Tíminn - 28.01.1973, Síða 11
Sunnudagur 28. janúar 1973
TÍMINN
11
Lappastúlka gerir garðinn frægan
- „Treður upp” í hlutverki ðnnu
Frank á næstunni. Hafa Svíar eignazt nýtt leiklistarsjéní?
Segja má, að hún hafi stokkið á sviðið i Luleá i Norður-Sviþjóð. Nordlund. Hún hefur skrifað
úr fjöllum Lapplands beint niður Hún er 18 ára og heitir Harriet fjölda af leikritum og leikið sjálf i
Harriet Nordlun — Lappastúlkan, sem allt útlit er fyrir, að eigi eftir aö slá I gegn I Sviþjóð í framtíðinni
sem leikkona — eða ef til vill leikritahöfundur.
þeim. Það á eftir að heyrast i
þessari fasmiklu stúlku i framtið-
inni. Hún sté inn i leikhúsheiminn
eins og tröll úr fjöllunum.
Nú i vor leikur Harriet hlutverk
önnu Frank i leikritinu „Dagbók
önnu Frank”. Það, sem gerir
þetta svo eftirtektarvert, er eink-
um sú staðreynd, að fáir Lappar
hafa til þessa haslað sér stóran
völl i menningarlegu tilliti, eða
sýnt mikinn lit i þá átt. En
Harriet er að sögn sannkallað
undrabarn, hvað leiklist snertir,
og auk þess bráðgáfuð.
Harriet Nordlund ólst upp i
Nautijaur, um 10 km vestur af
Jokkmokk, i fjögurra manna
Lappa-fjölskyldu, og eru það einu
ibúarnir á þessu svæði og búa i
eina húsinu, sem þar er. Fyrstu
leikritin sin skrifaði hún fyrir
skólafélaga sina i Jokkmokk. Upp
úr þessum byrjandaverkum
spratt hjá henni löngun til þess að
taka til meðferðar raunverulega
samfélagsvandamál, sem hún
sjálf þekkti til, og koma þeim til
skila á leiksviði.
Siðasta verk sitt samdi hún i
félagi við vinkonu sina, Maj Doris
Rimpi, og fjallar það um lif Lapp-
anna fyrr og nú, einkum hina
eilifu árekstra milli þeirra og
hinnaisænsku borgaramenningar.
— Með skrifum okkar erum við að
reyna að lýsa þvi, hvernig við
sjálfar upplifum ástandið. Lapp-
arnir fá i rauninni ekkert rúm i
hinu daglega samfélagi, — segir
Harriet. Og i samræmi við þessi
einbeittu orð ber leikritið heitið
„Við viljum lifa áfram”. Verður
það frumsýnt i Jokkmokk i febrú-
ar n.k., er markaðurinn stendur
ýfir.
Og Harriet ætlar sér að halda
áfram að skrifa leikrit og taka
jafnframt sjálf þátt i flutningi
þeirra. Sérfræðingar frá leikhús-
skólanum i Stokkhólmi hafa kom-
ið og litið á hana. Stórkostleg,
segja þeir, — en of ung ennþá.
Leikhússtjórinn i Norrbotten var
beðinn að vera henni innan hand-
ar nokkurn tima, meðan hún væri
að þroskast, og hefur hann nú
ráðið hana til aðstoðar við ýmis-_
legt i leikhúsi sinu.
Leikhússtjórinn litur á Harriet
sem sannkallað undrabarn á sviði
leiklistar. Aður en hún skaut upp
koliinum, hafði hann leitað dyr-
um og dyngjum að hæfri
manneskju i hlutverk önnu
Frank. Harriet Nordlund leysti
vandamál hans i einni svipan.
Hún er ekki fyrsta leikkonan, er
hafið hefur leiklistarbraut sina i
hlutverki önnu Frank, en engin
hefur til þessa leikið hlutverkið á
„norðurbotnisku.” Og leikhús-
stjórinn hefur ekki i hyggju að fá
hana til að láta af þeirri mál-
lýzku.
Frumsýningin á „Dagbók önnu
Frank” verður i byrjun april n.k.
55 sýningar hafa verið þegar
bókaðar, sem felur i sér, að allan
timann, sem leikritið verður sýnt,
verða tvær sýningar hvern dag.
Æfingar eru þó vart hafnar enn.
Ahuga fólksins þarna i N-Sviþjóð
skortir þvi sannarlega ekki.
— Stp
MHMtH
Í
Tímínner
penlngar |
j AuglýsitT
• íTámanum i
••••••••••
pípulagningameistarar
Dragið ekki lengur að kynna yður
hin nýju pottrör og fittings frá
GUSTAVSBERG
Þau eru bylting
i innanhúss frárennslislögnum.
$ SAMBANDIÐ
BYGGINGAVÖRUR
SUÐURLANDSBRAUT 32
EINNIG INNAKSTUR FRÁÁRMÚLA29