Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 19. júlí 2004 21 Sigurður Hafsteinsson er golf- kennari hjá Nesklúbbnum en hann var lengi í fremstu röð kylfinga og lék meðal annars með landsliðinu. Hann ver sumrinu svo að segja á golfvell- inum og kann því vel að kenna ungum krökkum réttu tökin á kylfunum. „Þetta er mjög gaman. Framfarirnar eru miklar á stuttum tíma og það er gaman að fylgjast með þeim.“ Golfið krefst mikils aga og ekki úr vegi að ætla að táp- miklir krakkar eigi erfitt með að halda ró sinni og einbeitingu yfir kúlunni hvítu. „Golfið hentar krökkum vel. Ég held að aginn sé hvað mestur í golfinu, hér kemst enginn upp með neitt múður og börnin ættu að læra af þessu góða siði. Þeir sem ekki búa yfir góðum aga eru ekki í golfi.“ Sigurður segir alla geta lært golf en auðvitað séu kröfur fólks misjafnar, sumir stundi íþrótt- ina sér til ánægju og heilsubótar en aðrir fari í þetta með keppni í huga. Og honum líður vel á Nesinu. „Það er mjög gott að vera hérna og vinnan er skemmtileg. Maður sér alltaf einhvern árangur.“ Spurður hvort veðrið sé ekki jafnan óhagstætt, segir hann svo ekki vera. „Reyndar er norðaustan áttin slæm hérna en hér rignir sjaldnar en í austurhluta borg- arinnar, maður ekur oft úr rign- ingu og í þurrviðri hér.“ ■ Allir geta lært golf F í t o n / S Í A NÝJAR BÆKUR SIGURÐUR HAFSTEINSSON GOLFKENNARI „Golfið hentar krökkum vel. Ég held að aginn sé hvað mestur í golfinu, hér kemst enginn upp með neitt múður.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Lærdómsrit mánaðarins í júlí erueftir rómsverska stjórnskörunginn Markús Túllíus Cíceró, Um vináttuna og Um ellina. Í ritunum fjallar hann á gamansaman en jafnframt alvarleg- an hátt um vináttuna, ástina, hjóna- bandið, æskuna og ellina. Cíceró hefur einatt verið talinn holdgerving- ur rómverskrar menningar, enda sameinuðust í honum tvö meginein- kenni á gullöld Rómar, veraldlegar róstur og andleg afrek. Á þessum tíma hrundi lýðveldið og grunnur var lagður að einveldi keisaranna. Gegn þeirri þróun barðist Cicero harkalega en á sama tíma skrifaði hann mörg verk sem öll má telja grundvallarrit í menningarsögu Vesturlanda, enda voru þau lesin og endurlesin alla fornöld, í gegnum miðaldir og svo nýöldina allt að okkar dögum. Í ritinu Um elinna leggur Cíceró í munn Kató eldra, einum skörungi rómverska lýðveldisins, heimspekilega rökræðu við tvo unga menn um æsku og elli og einkum þó um þann vanda að lifa svo lífinu að ellin verði að sama hnossi og hvert annað æviskeið. Og þar með fjallar bókin um mörg önnur áleitnustu umhugsunarefni allra manna, svo sem um dauðann og hvort hann sé mönnum böl eða blessun. Um vináttuna er samræða um einkenni sannrar vináttu og gildi hennar í daglegu lífi, hversu mikil- væg hún sé manninum, hversu ónýtt lífið sé án vináttu. Með samræðu sinni vildi Cíceró draga niður úr há- loftunum strangar kennisetningar grískra stóumanna og heimfæra á annasamt líf Rómverja, höfðingja veraldar. Cíceró samdi ritið á því skeiði lífs síns sem þessi fyrrum máttarstólpi rómverska lýðveldisins mátti sín lítils í stjórnmálum, reyndar skömmu áður en hann var myrtur af fjandmönnum sínum, alltaf minn- ugur duttlunga gæfunnar og mikil- vægis sannrar vináttu. ÞETTA GERÐIST LÍKA 1989 112 af 296 farþegum farþegaþotu farast þegar hún brotlendir í Sioux City í Iowa. 1974 Leikarinn Joe Flynn deyr af völdum hjartaáfalls 48 ára gamall. 1969 Geimfararnir Neil Armstrong, Edw- in „Buzz“ Aldrin og Michael Collins komast á sporbaug Tungslins í Apollo 11. 1966 Söngvarinn Frank Sinatra og leik- konan Mia Farrow ganga í hjóna- band. 1949 Laos fær sjálfstæði frá Frökkum. 1941 Winston Churchill, forsætisráð- herra Breta, gerir V fingramerkið að ódauðlegu sigurtákni í seinni heimsstyrjöldinni. 1918 Þýski herinn hörfar yfir Marne fljótið í Frakklandi í fyrri heims- styrjöldinni. 1900 Aðalbraut neðanjarðarlestarkerfis Parísar er opnuð. 1877 Spencer Gore vinnur fyrstu keppn- ina í einliðaleik karla í tennis á Wimbledon. 48-49 (20-21) tímamót-nýtt 18.7.2004 19:04 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.