis í efnahagslegu og landfræði- legu tilliti þarf alls ekki að koma í veg fyrir að það verði leiðandi á alþjóðlegum vett- vangi, þó síður sé. Ef við Íslend- ingar lærum að hlúa betur að æsku landsins, umhverfi, menningu og heilsugæslu, með- al annars í krafti öflugra for- varnamála, gætum við orðið umheiminum sú fyrirmynd sem hann þarfnast til að ná frekari sáttum. Sem samhent lýðræðis- þjóð gætum við notið óskeikul- ar virðingar um heim allan og um leið axlað ábyrgðinni sem jafn þýðingarmiklu sáttahlut- verki fylgir á alþjóðlegum vett- vangi, þar sem við yrðum betur í stakk búin til að miðla málum á milli stríðandi fylkinga og vegna sögu okkar og menning- ar gætum sýnt heimsmálunum meiri skilning og innsæi en þeir sem skerast í odda og hafa þar meiri hagsmuna að gæta. Allt þetta hafa andlegir leið- togar séð og skynjað í framtíð- inni. Guð gefi okkur skamm- tímaminnugum eyjasálum vit til að eygja þá möguleika sem í hinu eina sanna ríkidæmi lands- ins felast. Því til að við getum verið leiðandi í alþjóðlegum stjórnmálum, eins og við erum kölluð til að vera, þurfum við fyrst að bera gæfu til að stýra þjóðarskútunni eftir leiðarljósi lýðræðis og friðar fram hjá ölduróti hentistefnu skamm- vinnra hagsmunasjónarmiða í sátt við náttúruöflin allt í kring- um okkur – sem ævinlega hljóta að eiga síðast orðið. Megi friður ríkja með þjóðinni. ■ Fyrr á þessu ári gerðu Vátrygginga- félag Íslands ehf. (VÍS) og Alþjóða- húsið ehf., samstarfssamning um að efla þjónustu við innflytjendur. Markmiðið með samningnum er að tryggja að innflytjendur njóti öryggis og traustrar þjónustu á sviði trygginga til jafns við aðra þegna samfélagsins. Með samn- ingnum hefur VÍS ákveðið að sækja fram og leggja rækt við þjónustu við fólk af erlendum uppruna. Það sýnir samfélagslega ábyrgð og framsýni að gera þetta á svo metn- aðarfullan hátt. Í samningnum er kveðið á um að sérfræðingar Alþjóðahúss veita trúnaðarmanni eða sérstökum um- boðsmanni útlendinga hjá VÍS ráð- gjöf í þeim málefnum sem tengjast innflytjendum. Hann verður síðan samstarfsmönnum og viðskipta- vinum innan handar um tryggingar- málefni innflytjenda. VÍS mun gefa út bæklinga með upplýsingum um tryggingamál á nokkrum tungumálum. VÍS hafði áður ráðist í þýðingu á pólsku, en stefnt er að því að bæta fleiri tungu- málum við. Á vegum Alþjóðahúss- ins eru starfandi yfir 200 túlkar, sem túlka á um 50 tungumál alls. Samningurinn veitir VÍS hf. afslátt af túlka- og þýðingarþjónustu Alþj- óðahússins. Settir hafa verið upp sérstakir fyrirlestrar fyrir starfsmenn VÍS og í byrjun sumars sátu um 110 starfsmenn VÍS fyrirlestra starfs- manna Alþjóðahússins um það að starfa og veita þjónustu í fjölmenn- ingarumhverfi. VÍS og Alþjóðahúsið munu hafa samstarf um verkefni sem sérstak- lega stuðla að því að auðga og styrk- ja lista- og menningarlíf í landinu með því að kynna menningu og listir fólks af ýmsu þjóðerni og skipuleggja viðburði og verkefni sem tengja saman fólk af ólíkum uppruna. Fyrsta verkefnið af þeim toga, var Þjóðahátíð í Ráðhúsi Reyk- javíkur, sem var haldin í tengslum við Vetrarhátíð Reykjavíkur. Þar var VÍS stærsti styrktaraðilinn. Það er von mín að fleiri fyrir- tæki átti sig á mikilvægi þess að laga þjónustu sína að breyttum tím- um í íslensku samfélagi. Alþjóða- húsið er nú þegar í viðræðum við nokkur af stærri fyrirtækjum landsins um sams konar samninga og við vonumst eftir góðum tíðind- um bráðlega af þeim vettvangi. ■ Bætt þjónusta við fólk af erlendum uppruna Ef við Íslendingar lærum að hlúa betur að æsku landsins, umhverfi, menningu og heilsugæslu, meðal annars í krafti öflugra forvarnarmála, gætum við orðið umheimin- um sú fyrirmynd sem hann þarfnast til að ná frekari sáttum. BENEDIKT S. LAFLEUR LISTAMAÐUR OG ÚTGEFANDI UMRÆÐAN FRIÐARGÆSLA ,, 18-47 (18-19) Umræðan 18.7.2004 16:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.