Tíminn - 28.01.1973, Side 3
Sunnudagur 28. janúar 1973
TÍMINN
3
öll störf hér einkenndust af
miklum hraöa og samstillingu.
Hlutirnir gengu mann frá manni,
hönd úr hönd, og höfnuöu loks i
sendibilum, vöru- og fólksbilum á
bryggjunni. Óhugur var greini-
lega mikill i fólkinu. Þaö mælti
fátt, en gekk ötullega aö verki.
Það horföi á hýbilaskraut sitt og
heimilisgögn hlaöast upp á
bryggjunni, hvaö innan um annaö
— dýrindis borðlampa, skenki-
borö, spegla og úttroöna plaspoka
og feröatöskur.
A stefni bátsins voru einir tiu
isskápar vandlega bundnir. Þetta
var dýr farmur, en skipstjórinn
haföi aö sögn þegar fariö margar
feröir upp á eigin spýtur og vafa-
laust bjargaö tugmilljóna
verömætum. Siöar um daginn
gengum viö fram á annan bát,
nýkominn aö bryggju, hlaöinn
húsgöngumog f leiru .Þessir bátar
og fleiri hafa flutt farangur beint
eftir óskum Vestmannaeyinga
sjálfra og ekki verið háöir reglum
Almannavarna.
Hekla og Herjólfur lögðust aö
bryggju með stuttu millibili um
hálfsex-leytið, fullskipuö fólki,
bilum og farangri. 1 Herjólfi
komu um 60 manns, sem ýmist
höföu farið til Eyja til að sækja
dót eöa höföu dvalið þar. Um borö
voru 8 bilar og heil firn af
farangri i plastpokum og feröa-
töskum. Menn voru önnum kafnir
viö uppskipunina og leitina aö
föggum sinu. Viö reyndum að ná
tali af fólki á þönum á bryggj-
unni, þar sem vart sást i auöan
blett fyrir öllum manngrúanum,
bilum og dóti. Allir létu fúslega
tilleiðast aö segja nokkur orö.
Þótt þeir hefðu i öðru og ögn mik-
ilvægara að snúast, en a sinna
forvitnum blaöasnápum, taldi
enginn slikt eftir sér.
Augljóslega var geö allra dap-
urt. En enginn lét samt á þvi
bera. Hér var verk aö vinna, —
hér voru lifshagsmunir heils
kaupstaðar i veöi, já, raunar allr-
ar þjóðarinnar.
Svartsýni á framtiöina, virtist
mikil hjá Eyjabúum, er þarna
voru, einkum meöal eldra fólks-
ins.
— „Svartsýnn? Hvernig er
hægt að vera annaö en svartsýnn,
þegar maöur horfir upp á byggö
sem maður hefur unnaö og dvaliö
alla sina ævi 1 leggjast undir ösku
grjót og helvitiseld. Ég hefði
aldrei trúaö þessu. Ég er að koma
beint aö heiman svo að ég veit,
hvaö ég er að segja. Húsin eru
aö brenna, maður! Þau eru að
brenna!” Þetta sagði gamall
maöur. Óstyrkur var hann og
svolitið hranalegur, en eldur
brann i gömlum augum.
Menn voru ekki allir eins ánægð-
ir með fréttaflutning af ástandinu
i Vestmannaeyjum og sögðu, að
ösku- og vikurþykktin i bænum
væri miklu meir, en fram hefði
komið. Nokkrir urðu einnig til aö
gangrýna skipulagninguna á
flutningum á bilum og búslóð.
Sögu þeir, aö farangurinn i skip-
unum væri i mörgum tilfellum
meira og minna skemmdur vegna
þrengsla og ófullnægjandi um-
búnaöar. Töldu sumir, að réttara
hefði verið a fá flutningavél hjá
Varnarliðinu til að annast þetta
eöa þyrlu, sem flutt heföi dótiö i
gámum yfir i rúmgott skip úti
fyrir. En allir voru mjög
þakklátir fyrir velheppnaða og
•skipulagða björgun fólksins og
alla fyrirgreiðslu.
Hekla flutti alveg það sama og
Herjólfur, en aö sjálfsögðu miklu
meira magn. Um borö voru 87
bilar og á annað hundraö
farþegar. Ysinn og þysinn á þeirri
bryggju var geysilegur. Meöal
farþega var Þorsteinn Þ. Vig-
lundsson, sem fariö hafði til Eyja
um morguninn til að bjarga
gripum úr byggðasafninu og húsi
sinu, sem kann kvað vera að þvi
komið að brenna. Kom hann meö
marga pinkla, en miklu þ.á.m.
málverkum, haföi hann komiö
fyrir um borð i Arvakri i
Vestmannaeyjahöfn og i spari-
sjóðshúsinu i bænum.
Er við lögðum af stað til
Reykjavikur um sjö-leytið á
föstudagskvöld, var enn veriö að
afferma skipin. Bæði fóru aftur til
Eyja um kvöldið með fólk til að
sækja farangur og bila.
I Vestmannaeyjahöfn var verið
að ferma Dettifoss og fleiri skip
væntanleg.
Leiðin i bæinn var vörðuð ótelj-
andi billjósum.
Svipmynd af manngrúanum á bryggjunni f Þorlákshöfn á föstudagskvöld s.l., og þó ekki nema hluta hans
Menn báru sig vel i öllu umstanginu og létu jafnvel gamanyröi fjúka þótt eflaust brynni flestum sárt að horfa upp á þetta tákn ógæfu sinnar
— Stp
Dýrmætur farmur um borð I Heklu, — V 477, V 821, V 421 o.s. frv. Alls 87 bilar.
(Tímamyndir- G.E.)