Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2004, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 19.07.2004, Qupperneq 61
33MÁNUDAGUR 19. júlí 2004                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ HILARY DUFF Leikkonan unga tók sig vel út á rauða dreglinum þegar hún mætti á heimsfrumsýningu nýjustu myndarinnar sinnar, Cinderella Story, í Toronto á föstudaginn. Það þarf varla að taka það fram að kjóllinn sem ungstirnið skartaði er úr myndinni. Kúrekar norðursins komnir á bak Kúrekar norðursins gerðu garðinn frægan fyrir margt löngu og merki þeirra reis sem hæst í samnefndri kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Lítið hefur farið fyrir köpp- unum í tvo áratugi en nú eru þeir snúnir aftur og hafa engu gleymt. Þeir eru að vísu aðeins tveir eftir, Johnny King og Siggi Helgi, en þeir láta það ekki á sig fá. „Við félagarnir komum saman fyrir um það bil mánuði síðan og ákváðum þá að endurvekja Kúreka norðursins,“ segir Johnny. „Við vildum auðvitað helst hafa þann gamla með okkur. Hinn eina sanna kúreka norðursins, Hallbjörn Hjart- arson, en hann er störfum hlaðinn og heilsan ekki góð. Hann er eigin- lega búinn eins og hann segir sjálf- ur. En við ákváðum að fylgja þessu eftir og flytjum erlenda tónlist, okkar eigin tónlist og svo auðvitað lögin hans Hallbjarnar.“ Kúrekar norðursins tróðu jafnan upp á Kántrýhátíðinni á Skaga- strönd og gerðu stormandi lukku. „Það eru nú eitthvað um 20 ár síðan við þögnuðum,“ segir Siggi. „Ætli það hafi ekki verið troðið upp í okkur í kringum 1985. Við laumuð- umst samt á Kántrýhátíð sem gestir fyrir tveimur árum. Vorum eins og allir hinir jólasveinarnir og það var ótrúleg upplifun að sjá hversu mikl- ar afleiðingar þetta starf okkar hefur haft. Þegar við vorum að byrja nennti enginn að pæla í þessu og við fengum hvergi annað en nei- kvæð viðbrögð. Fólk skildi ekki kántrýið og hataði það en nú eru ótrúlegustu menn að flytja þetta.“ Félagarnir spiluðu á Rauða ljón- inu um helgina og segja að stemn- ingin hafi verið góð og fólk hafi gagngert komið uppáklætt til að dansa línudans. „Það hefur komið okkur rosalega á óvart hversu góðar viðtökur við erum að fá. Við erum bókaðir meira og minna í allt suma og sjáum ekki fram á mikið frí.“ ■ Dregið í opnunarleik Vísis Rúmlega 11.000 manns skráðu sig í opnunarleik Vísis sem efnt var til vegna opnunar nýs og glæsilegs vefs, visir.is þann 16. júní. Nöfn fimm heppinna þátt- takenda hafa verið dregin úr þessum stóra hópi og fengu þeir vinningana sína afhenta fyrir helgi. Óskar J. Hlöðversson og Hólmfríður G. Einarsdóttir unnu Canon Ixus 500 staf- rænar myndavélar frá Nýh- erja, María Elísabet Laroco hreppti Canon i865 prentara frá Nýherja og Albertína Elí- asardóttir fékk flugmiða fyrir tvo innanlands með Flugfélagi Íslands. Einn vinningshafi hefur ekki enn gefið sig fram en sá hlaut flugmiða fyrir tvo innanlands með Flugfélagi Íslands. ■ KÚREKAR NORÐURSINS Siggi og Johnny eru alvarlega að hugsa um að taka upp tvær plötur á næstunni. eina með eigin efni og síðan hyggjast þeir taka öll vinsælustu lögin hans Hallbjarnar og end- urútsetja þau á sérstakri heiðursplötu sem þeir vilja koma út fyrir jólin. Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Siggi og Johnny ásamt Hallbirni og Friðriki Þór þegar Kúrekarnir voru upp á sitt besta. Þeir hafa samt engu gleymt og þurfa ekki einu sinni að æfa sig. Koma bara saman og byrja að spila. ÁRNI ÞÓR SÆVARSSON Auglýsingastjóri Vísis ásamt vinningshöfunum Hólmfríði Guðlaugu Einarsdóttur, Óskari J. Hlöðverssyni og Hirti Svavarssyni sem tók við verðlaunum Albertínu Elíasdóttur. 60-61 (32-33) Dagskrá 18.7.2004 21:22 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.