Fréttablaðið - 19.07.2004, Síða 62

Fréttablaðið - 19.07.2004, Síða 62
Bókin Kárahnjúkavirkjun – með og á móti, eftir Ómar Ragnarsson, kemur út hjá JPV-útgáfu á morg- un en í bókinni skoðar hann meðal annars alla helstu virkjanamögu- leika á Íslandi, þar á meðal Gull- foss, Geysi, Öskju og Kverkfjöll, og kemst að þeirri niðurstöðu að Kárahnjúkavirkjun, virkjun Jök- ulsár á Fjöllum, Þjórsárvera og Markarfljóts hafa í för með sér meiri neikvæð og óafturkræf um- hverfisáhrif en nokkrir aðrir virkjanakostir á Íslandi. Saman- burðurinn við virkjanir Gullfoss og Geysis er að sögn Ómars sláandi. Ómar segir bókina koma í rök- réttu framhaldi af sjónvarpsþætti sínum um virkjanamál og segir að bókin sé í raun skýrsla um þá vinnu sem hann hefur lagt í und- anfarin ár. „Ég kemst þarna að nokkrum niðurstöðum og er ekkert endilega að taka afstöðu með eða á móti þessari virkjun eða nokkurri annarri. En ég fæ samt ekki séð að nokkur önnur vestræn þjóð en við myndi leggja út í þetta. Hvort sem við höfum svo rangt fyrir okkur eða ekki verður tíminn að leiða í ljós.“ Ómar segist aðallega gefa því gaum hversu mikil áhrif virkjana- framkvæmdirnar munu hafa á framtíðina. „Ég hugsaði með mér að best væri að skrifa bókina eins og ég væri staddur hérna árið 2200. Ég ákvað að rífa mig út úr samtímanum, tíma og rúmi og það gaf mér alveg nýja sýn á þessa hluti. Það varð sjálfsagt mál að hafa allt uppi á borðinu líka það sem okkur dettur ekki til hugar að gera núna. Þetta snýst aðallega um frelsi komandi kynslóða. Við tökum ákvörðun um þessar fram- kvæmdir í núinu og vitum í raun ekki hvað við erum að taka ákvörðun um fyrir margar ókomnar kynslóðir.“ Ómar nefnir að virkjun Gull- foss byði komandi kynslóðum upp á þann möguleika að loka bor- holum og fjarlægja mannvirki en Kárahnjúkavirkjun verði með öllu óafturkræf eftir 20 til 30 ár. Þá bendir hann á að það jarðrask sem þegar hafi verið gert sé að- eins brot af því sem koma skal. „Mesta umhverfisröskunin verð- ur þegar vatninu verður hleypt á dalinn en hann fyllist síðan af aur. Ætli það megi ekki segja að þegar það gerist og farvegi árinnar verður breytt eigi 80% umhverf- isröskunarinnar sér stað. Þá höf- um við 20–30 ár til þess að hleypa vatninu úr lóninu og fá dalinn smám saman í svipað horf og hann er nú en að þeim tíma lokn- um verður ekki aftur snúið. Í Am- eríku eru menn enn að rífast um hvort hleypa eigi úr samskonar lóni sem hefur verið í 60 ár en það fyllist að vísu helmingi hægar en lónið við Kárahnjúka. Þessar pæl- ingar eru okkur svo fjarlægar þar sem við höfum aldrei staðið í svona löguðu áður.“ Ómar byrjaði að skrifa bókina fyrir ári og ætlaði að klára hana fyrir jólin en „það gafst ekki tími nema á kvöldin og næturnar og svo stækkaði þetta í höndunum á manni. Þó ég þættist vita hvernig lægi í þessu öllu eftir öll þessi ár lagði ég samt ekki í annað en að fara í gegnum allan pakkann aftur þar sem ég efaðist um að ég myndi allt rétt og svo voru alltaf nýir hlutir að koma inn.“ Ómar hefur staðið einn í útgáfu sjónvarpsþáttanna og var alls ekki viss um að fá útgefanda að bókinni. „Ég var með útgefanda sem lagði svo ekki í að gefa bókina út og þá kom Jóhann Páll til sögunnar og ákvað að gefa hana út þó hann sæi jafnvel fram á að tapa á henni. Hefði ég ekki fengið útgefanda hefði ég gefið hana út sjálfur en þá hefði ég orð- ið að auglýsa fyrirfram eftir áskrifendum og gefa hana út í ein- földu fjölriti. Þetta hefur verið erfitt verk fyrst og fremst vegna þess að enginn hefur viljað koma nálægt því.“ Ómar segist að mörgu leyti hafa gengið í gegnum sama ferli með bókina og myndina áður. „Ég var lattur óskaplega og af mörg- um til að gera þetta og margir segjast ekkert skilja hvað ég sé að standa í þessu. Sjálfum finnst mér það viðhorf jafn óskiljanlegt. Þetta er málaflokkur sem ég hef sökkt mér í og er að klára ferilinn með þessu máli sem er stærsta mál samtímans. Mér finnst samt satt að segja svolítið sorglegt að ég skuli þurfa að vera að þessu. Ég er enginn prófessor eða sérfræðingur og ég hef sagt að það hefði þurft að fá færustu vísindamenn, rithöfunda og kvikmyndagerðarmenn til þess að gera þetta og eyða í það nokkrum árum. Miklu frekar en einhvern fréttamannsræfil.“ thorarinn@frettabladid.is Það er nú ekki af þeim skafið drengjunum í 70 mínútum á Popp- tíví að þeir eru sniðugir, uppák- tækjasamir og alveg bandbrjálað- ir á tímum. Um helgina lögðu þeir Pétur Jóhann, Auðunn Blöndal og ofurhuginn Hugi upp í langferð til Graz í Austurríki þar sem stóð til að hitta tónlistarkonuna Pink. Pink er einmitt á leið til Ísland og heldur hér tónleika 10. og 11. ágúst. Ferðalagið gekk þó ekki eins og í sögu eins og oftast er upp á ten- ingnum hjá strákunum og byrjuðu þeir á því að missa af tengiflugi sínu frá London til Austurríkis. Strákarnir lögðu höfuðin í bleyti, og ekki dónaleg höfuð það, og komust að lokum til Graz í Aust- urríki með hjálp flugvéla, lesta og langferðabíla. Þá áttu þeir eftir að koma sér í tónleikahöllina og lentu þeir á leigubílstjóra dauðans sem talaði hvorki ensku, þýsku né dönsku og varla mál innfæddra og gekk því lítið að útskýra fyrir honum hvert þeir vildu fara. Loksins komust strákarnir á leið- arenda, þó þrjátíu mínútum of seint og fengu viðtalið við popp- dívuna Pink þrátt fyrir allt saman. Óhætt er að segja að viðtalið við Pink mun vekja mikla lukku og athygli þar sem Pink tók veð- máli aldarinnar við Auðunn. Fyrst hún gerði það blessunin mun Pét- ur Jóhann verða að reyna slíkt hið sama við rapptröllið 50 Cent sem er væntanlegt til landsins um svipað leyti og Pink. Vandi er um það að spá hvert veðmálið er og því þurfa áhorf- endur að sitja límdir við skjáinn öll kvöld á næstunni til að sjá hvað strákarnir „okkar“ á Popp- tíví gerðu við greyið Pink. Von- andi hættir hún samt ekki við Íslandsförina. ■ 34 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR … fá félagarnir Arnar Klemens- son og Alexander Harðarson fyrir að fara yfir Hellisheiðina á hjólastólum, til styrktar Barna- spítala Hringsins, á átta klukku- stundum. HRÓSIÐ í dag Offitustríðið Ölgerðin sver af sér feita Íslendinga Herra Ísland græddi 110 milljónir í braski með Júlíusi Sólnes Almenningur skemmti sér yfir slagsmálum á Austurvelli ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Landssíminn. Sævar Þór Gíslason. Stefán Baldursson. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 máttur, 5 beina að, 6 kveðja, 7 átt, 8 lítil, 9 fanti, 10 í röð, 12 kraftur, 13 reyfi, 15 drykkur, 16 lappa, 18 þefa. Lóðrétt: 1 „glatað“, 2 maka, 3 tónn, 4 makinda- lega, 6 helmingshluti, 8 fugl, 11 sunda, 14 í röð, 17 tveir eins. LAUSN: Lárétt: 1vald, 5ota, 6hæ, 7na, 8lág, 9 fóli, 10aá, 12afl, 13ull, 15te, 16sama, 18nasa. Lóðrétt: 1vonlaust, 2ata, 3la, 4þægi- lega, 6hálft, 8lóa, 11ála, 14lmn, 17aa. BANDBRJÁLAÐIR Strákarnir í 70 mínútum taka oft upp á ótrúlegustu hlutum en fyrir helgi fóru þeir til Graz í Austurríki til að hitta tónlistarkon- una Pink. Sveppi fór því miður ekki með þeim en ofurhuginn Hugi fór í stað hans. Svaðilför strákanna „okkar“ SJÓNVARP 70 MÍNÚTUR ■ Auðunn Blöndal, Pétur Jóhann og Hugi úr 70 mínútum hittu tónlistar- konuna Pink um helgina og tók hún veðmáli aldarinnar. Sorglegt að fréttamannsræfill skuli þurfa að standa í þessu KÁRAHNJÚKAVIRKJUN ÓMAR RAGNARSSON ■ hefur skrifað veglega bók um Kára- hnjúkavirkjun og óafturkræf umhverfis- áhrif hennar. Margir höfðu latt hann til verksins. Hann hefur ekki látið stoppa sig en segir að eðlilegast væri að aðrir en hann sinntu því að fjalla um málið frá þessari hlið. ÓMAR RAGNARSSON Er sem fyrr á ferð og flugi og fylgist grannt með því sem er að gerast við Kárahnjúka. Hann hefur nú lokið við gerð bókar um virkjanaframkvæmdirnar og lítur á hana sem skýrslu um það sem hann hefur verið að rannsaka undanfarin ár. Hann gerir ráð fyrir því að taka sér smá hvíld eftir að bókin kemur út. „Það er komin góð kvikmyndagerð í gang um framkvæmdirnar á svæðinu en Landsvirkjun sér um það og stendur vel að því. Ég vona því að ég fari að fá smá fráhvarfseinkenni en mér fannst ekki nóg að skilja eftir mig sjónvarpsmynd. Bókin gefur miklu meiri möguleika. Það tekur fjóra tíma að lesa hana og hún segir miklu meira en einn þáttur getur nokkru sinni sagt. 62-63 (34-35) Fólk 18.7.2004 21:53 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.